Óska eftir athugasemdum við 13 vindmylla vindorkugarð við Þykkvabæ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. október 2016 08:43 Um verður að ræða allt að 149 metra vindmyllur. mynd/biokraft Fyrirtækið Biokraft, sem fyrirhugar að reisa þrettán vindmylla vindorkugarð við Þykkvabæ í Rangárþingi ytra, hefur sent tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Athugasemdum við tillöguna þarf að skila fyrir 14. október næstkomandi, en þegar hafa fimmtíu manns skrifað undir lista þar sem áformunum er mótmælt. Undirskriftalistinn var afhentur sveitarstjórn Rangársþings ytra í október í fyrra en í auglýsingu frá Biokraft segir að listinn hafi ekki borist fyrirtækinu. „Telst auglýsingaferlið sem fer af stað með birtingu þessarar tillögu að matsáætlun vera góður vettvangur fyrir einstaklinga og hópa til að skila inn ábendingum og athugasemdum við fyrirhugaða framkvæmd,“ segir í auglýsingunni. 149 metra vindmyllur sem geta framleitt 45 MW Um er að ræða vindmyllugarð sem ber nafnið Vindaborg. Áætlað er að hann verði 2,3 kílómetra norðan við Þykkvabæ, rétt við Austurbæjarmýri. Upphaflega var gert ráð fyrir að garðurinn yrði nefndur Djúpárvirkjun og þá hefur staðsetningu verið breytt þannig að Austurbæjarmýri var tekin út sem framkvæmdarsvæði. Var það gert vegna þess að hluti eigenda landsins voru mótfallnir framkvæmdinni. Samkvæmt tillögunni verður mastur hverrar vindmyllu allt að 92,5 metra hátt og þvermál snúningsflatar um 113 metrar. Hæsti punktur spaða í toppstöðu verður 149 metrar og eiga vindmyllurnar að geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Til þess að reisa vindmyllurnar þarf tvo kranabíla og þurfa plön og vegir að þola allt að 250 tonna farartæki. Tveir kranar verða notaðir við að reisa turnana og þarf annar kraninn að hafa lyftigetu upp á 750 tonn og ná allt að 100 metra hæð. Turnar og aðrir hlutar myllanna verða fluttir á svæðið jafnóðum og myllurnar verða reistar, segir í tillögunni. Þarf að tengjast Landsneti beint Fyrirhuguð tenging við landskerfið er það stór að tengjast þarf Landsneti beint. Landsnet mun sjá um tenginguna við landskerfið og stækka þyrfti tengivirkið á Helli. Þá þarf að byggja spennistöð á virkjanasvæðinu en allir strengir frá myllunum til spennistöðvar verða jarðstrengir í eigu og rekstri Landsnets. Ef Skipulagsstofnun felst á tillögu Biokraft verður vinnu við frummatsskýrslu framhaldið. Áætlað er að hún verði auglýst í nóvember og þá er gert ráð fyrir að álit Skipulagsstofnunar liggi fyrir í febrúar eða mars á næsta ári. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí 2014 tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW framleiðslugetu. Nánar má lesa um tillögu Biokraft að matsáætlun hér. Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Fyrirtækið Biokraft, sem fyrirhugar að reisa þrettán vindmylla vindorkugarð við Þykkvabæ í Rangárþingi ytra, hefur sent tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Athugasemdum við tillöguna þarf að skila fyrir 14. október næstkomandi, en þegar hafa fimmtíu manns skrifað undir lista þar sem áformunum er mótmælt. Undirskriftalistinn var afhentur sveitarstjórn Rangársþings ytra í október í fyrra en í auglýsingu frá Biokraft segir að listinn hafi ekki borist fyrirtækinu. „Telst auglýsingaferlið sem fer af stað með birtingu þessarar tillögu að matsáætlun vera góður vettvangur fyrir einstaklinga og hópa til að skila inn ábendingum og athugasemdum við fyrirhugaða framkvæmd,“ segir í auglýsingunni. 149 metra vindmyllur sem geta framleitt 45 MW Um er að ræða vindmyllugarð sem ber nafnið Vindaborg. Áætlað er að hann verði 2,3 kílómetra norðan við Þykkvabæ, rétt við Austurbæjarmýri. Upphaflega var gert ráð fyrir að garðurinn yrði nefndur Djúpárvirkjun og þá hefur staðsetningu verið breytt þannig að Austurbæjarmýri var tekin út sem framkvæmdarsvæði. Var það gert vegna þess að hluti eigenda landsins voru mótfallnir framkvæmdinni. Samkvæmt tillögunni verður mastur hverrar vindmyllu allt að 92,5 metra hátt og þvermál snúningsflatar um 113 metrar. Hæsti punktur spaða í toppstöðu verður 149 metrar og eiga vindmyllurnar að geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Til þess að reisa vindmyllurnar þarf tvo kranabíla og þurfa plön og vegir að þola allt að 250 tonna farartæki. Tveir kranar verða notaðir við að reisa turnana og þarf annar kraninn að hafa lyftigetu upp á 750 tonn og ná allt að 100 metra hæð. Turnar og aðrir hlutar myllanna verða fluttir á svæðið jafnóðum og myllurnar verða reistar, segir í tillögunni. Þarf að tengjast Landsneti beint Fyrirhuguð tenging við landskerfið er það stór að tengjast þarf Landsneti beint. Landsnet mun sjá um tenginguna við landskerfið og stækka þyrfti tengivirkið á Helli. Þá þarf að byggja spennistöð á virkjanasvæðinu en allir strengir frá myllunum til spennistöðvar verða jarðstrengir í eigu og rekstri Landsnets. Ef Skipulagsstofnun felst á tillögu Biokraft verður vinnu við frummatsskýrslu framhaldið. Áætlað er að hún verði auglýst í nóvember og þá er gert ráð fyrir að álit Skipulagsstofnunar liggi fyrir í febrúar eða mars á næsta ári. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí 2014 tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW framleiðslugetu. Nánar má lesa um tillögu Biokraft að matsáætlun hér.
Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira