Sveltir notendur og starfsmenn heilbrigðiskerfis? Eyrún B. Magnúsdóttir skrifar 5. október 2016 00:00 Í langan tíma hafa notendur heilbrigðisþjónustu Suðurlands fundið hana skerðast verulega. Það hefur ýmislegt verið reynt til að koma til móts við notendur en þeim hefur líka fjölgað umtalsvert undanfarin ár. Notendasvæðið nær frá Þorlákshöfn austur til Hafnar í Hornafirði. Inni í því er meira en helmingur sumarhúsa á landinu þar sem notendur eru oft með skráð lögheimili annars staðar og því ekki gert ráð fyrir þeim þegar fjárframlög eru ákvörðuð. Þá er eftir að reikna með öllum ferðamönnunum og tímabundnu vinnuafli sem eru mjög hreyfanlegar tölur. Ég hef áður skrifað grein sem fjallaði um heildarfjárframlög til HSU (Heilbrigðisþjónustu Suðurlands) þar sem ég fór yfir tölur t.d. á notendur og starfsmenn. Þann 9. september fjallar forstjóri HSU um fjárframlög til tækjakaupa, á heimasíðu HSU, en 2015 voru þau 7,6 milljónir. Talið er að til að endurnýja lækningartæki á þessu ári þurfi um 90 milljónir króna. Sem betur fer hafa góðvinir HSU staðið sig og því var nýlega hægt að kaupa nýtt röntgentæki upp á tæpar 50 milljónir. Það er hrikalegt ósamræmi í því sem ríkið telur duga til reksturs á þjónustu og grunnstoð sem þessari og því sem virkilega þarf.Bitnar á öllum notendum Sjúkraflutningar líða fyrir þetta líka. Þeir hafa aukist um helming síðustu fimm ár en starfsmönnum ekki fjölgað í neinu samræmi. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun óskráðra notenda í fjárframlögum á þessu 30 þúsund ferkílómetra svæði og það bitnar á öllum notendum. Læknar eru yfirbókaðir og þurfa sumir að ferðast um svæðið allt til að sinna notendum. Ekki er langt síðan margir af hinum almennu notendum hættu að reyna að fá bókaðan tíma hjá heimilislækni og nýttu sér vaktina frekar. Þar beið fólk frá hálftíma upp í tvo og hálfan í stað þess að bíða í margar vikur. Álagið á vakthafandi lækna og starfsfólk jókst samhliða. Nýlega var tekið upp nýtt kerfi þar sem þarf að bóka tíma samdægurs til að komast á vaktina. Vonandi minnkar það álagið á alla starfsemi og eykur möguleika á hefðbundnum tímabókunum í framhaldi. Persónulega upplifun notandans? Ég reyndi 30. september að panta tíma hjá barnalækninum, í eintölu. Mér var sagt að hringja á mánudag, þá myndi ég mögulega ná tíma 17. eða 18. október. Þetta er reyndar framför. Ég hringdi síðast í ágústbyrjun og var þá sagt að ég gæti mögulega fengið tíma í byrjun október. Í maí þurfti ég að bíða í rúma 2 klukkutíma eftir sjúkrabíl þar sem ég var föst og gat mig hvergi hreyft. Það tók bílinn hins vegar um 4 mínútur að skutla mér upp á sjúkrahús og starfstöðin þeirra er við hliðina á því. Eins og ég minntist á var nýlega keypt nýtt röntgentæki en eftir að hafa beðið á bekk í nokkra klukkutíma var röntgentæknirinn farinn heim og því þurfti ég að vera á bráðamóttökunni yfir nótt til að bíða eftir myndatöku. Á meðan ég lá heyrði ég lækni ráðleggja notanda að fara heim og ef ástandið myndi versna gæti hann komið daginn eftir í myndatöku. Læknirinn var reyndar nokkuð viss um að ekki væri um brot að ræða. Í framhaldi af þessu þurfti ég svo að leggjast inn og get því persónulega sagt að allt starfslið vill gera sitt besta. Hagræðingin er hins vegar svo mikil að til dæmis þeir sem ekki geta baðað sig sjálfir fá til þess aðstoð einn dag í viku. Hina dagana geta þeir reyndar fengið þvottapoka. Starfsfólkið finnur fyrir þessu og tekur aukavaktir til að notendur finni minna fyrir þessu. Viljinn er að veita bestu mögulegu þjónustu og aðhlynningu en það vantar töluvert upp á fjárframlög ef hluti af starfseminni á ekki að lognast út af. Það þarf að taka með í reikninginn vaxandi fjölda ferðamanna og sumarbústaðanotendur í umdæminu. Það þarf að taka með í reikninginn að tæki úreldast og að álag eykst ár frá ári. Það þarf að auka fjárframlög til víðfeðmasta heilbrigðisumdæmis landsins, með því er hægt að spara til lengri tíma. Kostnaðurinn við heilbrigðiskerfi sem virkar ekki er mun meiri og mun stærri en bara sá sýnilegi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í langan tíma hafa notendur heilbrigðisþjónustu Suðurlands fundið hana skerðast verulega. Það hefur ýmislegt verið reynt til að koma til móts við notendur en þeim hefur líka fjölgað umtalsvert undanfarin ár. Notendasvæðið nær frá Þorlákshöfn austur til Hafnar í Hornafirði. Inni í því er meira en helmingur sumarhúsa á landinu þar sem notendur eru oft með skráð lögheimili annars staðar og því ekki gert ráð fyrir þeim þegar fjárframlög eru ákvörðuð. Þá er eftir að reikna með öllum ferðamönnunum og tímabundnu vinnuafli sem eru mjög hreyfanlegar tölur. Ég hef áður skrifað grein sem fjallaði um heildarfjárframlög til HSU (Heilbrigðisþjónustu Suðurlands) þar sem ég fór yfir tölur t.d. á notendur og starfsmenn. Þann 9. september fjallar forstjóri HSU um fjárframlög til tækjakaupa, á heimasíðu HSU, en 2015 voru þau 7,6 milljónir. Talið er að til að endurnýja lækningartæki á þessu ári þurfi um 90 milljónir króna. Sem betur fer hafa góðvinir HSU staðið sig og því var nýlega hægt að kaupa nýtt röntgentæki upp á tæpar 50 milljónir. Það er hrikalegt ósamræmi í því sem ríkið telur duga til reksturs á þjónustu og grunnstoð sem þessari og því sem virkilega þarf.Bitnar á öllum notendum Sjúkraflutningar líða fyrir þetta líka. Þeir hafa aukist um helming síðustu fimm ár en starfsmönnum ekki fjölgað í neinu samræmi. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun óskráðra notenda í fjárframlögum á þessu 30 þúsund ferkílómetra svæði og það bitnar á öllum notendum. Læknar eru yfirbókaðir og þurfa sumir að ferðast um svæðið allt til að sinna notendum. Ekki er langt síðan margir af hinum almennu notendum hættu að reyna að fá bókaðan tíma hjá heimilislækni og nýttu sér vaktina frekar. Þar beið fólk frá hálftíma upp í tvo og hálfan í stað þess að bíða í margar vikur. Álagið á vakthafandi lækna og starfsfólk jókst samhliða. Nýlega var tekið upp nýtt kerfi þar sem þarf að bóka tíma samdægurs til að komast á vaktina. Vonandi minnkar það álagið á alla starfsemi og eykur möguleika á hefðbundnum tímabókunum í framhaldi. Persónulega upplifun notandans? Ég reyndi 30. september að panta tíma hjá barnalækninum, í eintölu. Mér var sagt að hringja á mánudag, þá myndi ég mögulega ná tíma 17. eða 18. október. Þetta er reyndar framför. Ég hringdi síðast í ágústbyrjun og var þá sagt að ég gæti mögulega fengið tíma í byrjun október. Í maí þurfti ég að bíða í rúma 2 klukkutíma eftir sjúkrabíl þar sem ég var föst og gat mig hvergi hreyft. Það tók bílinn hins vegar um 4 mínútur að skutla mér upp á sjúkrahús og starfstöðin þeirra er við hliðina á því. Eins og ég minntist á var nýlega keypt nýtt röntgentæki en eftir að hafa beðið á bekk í nokkra klukkutíma var röntgentæknirinn farinn heim og því þurfti ég að vera á bráðamóttökunni yfir nótt til að bíða eftir myndatöku. Á meðan ég lá heyrði ég lækni ráðleggja notanda að fara heim og ef ástandið myndi versna gæti hann komið daginn eftir í myndatöku. Læknirinn var reyndar nokkuð viss um að ekki væri um brot að ræða. Í framhaldi af þessu þurfti ég svo að leggjast inn og get því persónulega sagt að allt starfslið vill gera sitt besta. Hagræðingin er hins vegar svo mikil að til dæmis þeir sem ekki geta baðað sig sjálfir fá til þess aðstoð einn dag í viku. Hina dagana geta þeir reyndar fengið þvottapoka. Starfsfólkið finnur fyrir þessu og tekur aukavaktir til að notendur finni minna fyrir þessu. Viljinn er að veita bestu mögulegu þjónustu og aðhlynningu en það vantar töluvert upp á fjárframlög ef hluti af starfseminni á ekki að lognast út af. Það þarf að taka með í reikninginn vaxandi fjölda ferðamanna og sumarbústaðanotendur í umdæminu. Það þarf að taka með í reikninginn að tæki úreldast og að álag eykst ár frá ári. Það þarf að auka fjárframlög til víðfeðmasta heilbrigðisumdæmis landsins, með því er hægt að spara til lengri tíma. Kostnaðurinn við heilbrigðiskerfi sem virkar ekki er mun meiri og mun stærri en bara sá sýnilegi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun