Kosningavitinn: Ein leið til að finna sinn flokk Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. október 2016 11:00 Kosningavitinn er gagnvirk vefkönnun þar sem kjósendur geta athugað hversu sammála þeir eru þeim stjórnmálaflokkum sem eru í framboði til Alþingis. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Landssamband æskulýðsfélaga hafa hrint af stað Kosningavitanum. Kosningavitinn er gagnvirk vefkönnun þar sem kjósendur geta athugað hversu sammála þeir eru þeim stjórnmálaflokkum sem eru í framboði til alþingis, bæði um einstök málefni og í hugmyndafræði. Samkvæmt upplýsingum frá Félagsvísindastofnun er kosningavitinn hannaður til að leggja mat á mun á stefnu stjórnmálaflokkanna sem eru í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Við val á spurningum var leitast við að nota spurningar sem mæla raunverulegan mun á íslenskum stjórnmálaflokkum. Svör frambjóðenda flokkanna voru notuð til að staðsetja þeirra flokk og voru þau borin saman við svör sérfræðinga. Þegar búið er að svara spurningunum birtast tvenns konar samanburður á afstöðu kjósanda og stjórnmálaflokka, annars vegar prósentutala og hins vegar staðsetning á kosningavitanum. Prósentutalan er samanburður á milli notenda og stjórnmálaflokka á öllum 30 spurningunum. Myndin þar sem afstaða kjósanda og flokka er staðsett á tveimur ásum sem hvor um sig byggir á 10 spurningum sem ætlað er að endurspegla hugmyndafræðilega afstöðu. Prósentutalan byggir því á sértækari spurningum. Myndinni er ætlað að nýtast notendum til að átta sig á hugmyndafræðilegri stöðu sinni í samanburði við stjórnmálaflokka. Ásarnir tveir byggja á fjórum hugtökum; markaðshyggju og félagshyggju annars vegar og þjóðhyggju og alþjóðahyggju hins vegar. „Afstaða í efnahagsmálum er oft kennd við hugtökin hægri og vinstri. Markaðshyggja er er kennd við hægri stefnu og felur í sér vilja til að hafa skatta lága og áherslu á einkarekstur í atvinnulífinu. Félagshyggja er kennd við vinstri stefnu og felur í sér áherslu á að ríkið reki öflugt velferðarkerfi og aukna aðkomu ríkisins að atvinnulífinu,“ segir í leiðbeiningum Félagsvísindastofnunar um Kosningavitann. Þá er einnig útskýrt hvers vegna notast er við alþjóðahyggju og þjóðhyggju. „Staða Íslands í alþjóðakerfinu er mikilvægur þáttur í vali margra á stjórnmálaflokkum. Í Kosningavitanum er kjósendum og raðað á ásinn þjóðhyggja/alþjóðahyggja. Þjóðhyggja felur meðal annars í sér áherslu á fullveldi og sjálfstæði Íslands og að íslensk menning haldi sérstöðu sinni. Alþjóðahyggja felur í sér mikla þátttöku í alþjóðastofnunum, alþjóðasamvinnu og áherslu á fjölmenningu.“ Kosningavitann og meiri upplýsingar um hann er hægt að nálgast á vefnum www.egkys.is. Kosningar 2016 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Landssamband æskulýðsfélaga hafa hrint af stað Kosningavitanum. Kosningavitinn er gagnvirk vefkönnun þar sem kjósendur geta athugað hversu sammála þeir eru þeim stjórnmálaflokkum sem eru í framboði til alþingis, bæði um einstök málefni og í hugmyndafræði. Samkvæmt upplýsingum frá Félagsvísindastofnun er kosningavitinn hannaður til að leggja mat á mun á stefnu stjórnmálaflokkanna sem eru í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Við val á spurningum var leitast við að nota spurningar sem mæla raunverulegan mun á íslenskum stjórnmálaflokkum. Svör frambjóðenda flokkanna voru notuð til að staðsetja þeirra flokk og voru þau borin saman við svör sérfræðinga. Þegar búið er að svara spurningunum birtast tvenns konar samanburður á afstöðu kjósanda og stjórnmálaflokka, annars vegar prósentutala og hins vegar staðsetning á kosningavitanum. Prósentutalan er samanburður á milli notenda og stjórnmálaflokka á öllum 30 spurningunum. Myndin þar sem afstaða kjósanda og flokka er staðsett á tveimur ásum sem hvor um sig byggir á 10 spurningum sem ætlað er að endurspegla hugmyndafræðilega afstöðu. Prósentutalan byggir því á sértækari spurningum. Myndinni er ætlað að nýtast notendum til að átta sig á hugmyndafræðilegri stöðu sinni í samanburði við stjórnmálaflokka. Ásarnir tveir byggja á fjórum hugtökum; markaðshyggju og félagshyggju annars vegar og þjóðhyggju og alþjóðahyggju hins vegar. „Afstaða í efnahagsmálum er oft kennd við hugtökin hægri og vinstri. Markaðshyggja er er kennd við hægri stefnu og felur í sér vilja til að hafa skatta lága og áherslu á einkarekstur í atvinnulífinu. Félagshyggja er kennd við vinstri stefnu og felur í sér áherslu á að ríkið reki öflugt velferðarkerfi og aukna aðkomu ríkisins að atvinnulífinu,“ segir í leiðbeiningum Félagsvísindastofnunar um Kosningavitann. Þá er einnig útskýrt hvers vegna notast er við alþjóðahyggju og þjóðhyggju. „Staða Íslands í alþjóðakerfinu er mikilvægur þáttur í vali margra á stjórnmálaflokkum. Í Kosningavitanum er kjósendum og raðað á ásinn þjóðhyggja/alþjóðahyggja. Þjóðhyggja felur meðal annars í sér áherslu á fullveldi og sjálfstæði Íslands og að íslensk menning haldi sérstöðu sinni. Alþjóðahyggja felur í sér mikla þátttöku í alþjóðastofnunum, alþjóðasamvinnu og áherslu á fjölmenningu.“ Kosningavitann og meiri upplýsingar um hann er hægt að nálgast á vefnum www.egkys.is.
Kosningar 2016 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira