Heimir: Þessir strákar vilja vera í fyrsta liðinu sem kemst á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. október 2016 13:30 Einhverjar breytingar gætu orðið á byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta gegn Finnum í dagvegna meiðsla. Það væri þó kjánalegt að breyta því sem hefur virkað inni á vellinum segir þjálfarinn, Heimir Hallgrímsson. Ísland mætir Finnlandi í kvöld á Laugardalsvellinum í öðrum leik liðanna í undankeppni HM 2018. Íslenska landsliðið hefur verið svakalega heppið með meiðsli og leikbönn undanfarin tvö ár en nú er Kolbeinn Sigþórsson frá vegna meiðsla og standið á hópnum ekki 100 prósent. „Til að vera heiðarlegir þá eru nokkrir leikmenn tæpir. Það er kannski óþarfi að vera að telja þá upp en það eru nokkur spurningamerki. Þetta eru tveir leikir á skömmum tíma og við verðum að vera klókir hvernig við spilum úr þessu,“ sagði Heimir við Vísi í gær. Frá því Ísland lauk leik í undankeppni EM haustið 2015 og þar til lokahópurinn var valinn fyrir Frakkland í maí síðastliðinn prófuðu Heimir og Lars 50 leikmenn til að reyna að auka breiddina í hópnum. Og nú gæti reynt á hana í næstu leikjum. „Það er þess vegna að við viljum ekki að umræðan snúist um þá sem eru meiddir heldur þá sem munu spila í staðinn ef þeir koma inn. Við fundum það og sáum bæði fyrir EM og í Frakklandi að það eru fullt af mönnum sem eru tilbúnir og æstir í að spila. Ég veit að þeir munu spila vel þegar kallið kemur,“ sagði Heimir. Heimir viðurkennir að leikmennirnir áttu erfitt með að keyra sig í gang fyrir fyrsta leikinn í riðlinum gegn Úkraínu eftir ævintýrið í Frakklandi. Nú sér hann aftur á móti að kviknað er á strákunum okkar og þeir þrá ekkert heitar en komast á HM í rússlandi. „Það hefur verið gaman að sjá stígandan á æfingunum núna. Það er klárlega miklu meiri ferskleiki núna í þessu verkefni heldur en fyrir Úkraínuleikinn. Þá voru menn að byrja sitt tímabil og margir leikmenn ekki komnir á fullt,“ sagði Heimir. „Allir þessir strákar vilja stimpla sig inn og komast inn í lokakeppni HM. Við vitum að það verður erfitt. Það er ekki nóg að segja það. Þessir strákar vilja vera fyrsta liðið sem kemst í lokakeppni HM,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Finnar fengu sinn Lars frá Lars Hans Backe, landsliðsþjálfari Finnlands, tók við starfinu eftir að Lars Lagerbäck sagði honum að gera það. Backe og Lars eru góðir vinir með svipaðar pælingar tengdar fótbolta. 6. október 2016 06:00 Heimir: Vanvirðing að tala um skyldusigur Strákarnir okkar setja stefnuna á sex stig í næstu tveimur leikjum en vita að þetta verður erfitt. 5. október 2016 14:01 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17 Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38 Þjálfari Finna: Ísland mun aldrei breyta leikstíl sínum sama hver mótherjinn er Hans Backe segir aga íslenska liðsins ástæðuna fyrir velgengni undanfarinna missera. 6. október 2016 11:45 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Einhverjar breytingar gætu orðið á byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta gegn Finnum í dagvegna meiðsla. Það væri þó kjánalegt að breyta því sem hefur virkað inni á vellinum segir þjálfarinn, Heimir Hallgrímsson. Ísland mætir Finnlandi í kvöld á Laugardalsvellinum í öðrum leik liðanna í undankeppni HM 2018. Íslenska landsliðið hefur verið svakalega heppið með meiðsli og leikbönn undanfarin tvö ár en nú er Kolbeinn Sigþórsson frá vegna meiðsla og standið á hópnum ekki 100 prósent. „Til að vera heiðarlegir þá eru nokkrir leikmenn tæpir. Það er kannski óþarfi að vera að telja þá upp en það eru nokkur spurningamerki. Þetta eru tveir leikir á skömmum tíma og við verðum að vera klókir hvernig við spilum úr þessu,“ sagði Heimir við Vísi í gær. Frá því Ísland lauk leik í undankeppni EM haustið 2015 og þar til lokahópurinn var valinn fyrir Frakkland í maí síðastliðinn prófuðu Heimir og Lars 50 leikmenn til að reyna að auka breiddina í hópnum. Og nú gæti reynt á hana í næstu leikjum. „Það er þess vegna að við viljum ekki að umræðan snúist um þá sem eru meiddir heldur þá sem munu spila í staðinn ef þeir koma inn. Við fundum það og sáum bæði fyrir EM og í Frakklandi að það eru fullt af mönnum sem eru tilbúnir og æstir í að spila. Ég veit að þeir munu spila vel þegar kallið kemur,“ sagði Heimir. Heimir viðurkennir að leikmennirnir áttu erfitt með að keyra sig í gang fyrir fyrsta leikinn í riðlinum gegn Úkraínu eftir ævintýrið í Frakklandi. Nú sér hann aftur á móti að kviknað er á strákunum okkar og þeir þrá ekkert heitar en komast á HM í rússlandi. „Það hefur verið gaman að sjá stígandan á æfingunum núna. Það er klárlega miklu meiri ferskleiki núna í þessu verkefni heldur en fyrir Úkraínuleikinn. Þá voru menn að byrja sitt tímabil og margir leikmenn ekki komnir á fullt,“ sagði Heimir. „Allir þessir strákar vilja stimpla sig inn og komast inn í lokakeppni HM. Við vitum að það verður erfitt. Það er ekki nóg að segja það. Þessir strákar vilja vera fyrsta liðið sem kemst í lokakeppni HM,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Finnar fengu sinn Lars frá Lars Hans Backe, landsliðsþjálfari Finnlands, tók við starfinu eftir að Lars Lagerbäck sagði honum að gera það. Backe og Lars eru góðir vinir með svipaðar pælingar tengdar fótbolta. 6. október 2016 06:00 Heimir: Vanvirðing að tala um skyldusigur Strákarnir okkar setja stefnuna á sex stig í næstu tveimur leikjum en vita að þetta verður erfitt. 5. október 2016 14:01 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17 Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38 Þjálfari Finna: Ísland mun aldrei breyta leikstíl sínum sama hver mótherjinn er Hans Backe segir aga íslenska liðsins ástæðuna fyrir velgengni undanfarinna missera. 6. október 2016 11:45 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Finnar fengu sinn Lars frá Lars Hans Backe, landsliðsþjálfari Finnlands, tók við starfinu eftir að Lars Lagerbäck sagði honum að gera það. Backe og Lars eru góðir vinir með svipaðar pælingar tengdar fótbolta. 6. október 2016 06:00
Heimir: Vanvirðing að tala um skyldusigur Strákarnir okkar setja stefnuna á sex stig í næstu tveimur leikjum en vita að þetta verður erfitt. 5. október 2016 14:01
Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00
Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17
Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38
Þjálfari Finna: Ísland mun aldrei breyta leikstíl sínum sama hver mótherjinn er Hans Backe segir aga íslenska liðsins ástæðuna fyrir velgengni undanfarinna missera. 6. október 2016 11:45