Skýrsla Kidda: Grindavík vinnur grannaslaginn á lokasekúndum Kristinn Geir Friðriksson skrifar 6. október 2016 23:06 Grindvíkingar fara vel af stað. vísir/ernir Að tala um haustbrag á leik liða að hausti er vissulega oftuggin klisja en þegar Grindavík tók á móti grönnum sínum frá Þorlákshöfn í kvöld fór ekkert á milli mála hvaða árstíð var í bæ; bæði liðin áttu hraustlega og kraftmikla spretti þar sem ákafi og kapp var mikið og forsjáin í baksætinu. Leikurinn var sérlega kaflaskiptur og áttu Grindvíkingar sína bestu kafla í upphafi leiks og svo aftur undir lok hans, þegar mest á reið. Leikurinn var mjög spennandi; harka, barátta og ósérhlífni einkenndu leikinn á kostnað gæða. Bæði lið gerðu sig sek um klaufaleg mistök en það verður að skrifa þau verstu á gestina í Þór, sem hreinlega köstuðu frá sér sigrinum á síðustu mínútum leiksins. Grindvíkingar, sem höfðu verið töluvert lakara liðið lunga leiks, nýttu sér vel sinnu- og gáleysi gestanna og náðu að innbyrða sigurinn á lokasekúndum leiksins þegar Lewis Clinch setti niður skot utan teigs af mikilli yfirvegun þegar fjórar sekúndur voru eftir og lokatölur, 73-71.Sérlega kaflaskiptur leikur Grindvíkingar hófu leikinn af miklum krafti; flæðið í sókninni var gott með þá Clinch og Ólaf Ólafsson sjóðheita. Þórsarar voru nokkurn tíma að átta sig á aðstæðum og það var ekki fyrr en í öðrum hluta að liðið náði einhverjum takti. Varnarleikurinn snarbatnaði og við það náði liðið völdum á vellinum; Grindavík skoraði aðeins ellefu stig í öðrum hluta. Ragnar Örn Bragason var góður í sókninni, ásamt Tobin Carberry og liðið fór að spila mun betri liðsbolta en í fyrsta hlutanum. Grindvíkingar voru hinsvegar aldrei langt undan en alveg ljóst að liðsheild gestanna var mun þéttari á þessum kafla. Þessir smávægilegu yfirburðir Þórs héldust í þriðja hluta og jukust lítillega, jafnt og þétt, eða alveg þangað til fimm mínútur lifðu af leiknum. Röð mistaka, þar á meðal fimm tapaðir boltar, hjá Þór urðu svo til þess að gestirnir misstu fimmtán stiga forskot niður og Grindvíkingar gengu á lagið og náðu frábærum endaspretti með Clinch í fararbroddi á sóknarendanum, en kappinn skoraði tólf stig í fjórða hluta og mörg á krítískum augnablikum. Þórsarar fengu ekki bara ákveðna útreið frá heimamönnum heldur frá sjálfum sér líka og alveg klárt í mínum huga að liðsmenn geta aðeins sjálfum sér um kennt um hvernig fór.Þórsarar skora ekki í 6:13 mínútur! Til að setja lokatölurnar, 73-71, í samhengi er rétt að minnast á að þegar 6:13 mínútur voru eftir skorar Carberry þrist og breytir stöðunni í 56-71! Í þessar rúmu sex mínútur reyna Þórsarar aðeins átta skot, sem auðvitað öll klikka, og mörg þeirra úr auðveldum færum. Á þessum mínútum tókst gestunum einnig að tapa boltanum fimm sinnum og oft á mjög klaufalegan hátt. Það liggur ljóst fyrir að lykilmenn liðsins klikkuðu á ögurstundu. Ef leikmenn Þórs vissu ekki um hverfulleika körfuboltans fyrir þennan leik þá er klárt mál að þeir vita núna að ekkert er öruggt í þessari íþrótt; liðið hætti að spila saman á lokamínútum leiksins og hreinlega leyfði Grindavík að pressa og stressa sig með þeim afleiðingum að ekkert stig kom á töfluna síðustu sex mínúturnar.Clinch klárar leikinn! Þrátt fyrir fína nýtingu gestanna í leiknum, fleiri framlagspunkta og yfirburði lunga leiks höfðu þeir ekki Clinch í sínum röðum. Þessi staðreynd reið baggamun í kvöld; á mikilvægustu augnablikum leiksins skoraði hann risastórar körfur og gaf sínum mönnum þá von sem þurfti í þeirra hjarta til þess að berjast eins og skepnur í vörninni og halda einbeitingunni til að klára leikinn. Clinch skoraði 37 stig, með frábærri nýtingu, og skilaði einnig 26 framlagspunktum. Ólafur var hans hægri hönd og skilaði 15 stigum og 15 framlagspunktum. Þorsteinn Finnbogason var traustur og Ómar Sævarsson einnig en hrósið fær liðsheildin fyrir óbilandi samheldni og baráttu á síðustu mínútum leiksins; þarna kannast maður við Grindavíkurliðið, sem virðist mun léttara á sálinni en síðasta tímabil.Þór grætur Grétar Grindvíkingar geta vel við unað; liðið er grunnt á bekknum og leikmenn eins og Hilmir Kristjánsson og Ingvi Þór Guðmundsson er frá í marga mánuði og þó þetta séu ekki bestu menn liðsins þá munar liði eins og Grindavík um slíkt. Þórsarar söknuðu Grétars Erlendssonar tilfinnanlega í kvöld en bæði lið voru nánast án eiginlegra stórra manna inní teig. Leikurinn endurspeglaði þetta og spilaðist eins og eðlilegur „séríslenskur bakvarðaleikur“; hvert einasta frákast var 50/50 og hvorugt liðið einbeitti sér að því að koma boltanum inní teig á þá sem þar unnu með bakið í körfuna. Þórsarar léku sjálfa sig grátt í leiknum og hefðu vissulega átt að landa þægilegum sigri en einbeitingarleysi og kannski dass af falskri öryggistilfinningu kostaði liðið sigurinn og þar geta leikmenn dregið lærdóminn. Besti maður Þór var Carberry; Magic Baginski og Ragnar Örn áttu einnig fínan leik. Það var liðsheildin sem klikkaði á ögurstundu, þá sérstaklega í sóknarleiknum. Leikmenn Þórs þurftu ekki að gera mikið síðustu mínútur leiksins; ein karfa á vel völdu augnabliki hefði klárað leikinn og dregið dampinn úr heimamönnum en Þórsurum tókst þetta ekki og það kostaði þá sigurinn. Það besta fyrir Þór er að þetta er aðeins fyrsti leikur og því vissulega rúm til betrunar. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þorl. 73-71 | Lewis með sigurkörfuna í blálokin Grindvíkingar unnu tveggja stiga sigur á Þorlákshafnar Þórsurum, 73-71, í fyrstu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta eftir æsispennandi viðureign í Röstinni í Grindavík í kvöld. 6. október 2016 20:45 Svona snýr maður aftur | Sjáið sigurkörfu Lewis í kvöld Maður sem ber nafnið Clinch ætti að vera fæddur til þess að gera út um leiki og það gerði Grindvíkingurinn Lewis Clinch Jr. líka í Grindavík í kvöld. 6. október 2016 20:22 Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Að tala um haustbrag á leik liða að hausti er vissulega oftuggin klisja en þegar Grindavík tók á móti grönnum sínum frá Þorlákshöfn í kvöld fór ekkert á milli mála hvaða árstíð var í bæ; bæði liðin áttu hraustlega og kraftmikla spretti þar sem ákafi og kapp var mikið og forsjáin í baksætinu. Leikurinn var sérlega kaflaskiptur og áttu Grindvíkingar sína bestu kafla í upphafi leiks og svo aftur undir lok hans, þegar mest á reið. Leikurinn var mjög spennandi; harka, barátta og ósérhlífni einkenndu leikinn á kostnað gæða. Bæði lið gerðu sig sek um klaufaleg mistök en það verður að skrifa þau verstu á gestina í Þór, sem hreinlega köstuðu frá sér sigrinum á síðustu mínútum leiksins. Grindvíkingar, sem höfðu verið töluvert lakara liðið lunga leiks, nýttu sér vel sinnu- og gáleysi gestanna og náðu að innbyrða sigurinn á lokasekúndum leiksins þegar Lewis Clinch setti niður skot utan teigs af mikilli yfirvegun þegar fjórar sekúndur voru eftir og lokatölur, 73-71.Sérlega kaflaskiptur leikur Grindvíkingar hófu leikinn af miklum krafti; flæðið í sókninni var gott með þá Clinch og Ólaf Ólafsson sjóðheita. Þórsarar voru nokkurn tíma að átta sig á aðstæðum og það var ekki fyrr en í öðrum hluta að liðið náði einhverjum takti. Varnarleikurinn snarbatnaði og við það náði liðið völdum á vellinum; Grindavík skoraði aðeins ellefu stig í öðrum hluta. Ragnar Örn Bragason var góður í sókninni, ásamt Tobin Carberry og liðið fór að spila mun betri liðsbolta en í fyrsta hlutanum. Grindvíkingar voru hinsvegar aldrei langt undan en alveg ljóst að liðsheild gestanna var mun þéttari á þessum kafla. Þessir smávægilegu yfirburðir Þórs héldust í þriðja hluta og jukust lítillega, jafnt og þétt, eða alveg þangað til fimm mínútur lifðu af leiknum. Röð mistaka, þar á meðal fimm tapaðir boltar, hjá Þór urðu svo til þess að gestirnir misstu fimmtán stiga forskot niður og Grindvíkingar gengu á lagið og náðu frábærum endaspretti með Clinch í fararbroddi á sóknarendanum, en kappinn skoraði tólf stig í fjórða hluta og mörg á krítískum augnablikum. Þórsarar fengu ekki bara ákveðna útreið frá heimamönnum heldur frá sjálfum sér líka og alveg klárt í mínum huga að liðsmenn geta aðeins sjálfum sér um kennt um hvernig fór.Þórsarar skora ekki í 6:13 mínútur! Til að setja lokatölurnar, 73-71, í samhengi er rétt að minnast á að þegar 6:13 mínútur voru eftir skorar Carberry þrist og breytir stöðunni í 56-71! Í þessar rúmu sex mínútur reyna Þórsarar aðeins átta skot, sem auðvitað öll klikka, og mörg þeirra úr auðveldum færum. Á þessum mínútum tókst gestunum einnig að tapa boltanum fimm sinnum og oft á mjög klaufalegan hátt. Það liggur ljóst fyrir að lykilmenn liðsins klikkuðu á ögurstundu. Ef leikmenn Þórs vissu ekki um hverfulleika körfuboltans fyrir þennan leik þá er klárt mál að þeir vita núna að ekkert er öruggt í þessari íþrótt; liðið hætti að spila saman á lokamínútum leiksins og hreinlega leyfði Grindavík að pressa og stressa sig með þeim afleiðingum að ekkert stig kom á töfluna síðustu sex mínúturnar.Clinch klárar leikinn! Þrátt fyrir fína nýtingu gestanna í leiknum, fleiri framlagspunkta og yfirburði lunga leiks höfðu þeir ekki Clinch í sínum röðum. Þessi staðreynd reið baggamun í kvöld; á mikilvægustu augnablikum leiksins skoraði hann risastórar körfur og gaf sínum mönnum þá von sem þurfti í þeirra hjarta til þess að berjast eins og skepnur í vörninni og halda einbeitingunni til að klára leikinn. Clinch skoraði 37 stig, með frábærri nýtingu, og skilaði einnig 26 framlagspunktum. Ólafur var hans hægri hönd og skilaði 15 stigum og 15 framlagspunktum. Þorsteinn Finnbogason var traustur og Ómar Sævarsson einnig en hrósið fær liðsheildin fyrir óbilandi samheldni og baráttu á síðustu mínútum leiksins; þarna kannast maður við Grindavíkurliðið, sem virðist mun léttara á sálinni en síðasta tímabil.Þór grætur Grétar Grindvíkingar geta vel við unað; liðið er grunnt á bekknum og leikmenn eins og Hilmir Kristjánsson og Ingvi Þór Guðmundsson er frá í marga mánuði og þó þetta séu ekki bestu menn liðsins þá munar liði eins og Grindavík um slíkt. Þórsarar söknuðu Grétars Erlendssonar tilfinnanlega í kvöld en bæði lið voru nánast án eiginlegra stórra manna inní teig. Leikurinn endurspeglaði þetta og spilaðist eins og eðlilegur „séríslenskur bakvarðaleikur“; hvert einasta frákast var 50/50 og hvorugt liðið einbeitti sér að því að koma boltanum inní teig á þá sem þar unnu með bakið í körfuna. Þórsarar léku sjálfa sig grátt í leiknum og hefðu vissulega átt að landa þægilegum sigri en einbeitingarleysi og kannski dass af falskri öryggistilfinningu kostaði liðið sigurinn og þar geta leikmenn dregið lærdóminn. Besti maður Þór var Carberry; Magic Baginski og Ragnar Örn áttu einnig fínan leik. Það var liðsheildin sem klikkaði á ögurstundu, þá sérstaklega í sóknarleiknum. Leikmenn Þórs þurftu ekki að gera mikið síðustu mínútur leiksins; ein karfa á vel völdu augnabliki hefði klárað leikinn og dregið dampinn úr heimamönnum en Þórsurum tókst þetta ekki og það kostaði þá sigurinn. Það besta fyrir Þór er að þetta er aðeins fyrsti leikur og því vissulega rúm til betrunar.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þorl. 73-71 | Lewis með sigurkörfuna í blálokin Grindvíkingar unnu tveggja stiga sigur á Þorlákshafnar Þórsurum, 73-71, í fyrstu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta eftir æsispennandi viðureign í Röstinni í Grindavík í kvöld. 6. október 2016 20:45 Svona snýr maður aftur | Sjáið sigurkörfu Lewis í kvöld Maður sem ber nafnið Clinch ætti að vera fæddur til þess að gera út um leiki og það gerði Grindvíkingurinn Lewis Clinch Jr. líka í Grindavík í kvöld. 6. október 2016 20:22 Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þorl. 73-71 | Lewis með sigurkörfuna í blálokin Grindvíkingar unnu tveggja stiga sigur á Þorlákshafnar Þórsurum, 73-71, í fyrstu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta eftir æsispennandi viðureign í Röstinni í Grindavík í kvöld. 6. október 2016 20:45
Svona snýr maður aftur | Sjáið sigurkörfu Lewis í kvöld Maður sem ber nafnið Clinch ætti að vera fæddur til þess að gera út um leiki og það gerði Grindvíkingurinn Lewis Clinch Jr. líka í Grindavík í kvöld. 6. október 2016 20:22
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn