Hörður Axel spilar með Keflavík í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. október 2016 13:28 Hörður Axel í landsleik. vísir/valli Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson er búinn að skrifa undir samning við Keflavík og spilar með liðinu gegn Njarðvík í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Þetta hefur tekið sinn tíma en það er búið að ganga frá öllum pappírum og hann er orðinn löglegur. Hörður Axel spilar með okkur í kvöld,“ sagði glaðhlakkalegur formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, Ingvi Þór Hákonarson. „Þetta var eiginlega orðið klárt í gær en pappírarnir komu frá Grikklandi í dag. Hann má því spila.“ Hörður Axel samdi við Keflavík í upphafi sumars en fór svo til Grikklands. Þar gengu hlutirnir ekki upp og hann er því kominn aftur heim. Ingvi Þór segir að Hörður Axel sé með ákvæði um að komast aftur út berist afar freistandi tilboð. Sá gluggi verður þó ekki opinn í allan vetur. „Við viljum ekki halda honum frá því að fara út ef eitthvað svaðalegt kemur upp en ég hef fulla trú á því að hann verði með okkur í allan vetur,“ segir Ingvi. Hörður Axel hefur undanfarin fimm ár leikið sem atvinnumaður í Evrópu, fyrst í Þýskalandi en svo á Spáni, í Grikklandi og Tékklandi. Hörður Axel var búinn að semja við Rethymno Cretan Kings B.C. í Grikklandi en allt breyttust eftir að gríska liðið skipti um þjálfara. Hörður Axel lék á sínum tíma í þrjú tímabil með Keflavík frá 2008 til 2011 en hann er uppalinn í Fjölni og lék með Njarðvík í eitt tímabil áður en hann skipti yfir til nágrannanna. Hörður Axel var með 16,5 stig og 7,3 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili sínu með Keflavíkurliðinu 2010-11. Keflavík endaði þá í þriðja sæti í deildarkeppninni og datt út í oddaleik á móti verðandi Íslandsmeisturum KR. Keflavík hafði farið í lokaúrslitin árið áður. Hörður Axel hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og hefur skorað 335 stig í 57 landsleikjum. Hann var stoðsendingahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í undankeppni EM þar sem Ísland tryggði sig inn á annað Eurobasket í röð. Hörður Axel var með 6,5 stig, 5,0 stoðsendingar og 4,0 fráköst í leik í Evrópuleikjunum í haust. Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson er búinn að skrifa undir samning við Keflavík og spilar með liðinu gegn Njarðvík í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Þetta hefur tekið sinn tíma en það er búið að ganga frá öllum pappírum og hann er orðinn löglegur. Hörður Axel spilar með okkur í kvöld,“ sagði glaðhlakkalegur formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, Ingvi Þór Hákonarson. „Þetta var eiginlega orðið klárt í gær en pappírarnir komu frá Grikklandi í dag. Hann má því spila.“ Hörður Axel samdi við Keflavík í upphafi sumars en fór svo til Grikklands. Þar gengu hlutirnir ekki upp og hann er því kominn aftur heim. Ingvi Þór segir að Hörður Axel sé með ákvæði um að komast aftur út berist afar freistandi tilboð. Sá gluggi verður þó ekki opinn í allan vetur. „Við viljum ekki halda honum frá því að fara út ef eitthvað svaðalegt kemur upp en ég hef fulla trú á því að hann verði með okkur í allan vetur,“ segir Ingvi. Hörður Axel hefur undanfarin fimm ár leikið sem atvinnumaður í Evrópu, fyrst í Þýskalandi en svo á Spáni, í Grikklandi og Tékklandi. Hörður Axel var búinn að semja við Rethymno Cretan Kings B.C. í Grikklandi en allt breyttust eftir að gríska liðið skipti um þjálfara. Hörður Axel lék á sínum tíma í þrjú tímabil með Keflavík frá 2008 til 2011 en hann er uppalinn í Fjölni og lék með Njarðvík í eitt tímabil áður en hann skipti yfir til nágrannanna. Hörður Axel var með 16,5 stig og 7,3 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili sínu með Keflavíkurliðinu 2010-11. Keflavík endaði þá í þriðja sæti í deildarkeppninni og datt út í oddaleik á móti verðandi Íslandsmeisturum KR. Keflavík hafði farið í lokaúrslitin árið áður. Hörður Axel hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og hefur skorað 335 stig í 57 landsleikjum. Hann var stoðsendingahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í undankeppni EM þar sem Ísland tryggði sig inn á annað Eurobasket í röð. Hörður Axel var með 6,5 stig, 5,0 stoðsendingar og 4,0 fráköst í leik í Evrópuleikjunum í haust.
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira