Heimir við Tólfuna: „Fokking var þetta ekki bæting?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2016 22:17 Heimir var hæstánægður eftir frábæra frammistöðu liðsins í kvöld. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson ræddi við hörðustu stuðningsmenn íslenska landsliðsins eftir 2-0 sigurinn á Tyrkjum í kvöld. Óhætt er að segja að Tólfan hafi verið sátt við sinn mann úr Eyjum. „Þegar ég ræddi við ykkur á Ölveri þá sagði ég að við ætluðum að halda áfram að bæta okkur. Og fokking var þetta ekki bæting?“ sagði Heimir og uppskar klöpp og öskur frá stuðningsmönnunum nokkrum mínútum eftir leik.Ræðu Heimis má sjá í myndbandi neðst í fréttinni. Heimir fer á Ölver í Glæsibæ um tveimur klukkustundum fyrir hvern heimaleik Íslands, ræðir við stuðningsmennina sem fá að heyra byrjunarliðið á undan öðrum. Ríkir skilningur á því að liðinu er ekki lekið út fyrir fundinn er mikil ánægja meðal stuðningsmannanna sem Heimir hefur sýnt þeim undanfarin misseri. „Þið eruð enn og aftur að bæta ykkur. Þið eruð stórkostlegir,“ sagði Heimir eftir leikinn í kvöld. Heimir bætti við á blaðamannafundi eftir leikinn að hann væri í skýjunum með stuðningsmennina. „Það eru fáir jafn einhuga sínu landsliði eins og þetta fólk og styður okkur allan tímann,“ sagði Heimir. Það hefði verið sérstaklega mikilvægt gegn Finnum þar sem hlutirnir gengu ekki upp lengi vel. „Það er ómetanlegt að hafa þennan hóp og alla þá sem voru á Laugardalsvelli í dag.“Víkingur Heiðar Arnósson tók myndbandið að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lars sendi Heimi sms strax eftir leik "Hann var búinn að senda mér sms þegar ég kveikti á símanum áðan,“ sagði Heimir brosandi. 9. október 2016 21:45 Umfjöllun og myndir: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Ísland vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. 9. október 2016 20:30 Sjáðu mörkin úr frábærum sigri Íslands | Myndband Ísland er komið í góða stöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 21:14 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Sjá meira
Heimir Hallgrímsson ræddi við hörðustu stuðningsmenn íslenska landsliðsins eftir 2-0 sigurinn á Tyrkjum í kvöld. Óhætt er að segja að Tólfan hafi verið sátt við sinn mann úr Eyjum. „Þegar ég ræddi við ykkur á Ölveri þá sagði ég að við ætluðum að halda áfram að bæta okkur. Og fokking var þetta ekki bæting?“ sagði Heimir og uppskar klöpp og öskur frá stuðningsmönnunum nokkrum mínútum eftir leik.Ræðu Heimis má sjá í myndbandi neðst í fréttinni. Heimir fer á Ölver í Glæsibæ um tveimur klukkustundum fyrir hvern heimaleik Íslands, ræðir við stuðningsmennina sem fá að heyra byrjunarliðið á undan öðrum. Ríkir skilningur á því að liðinu er ekki lekið út fyrir fundinn er mikil ánægja meðal stuðningsmannanna sem Heimir hefur sýnt þeim undanfarin misseri. „Þið eruð enn og aftur að bæta ykkur. Þið eruð stórkostlegir,“ sagði Heimir eftir leikinn í kvöld. Heimir bætti við á blaðamannafundi eftir leikinn að hann væri í skýjunum með stuðningsmennina. „Það eru fáir jafn einhuga sínu landsliði eins og þetta fólk og styður okkur allan tímann,“ sagði Heimir. Það hefði verið sérstaklega mikilvægt gegn Finnum þar sem hlutirnir gengu ekki upp lengi vel. „Það er ómetanlegt að hafa þennan hóp og alla þá sem voru á Laugardalsvelli í dag.“Víkingur Heiðar Arnósson tók myndbandið að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lars sendi Heimi sms strax eftir leik "Hann var búinn að senda mér sms þegar ég kveikti á símanum áðan,“ sagði Heimir brosandi. 9. október 2016 21:45 Umfjöllun og myndir: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Ísland vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. 9. október 2016 20:30 Sjáðu mörkin úr frábærum sigri Íslands | Myndband Ísland er komið í góða stöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 21:14 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Sjá meira
Lars sendi Heimi sms strax eftir leik "Hann var búinn að senda mér sms þegar ég kveikti á símanum áðan,“ sagði Heimir brosandi. 9. október 2016 21:45
Umfjöllun og myndir: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Ísland vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. 9. október 2016 20:30
Sjáðu mörkin úr frábærum sigri Íslands | Myndband Ísland er komið í góða stöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 21:14