Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2016 06:00 Strákarnir fagna fyrra markinu gegn Tyrkjum. vísir/andri marinó Ísland er enn taplaust og ásamt Króatíu á toppi síns riðils í undankeppni HM 2018. Þó svo að enn sé langur vegur fram undan að lokakeppninni bar leikur liðsins í 2-0 sigri á Tyrklandi í gær með sér að strákarnir eru síst búnir að fá nóg eftir ævintýri sumarsins í Frakklandi og ætla sér beinustu leið til Rússlands. Aðaláhyggjuefni margra fyrir leikinn í gær var fjarvera fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, sem var í banni, og tilheyrandi tilfærslur innan liðsins. En þær áhyggjur reyndust ástæðulausar – Birkir Bjarnason leysti miðjuhlutverkið með miklum sóma og Theódór Elmar Bjarnason kom inn á kantinn af miklum krafti. Raunar áttu allir leikmenn Íslands góðan dag.Færin á færibandi Íslenska liðið spilaði af miklum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Einbeitingarleysið sem mátti sjá á liðinu í leiknum gegn Finnlandi á fimmtudag var hvergi að sjá í þetta skiptið. Tyrkir fengu lítinn sem engan tíma á boltann, náðu ekki að skapa sér færi á löngum köflum á meðan íslenska liðið var yfirvegunin uppmáluð og náði margsinnis að byggja upp fallegar sóknir. Færin komu hvert á eftir öðru og með réttu hefði Ísland átt að vera komið 2-0 yfir eftir stundarfjórðung. Kári Árnason og Alfreð Finnbogason nýttu ekki góð færi en það var það eina sem vantaði upp á magnaða frammistöðu framan af leik. Ísland var einfaldlega með yfirhöndina, hvert sem var litið á vellinum.Elja og dugnaður upp á tíu Þó svo að fyrra mark Íslands hafi verið sjálfsmark var uppspil íslenska liðsins, með þá Gylfa Þór og Jóhann Berg í fararbroddi, stórglæsilegt og verðskuldaði mark. Stuttu síðar kom Alfreð Íslandi í 2-0 forystu eftir ótrúlega stoðsendingu Kára Árnasonar, sem skallaði boltann af eigin vallarhelmingi inn fyrir varnarlínu Tyrkja. Síðari hálfleikur var ekki jafn opinn, þó svo að Alfreð hafi klúðrað dauðafæri snemma í honum, en Tyrkir komust aldrei nálægt því að ógna forystu Íslands. Eljan og dugnaðurinn hjá strákunum okkar var upp á tíu og þeir sáu til þess að Ísland hélt í fyrsta sinn marki sínu hreinu í mótsleik síðan að Íslendingar tryggðu sér sætið á EM með markalausu jafntefli við Kasakstan.Ísland óttast engan Næsti leikur Íslands í riðlinum verður sennilega sá erfiðasti, gegn Króatíu ytra. En strákarnir sendu sterk skilaboð með frammistöðunni í gær og með réttu ættu þeir ekki að óttast neitt lið. Slík eru gæðin í íslenska liðinu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Ísland er enn taplaust og ásamt Króatíu á toppi síns riðils í undankeppni HM 2018. Þó svo að enn sé langur vegur fram undan að lokakeppninni bar leikur liðsins í 2-0 sigri á Tyrklandi í gær með sér að strákarnir eru síst búnir að fá nóg eftir ævintýri sumarsins í Frakklandi og ætla sér beinustu leið til Rússlands. Aðaláhyggjuefni margra fyrir leikinn í gær var fjarvera fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, sem var í banni, og tilheyrandi tilfærslur innan liðsins. En þær áhyggjur reyndust ástæðulausar – Birkir Bjarnason leysti miðjuhlutverkið með miklum sóma og Theódór Elmar Bjarnason kom inn á kantinn af miklum krafti. Raunar áttu allir leikmenn Íslands góðan dag.Færin á færibandi Íslenska liðið spilaði af miklum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Einbeitingarleysið sem mátti sjá á liðinu í leiknum gegn Finnlandi á fimmtudag var hvergi að sjá í þetta skiptið. Tyrkir fengu lítinn sem engan tíma á boltann, náðu ekki að skapa sér færi á löngum köflum á meðan íslenska liðið var yfirvegunin uppmáluð og náði margsinnis að byggja upp fallegar sóknir. Færin komu hvert á eftir öðru og með réttu hefði Ísland átt að vera komið 2-0 yfir eftir stundarfjórðung. Kári Árnason og Alfreð Finnbogason nýttu ekki góð færi en það var það eina sem vantaði upp á magnaða frammistöðu framan af leik. Ísland var einfaldlega með yfirhöndina, hvert sem var litið á vellinum.Elja og dugnaður upp á tíu Þó svo að fyrra mark Íslands hafi verið sjálfsmark var uppspil íslenska liðsins, með þá Gylfa Þór og Jóhann Berg í fararbroddi, stórglæsilegt og verðskuldaði mark. Stuttu síðar kom Alfreð Íslandi í 2-0 forystu eftir ótrúlega stoðsendingu Kára Árnasonar, sem skallaði boltann af eigin vallarhelmingi inn fyrir varnarlínu Tyrkja. Síðari hálfleikur var ekki jafn opinn, þó svo að Alfreð hafi klúðrað dauðafæri snemma í honum, en Tyrkir komust aldrei nálægt því að ógna forystu Íslands. Eljan og dugnaðurinn hjá strákunum okkar var upp á tíu og þeir sáu til þess að Ísland hélt í fyrsta sinn marki sínu hreinu í mótsleik síðan að Íslendingar tryggðu sér sætið á EM með markalausu jafntefli við Kasakstan.Ísland óttast engan Næsti leikur Íslands í riðlinum verður sennilega sá erfiðasti, gegn Króatíu ytra. En strákarnir sendu sterk skilaboð með frammistöðunni í gær og með réttu ættu þeir ekki að óttast neitt lið. Slík eru gæðin í íslenska liðinu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn