Um plebbaskap og fleira Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 21. september 2016 07:00 Það er löng hefð fyrir því að við opnun nýrra sýninga í listasöfnum landsins taki fjölmiðlar viðtöl við listamenn eða sýningarstjóra og kynna sýningarnar, og eru slík viðtöl oft fræðandi og til þess fallin að hvetja lesendur til að sjá viðkomandi sýningu. Í slíku viðtali við sýningarstjóra Listasafns Íslands sem birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 17. september sl. bregður hins vegar svo við, að kynning á sýningunni sem er tilefni viðtalsins verður að aukaatriði. Þess í stað leggur sýningarstjórinn í orðum sínum mesta áherslu á meint „grjóthart skeytingarleysi“ stjórnvalda um menningarmál og lýsir því yfir að hún upplifi meintan skort á stuðningi stjórnvalda við menningarlífið og menningarstofnanir sem „stríð um menninguna“. Sá blaðamaður sem tók viðtalið bætti um betur í forystugrein Fréttablaðsins mánudaginn 19. september, þar sem hann lýsti meintum ávirðingum stjórnvalda í garð menningarinnar sem „plebbaskap“ og „meðvituðu skeytingarleysi“. Þetta eru stór orð og ljótt, ef satt væri. Af nýlegum könnunum er ljóst að það er mikill vilji í þjóðfélaginu til að auka opinber framlög til heilbrigðismála, menntamála, málefna aldraðra og öryrkja, samgöngumála, o.s.frv. Þörfin fyrir aukin framlög til að þjóna samfélaginu sem best er mikil. Þó menningarmál komist ekki á blað í slíkum könnunum er ljóst að þar þarf að bæta úr ekki síður en í öðrum málaflokkum. En hafa menningarmálin virkilega borið svo skarðan hlut frá borði síðustu ár? Hafa þau borið niðurskurð í ríkisfjármálum árin 2008 og 2009 með meiri þunga en aðrir málaflokkar, og hefur landið risið hægar á ný á því sviði en öðrum? Ef upplýsingar í fjárlögum og ársreikningum ríkisaðila eru skoðaðar kemur í ljós að verðlagsforsendur fjárlaga hafa hækkað um 25% frá árinu 2010 til ársins 2016. Á sama tíma hafa ríkisframlög á nokkrum sviðum menningarmála breyst með eftirfarandi hætti samkvæmt fjárlögum: Framlög til Þjóðleikhússins hafa hækkað úr 707,8 m.kr. í 982,6 m.kr., eða um nær 39%. Framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa hækkað úr 543,8 m.kr. í 929,2 m.kr., eða um nær 73%. Framlög til kvikmyndasjóða hafa hækkað úr 450 m.kr. í 844,7 m.kr., eða um nær 88%. Framlög til Íslensku óperunnar hafa hækkað úr 140,6 m.kr. í 195,9 m.kr., eða um 39%. Framlög til Bókmenntasjóðs hafa hækkað úr 42,5 m.kr. í 96,6 m.kr., eða um 127%. Framlög til Þjóðminjasafns Íslands hafa hækkað úr 413,3 m.kr. í 687,7 m.kr., eða um 66%. Framlög til Listasafns Íslands hafa hækkað úr 162,4 m.kr. í 236,7 m.kr., eða um nær 46%, auk þess sem benda má á að vegna aukinna sértekna jukust ráðstöfunartekjur safnsins um 35 m.kr. milli áranna 2014 og 2015 skv. ríkisreikningi. Á þessu árabili hafa einnig verið stofnaðir fjórir nýir sjóðir á sviði menningarmála, þ.e. Útflutningssjóður tónlistar, Myndlistarsjóður, Hönnunarsjóður (sem allir tóku til starfa 2013) og Hljóðritunarsjóður tónlistar (tók til starfa 2016), sem á árinu 2016 hafa samanlagt 140 m.kr. til ráðstöfunar til styrkja til listamanna. Auk þess sem stofnaður hefur verið framhaldsskóli í tónlist sem veitir réttindi til stúdentsprófs en það er langþráður draumur fólks í listalífinu að nám í listum sé að fullu lagt að jöfnu við annað nám. Þó hér hafi aðeins verið tiltekin nokkur dæmi má vera ljóst að framlög stjórnvalda á sviði menningarmála hafa í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna aukist umtalsvert umfram almenna verðþróun, auk þess sem stofnað hefur verið til nýrra sjóða og þar með stuðnings við menningarlífið. Ef þessi viðleitni í tíð síðustu tveggja ríkisstjórna telst lýsa „grjóthörðu skeytingarleysi“, „stríði um menninguna“ eða „plebbaskap“ stjórnvalda, þarf væntanlega að endurskoða merkingu ofangreindra orða í íslenskri orðabók.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er löng hefð fyrir því að við opnun nýrra sýninga í listasöfnum landsins taki fjölmiðlar viðtöl við listamenn eða sýningarstjóra og kynna sýningarnar, og eru slík viðtöl oft fræðandi og til þess fallin að hvetja lesendur til að sjá viðkomandi sýningu. Í slíku viðtali við sýningarstjóra Listasafns Íslands sem birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 17. september sl. bregður hins vegar svo við, að kynning á sýningunni sem er tilefni viðtalsins verður að aukaatriði. Þess í stað leggur sýningarstjórinn í orðum sínum mesta áherslu á meint „grjóthart skeytingarleysi“ stjórnvalda um menningarmál og lýsir því yfir að hún upplifi meintan skort á stuðningi stjórnvalda við menningarlífið og menningarstofnanir sem „stríð um menninguna“. Sá blaðamaður sem tók viðtalið bætti um betur í forystugrein Fréttablaðsins mánudaginn 19. september, þar sem hann lýsti meintum ávirðingum stjórnvalda í garð menningarinnar sem „plebbaskap“ og „meðvituðu skeytingarleysi“. Þetta eru stór orð og ljótt, ef satt væri. Af nýlegum könnunum er ljóst að það er mikill vilji í þjóðfélaginu til að auka opinber framlög til heilbrigðismála, menntamála, málefna aldraðra og öryrkja, samgöngumála, o.s.frv. Þörfin fyrir aukin framlög til að þjóna samfélaginu sem best er mikil. Þó menningarmál komist ekki á blað í slíkum könnunum er ljóst að þar þarf að bæta úr ekki síður en í öðrum málaflokkum. En hafa menningarmálin virkilega borið svo skarðan hlut frá borði síðustu ár? Hafa þau borið niðurskurð í ríkisfjármálum árin 2008 og 2009 með meiri þunga en aðrir málaflokkar, og hefur landið risið hægar á ný á því sviði en öðrum? Ef upplýsingar í fjárlögum og ársreikningum ríkisaðila eru skoðaðar kemur í ljós að verðlagsforsendur fjárlaga hafa hækkað um 25% frá árinu 2010 til ársins 2016. Á sama tíma hafa ríkisframlög á nokkrum sviðum menningarmála breyst með eftirfarandi hætti samkvæmt fjárlögum: Framlög til Þjóðleikhússins hafa hækkað úr 707,8 m.kr. í 982,6 m.kr., eða um nær 39%. Framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa hækkað úr 543,8 m.kr. í 929,2 m.kr., eða um nær 73%. Framlög til kvikmyndasjóða hafa hækkað úr 450 m.kr. í 844,7 m.kr., eða um nær 88%. Framlög til Íslensku óperunnar hafa hækkað úr 140,6 m.kr. í 195,9 m.kr., eða um 39%. Framlög til Bókmenntasjóðs hafa hækkað úr 42,5 m.kr. í 96,6 m.kr., eða um 127%. Framlög til Þjóðminjasafns Íslands hafa hækkað úr 413,3 m.kr. í 687,7 m.kr., eða um 66%. Framlög til Listasafns Íslands hafa hækkað úr 162,4 m.kr. í 236,7 m.kr., eða um nær 46%, auk þess sem benda má á að vegna aukinna sértekna jukust ráðstöfunartekjur safnsins um 35 m.kr. milli áranna 2014 og 2015 skv. ríkisreikningi. Á þessu árabili hafa einnig verið stofnaðir fjórir nýir sjóðir á sviði menningarmála, þ.e. Útflutningssjóður tónlistar, Myndlistarsjóður, Hönnunarsjóður (sem allir tóku til starfa 2013) og Hljóðritunarsjóður tónlistar (tók til starfa 2016), sem á árinu 2016 hafa samanlagt 140 m.kr. til ráðstöfunar til styrkja til listamanna. Auk þess sem stofnaður hefur verið framhaldsskóli í tónlist sem veitir réttindi til stúdentsprófs en það er langþráður draumur fólks í listalífinu að nám í listum sé að fullu lagt að jöfnu við annað nám. Þó hér hafi aðeins verið tiltekin nokkur dæmi má vera ljóst að framlög stjórnvalda á sviði menningarmála hafa í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna aukist umtalsvert umfram almenna verðþróun, auk þess sem stofnað hefur verið til nýrra sjóða og þar með stuðnings við menningarlífið. Ef þessi viðleitni í tíð síðustu tveggja ríkisstjórna telst lýsa „grjóthörðu skeytingarleysi“, „stríði um menninguna“ eða „plebbaskap“ stjórnvalda, þarf væntanlega að endurskoða merkingu ofangreindra orða í íslenskri orðabók.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun