Skiptar skoðanir um íhaldssemi flokksins Snærós Sindradóttir skrifar 24. september 2016 07:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Eyþór Vísir/Eyþór „Þetta er ekki upplifun allra kvenna í Sjálfstæðisflokknum. Það er enn gríðarlega mikið af öflugum konum að starfa af heilindum í flokknum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins. Á fimmtudag sögðu ellefu konur innan Sjálfstæðisflokksins sig úr flokknum, þar á meðal þrír fyrrverandi formenn Landssambands sjálfstæðiskvenna. Ástæðan er meint íhaldssemi flokksins í jafnréttismálum. „Ég hef fundið fyrir því að konum sé treyst innan flokksins en auðvitað tökum við þessa gagnrýni til skoðunar eins og allt annað. Það má upplifa það af tilkynningu þeirra að konur ráði mjög litlu í Sjálfstæðisflokknum en það er bara alls ekki raunin. Við erum tvær konur af þremur í forystu flokksins, þingflokksformaður er kona, formaður Ungra sjálfstæðismanna er kona, formaður sveitarstjórnarráðs er kona og meirihluti þeirra sem stýra málefnanefndum flokksins er konur,“ segir Áslaug jafnframt.Sjálfstæðisflokkurinn of íhaldssamurSkiptar skoðanir eru um stöðu jafnréttismála innan flokksins á meðal Sjálfstæðiskvenna. Þingkonan Sigríður Á. Andersen er sammála Áslaugu Örnu. „Ég hef ekki séð nein dæmi um það að konur eigi erfitt uppdráttar í Sjálfstæðisflokknum.“ Þórey Vilhjálmsdóttir, ein þeirra kvenna sem hættu í flokknum í vikunni, var aðstoðarkona Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þingkonu á kjörtímabilinu. Hanna segir mikinn missi að konunum en með úrsögninni sendi þær skýr skilaboð. „Við í Sjálfstæðisflokknum hljótum að taka þau skilaboð alvarlega. Ég hef sjálf sagt það margoft á þeim tuttugu árum sem ég hef starfað í stjórnmálum að Sjálfstæðisflokkurinn er of íhaldssamur þegar kemur að þessum málaflokki. Jafnréttismál og sömu tækifæri kynjanna eru ekki ásýndar- eða áferðarmál heldur risastórt pólitískt mál sem ég vildi óska að flokkurinn minn væri í forystu fyrir.“ Í sama streng tekur Unnur Brá Konráðsdóttir þingkona. „Að hluta til er [gagnrýni kvennanna] rétt. Ég sé mjög eftir þeim stöllum mínum úr flokknum. Það mun verða erfitt fyrir flokkinn ef framboðslistar endurspegla ekki íslenskt samfélag.“ Kosningar 2016 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
„Þetta er ekki upplifun allra kvenna í Sjálfstæðisflokknum. Það er enn gríðarlega mikið af öflugum konum að starfa af heilindum í flokknum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins. Á fimmtudag sögðu ellefu konur innan Sjálfstæðisflokksins sig úr flokknum, þar á meðal þrír fyrrverandi formenn Landssambands sjálfstæðiskvenna. Ástæðan er meint íhaldssemi flokksins í jafnréttismálum. „Ég hef fundið fyrir því að konum sé treyst innan flokksins en auðvitað tökum við þessa gagnrýni til skoðunar eins og allt annað. Það má upplifa það af tilkynningu þeirra að konur ráði mjög litlu í Sjálfstæðisflokknum en það er bara alls ekki raunin. Við erum tvær konur af þremur í forystu flokksins, þingflokksformaður er kona, formaður Ungra sjálfstæðismanna er kona, formaður sveitarstjórnarráðs er kona og meirihluti þeirra sem stýra málefnanefndum flokksins er konur,“ segir Áslaug jafnframt.Sjálfstæðisflokkurinn of íhaldssamurSkiptar skoðanir eru um stöðu jafnréttismála innan flokksins á meðal Sjálfstæðiskvenna. Þingkonan Sigríður Á. Andersen er sammála Áslaugu Örnu. „Ég hef ekki séð nein dæmi um það að konur eigi erfitt uppdráttar í Sjálfstæðisflokknum.“ Þórey Vilhjálmsdóttir, ein þeirra kvenna sem hættu í flokknum í vikunni, var aðstoðarkona Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þingkonu á kjörtímabilinu. Hanna segir mikinn missi að konunum en með úrsögninni sendi þær skýr skilaboð. „Við í Sjálfstæðisflokknum hljótum að taka þau skilaboð alvarlega. Ég hef sjálf sagt það margoft á þeim tuttugu árum sem ég hef starfað í stjórnmálum að Sjálfstæðisflokkurinn er of íhaldssamur þegar kemur að þessum málaflokki. Jafnréttismál og sömu tækifæri kynjanna eru ekki ásýndar- eða áferðarmál heldur risastórt pólitískt mál sem ég vildi óska að flokkurinn minn væri í forystu fyrir.“ Í sama streng tekur Unnur Brá Konráðsdóttir þingkona. „Að hluta til er [gagnrýni kvennanna] rétt. Ég sé mjög eftir þeim stöllum mínum úr flokknum. Það mun verða erfitt fyrir flokkinn ef framboðslistar endurspegla ekki íslenskt samfélag.“
Kosningar 2016 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira