Býður sig fram til ritara Framsóknar en lýsir hvorki yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2016 07:58 Jón Björn Hákonarson forseti Fjarðabyggðar. Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og oddviti Framsóknarmanna í Fjarðabyggð hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem fram fer um næstu helgi. Hann gefur ekki upp hvern hann styður í formannskjöri flokksins. Mikil spenna er fyrir flokksþing Framsóknar sem fram fer í Reykjavík en þar berjast þeir um formannsembættið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknar. Þá hefur Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og ritari flokksins gefið það út að hún muni sækjast eftir varaformannsembættinu verði skipt um formann í flokknum. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur lýst yfir stuðningi við Sigmund Davíð í formannskjörinu og er enn að íhuga hvort hún bjóði sig fram til varaformanns. Í samtali við Vísi vill Jón Björn ekki gefa það upp hvort hann styðji Sigmund Davíð eða Sigurð Inga til formennsku í flokknum. „Nei. Núna held ég að það sé bara rétt að fólkið í Framsóknarflokknum fái að kjósa á flokksþinginu um þá og mig og aðra sem eru að bjóða sig fram. Það er mikið af öflugu fólki í framboði og ég held að það sé kominn tími til kominn að flokksmenn fái andrými til að taka afstöðu til þeirra og kjósa eftir sinni bestu samvisku og sannfæringu,“ segir Jón Björn. Hann segir flokksþingið leggjast vel í sig og kveðst trúa því og treysta að Framsóknarmenn kjósi sér forystu, uni þeim úrslitum og mæti svo samhentir til kosninga. „Auðvitað er mikil barátta og það er eðlilegt en ég held að það hljóti að vera að þegar því er lokið þá göngum við samhent í kosningabaráttuna.“ Jón Björn hefur verið forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð frá árinu 2010 auk þess sem hann hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins og á samstarfsvettvangi sveitarfélaganna á Austurlandi í gegnum tíðina. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og oddviti Framsóknarmanna í Fjarðabyggð hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem fram fer um næstu helgi. Hann gefur ekki upp hvern hann styður í formannskjöri flokksins. Mikil spenna er fyrir flokksþing Framsóknar sem fram fer í Reykjavík en þar berjast þeir um formannsembættið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknar. Þá hefur Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og ritari flokksins gefið það út að hún muni sækjast eftir varaformannsembættinu verði skipt um formann í flokknum. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur lýst yfir stuðningi við Sigmund Davíð í formannskjörinu og er enn að íhuga hvort hún bjóði sig fram til varaformanns. Í samtali við Vísi vill Jón Björn ekki gefa það upp hvort hann styðji Sigmund Davíð eða Sigurð Inga til formennsku í flokknum. „Nei. Núna held ég að það sé bara rétt að fólkið í Framsóknarflokknum fái að kjósa á flokksþinginu um þá og mig og aðra sem eru að bjóða sig fram. Það er mikið af öflugu fólki í framboði og ég held að það sé kominn tími til kominn að flokksmenn fái andrými til að taka afstöðu til þeirra og kjósa eftir sinni bestu samvisku og sannfæringu,“ segir Jón Björn. Hann segir flokksþingið leggjast vel í sig og kveðst trúa því og treysta að Framsóknarmenn kjósi sér forystu, uni þeim úrslitum og mæti svo samhentir til kosninga. „Auðvitað er mikil barátta og það er eðlilegt en ég held að það hljóti að vera að þegar því er lokið þá göngum við samhent í kosningabaráttuna.“ Jón Björn hefur verið forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð frá árinu 2010 auk þess sem hann hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins og á samstarfsvettvangi sveitarfélaganna á Austurlandi í gegnum tíðina.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00