Sigurður Ingi ekki viðstaddur fund forsætisráðherra Norðurlandanna Atli Ísleifsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. september 2016 09:07 Ragnhildur Arnljótsdóttir, Lars Lökke Rasmussen, Juha Sipilä, Erna Solberg og Stefan Löfven. mynd/twitter Sigurður Ingi Jóhannsson er ekki viðstaddur fund forsætisráðherra Norðurlandanna sem nú fer fram á Álandseyjum. Í hans stað situr Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins fundinn. Aðrir forsætisráðherrar Norðurlandanna, þau Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs og Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, eru mætt til fundarins en Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, býður til hans. Dagskrá ráðherranna í gær var óformleg þar sem þeir heimsóttu meðal annars hólmann Klobben í skerjagarðinum. Í dag munu ráðherrarnir ræða varnar-og öryggismál, innflytjendamál, útgöngu Bretlands úr ESB og norrænt samstarf. Eins og ítarlega hefur verið greint frá er nú mikil ólga innan Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi gegnir varaformennsku í flokknum en hann hefur nú boðið sig fram til formanns gegn sitjandi formanni Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Kosið verður um formanninn á flokksþingi Framsóknar sem fer fram um næstu helgi. Þá verður jafnframt kosið um varaformanninn en Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og ritari flokksins hefur lýst því yfir að hún sækist eftir því embætti verði skipt um formann. Þá er Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra að íhuga framboð til varaformanns en hún styður Sigmund Davíð sem formann flokksins. Í dag lýsti svo Jón Björn Hákonarson yfir framboði til ritara en hann vill hvorki lýsa yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga. Hvorki náðist í Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar né aðstoðarmann hans til að óska eftir skýringum á fjarveru forsætisráðherra á fundinum á Álandseyjum. Þá náðist heldur ekki í upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar.Uppfært klukkan 09:52: Benedikt Sigurðsson aðstoðarmaður Sigurðar Inga segir í samtali við fréttastofu að meginástæða þess að forsætisráðherra sé fjarverandi á fundi ráðherranna sé sú að þinglok hafi átt að vera á morgun og að mörg stór mál liggi fyrir þar sem þurfi að klára. Því sé tímanum betur varið hér heima að klára þingið auk þess sem undirbúningur fyrir flokksþing Framsóknarflokksins standi nú yfir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson er ekki viðstaddur fund forsætisráðherra Norðurlandanna sem nú fer fram á Álandseyjum. Í hans stað situr Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins fundinn. Aðrir forsætisráðherrar Norðurlandanna, þau Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs og Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, eru mætt til fundarins en Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, býður til hans. Dagskrá ráðherranna í gær var óformleg þar sem þeir heimsóttu meðal annars hólmann Klobben í skerjagarðinum. Í dag munu ráðherrarnir ræða varnar-og öryggismál, innflytjendamál, útgöngu Bretlands úr ESB og norrænt samstarf. Eins og ítarlega hefur verið greint frá er nú mikil ólga innan Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi gegnir varaformennsku í flokknum en hann hefur nú boðið sig fram til formanns gegn sitjandi formanni Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Kosið verður um formanninn á flokksþingi Framsóknar sem fer fram um næstu helgi. Þá verður jafnframt kosið um varaformanninn en Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og ritari flokksins hefur lýst því yfir að hún sækist eftir því embætti verði skipt um formann. Þá er Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra að íhuga framboð til varaformanns en hún styður Sigmund Davíð sem formann flokksins. Í dag lýsti svo Jón Björn Hákonarson yfir framboði til ritara en hann vill hvorki lýsa yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga. Hvorki náðist í Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar né aðstoðarmann hans til að óska eftir skýringum á fjarveru forsætisráðherra á fundinum á Álandseyjum. Þá náðist heldur ekki í upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar.Uppfært klukkan 09:52: Benedikt Sigurðsson aðstoðarmaður Sigurðar Inga segir í samtali við fréttastofu að meginástæða þess að forsætisráðherra sé fjarverandi á fundi ráðherranna sé sú að þinglok hafi átt að vera á morgun og að mörg stór mál liggi fyrir þar sem þurfi að klára. Því sé tímanum betur varið hér heima að klára þingið auk þess sem undirbúningur fyrir flokksþing Framsóknarflokksins standi nú yfir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12