Stokkum upp bankakerfið Össur Skarphéðinsson skrifar 29. september 2016 07:00 Ein helsta orsök bankahrunsins var að bankarnir voru í senn viðskiptabankar sem geymdu sparifé landsmanna en um leið áhættusæknir fjárfestingabankar. Þeir notuðu sparifé landsmanna til að gíra sig upp, tóku vildarvini bankans með sér í víking, lánuðu þeim fé sparifjáreigenda í áhættusöm viðskipti sem gerði þá ofurríka – uns allt brann upp. Um leið settu þeir Ísland á hausinn.Ekki nýtt bankahrun Hafa menn ekkert lært? Viðtöl við Bjarna Benediktsson eftir flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins benda til að helsta áhersla flokksins á næsta kjörtímabili verði að endurtaka einkavæðingu bankanna – án þess að stokka bankakerfið upp. Sama vitleysan er að byrja aftur. Til marks um það eru bónusar bankanna, tilraunir Bjarna sjálfs á þessu kjörtímabili til að fá Alþingi til að samþykkja heimildir til miklu hærri bónusa, sjúskið kringum sölu Arion á hlutum í Símanum, að ógleymdri hinni óuppgerðu og óskýrðu sölu Landsbankans á Borgun. Bankastjórinn sem ber ábyrgð á því situr enn – í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Nú virðist Bjarni Ben staðráðinn í að skapa aftur sama umhverfið og olli kollsteypunni þegar brýnast er að stokka upp bankakerfið á grundvelli lexíunnar úr bankahruninu.Skiptum bönkunum upp Á meðan ríkið á bankana væri heillavænlegast að nota tækifærið og skipta þeim upp í hefðbundna viðskiptabanka, en selja frá þeim fjárfestingahlutann. Eigendur nýrra fjárfestingabanka gambla þá með eigið fé og taka einir skellinn ef illa fer. Ekki skattgreiðendur eða sparifjáreigendur. Enginn Seðlabanki til þrautavara. Í kjölfar þess að bönkunum verður skipt upp og Landsbankinn þannig gerður að hreinum viðskiptabanka á Alþingi að marka skýra stefnu um að almenningur í gegnum hið opinbera eigi að lágmarki ráðandi hlut í bankanum. Íbúðalánasjóður á nýju formi gæti runnið saman við og orðið burðarás í hinum nýja Landsbanka, og haft það hlutverk að greiða fyrir kaupum ungs fólks á fyrstu íbúð með nýjum leiðum nýrrar ríkisstjórnar. Landsmenn ættu þá kost á að varðveita sparifé sitt og eiga almenn viðskipti við traustan banka þar sem engin hætta væri á að gríðarleg veðmál í áhættusömum fjárfestingum settu innistæður, húsnæðislán og sjálfan ríkissjóð í hættu.Landsbankinn – kjölfestubanki Í litlu samfélagi eins og okkar þarf að vera kjölfestubanki sem er nógu burðugur til að veita harða samkeppni um lægstu vexti. Landsbankinn á nýju formi hreins viðskiptabanka og án áhættusækinnar fjárfestingastefnu er kjörin kjölfesta. – Bjarni Ben og Sjálfstæðisflokkurinn ættu frekar að taka undir þessar hugmyndir um uppstokkun bankakerfisins en að endurspila einkavæðingu bankanna með gamla laginu. Það ferðalag gæti endað með ósköpum einsog bankahrunið kenndi okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ein helsta orsök bankahrunsins var að bankarnir voru í senn viðskiptabankar sem geymdu sparifé landsmanna en um leið áhættusæknir fjárfestingabankar. Þeir notuðu sparifé landsmanna til að gíra sig upp, tóku vildarvini bankans með sér í víking, lánuðu þeim fé sparifjáreigenda í áhættusöm viðskipti sem gerði þá ofurríka – uns allt brann upp. Um leið settu þeir Ísland á hausinn.Ekki nýtt bankahrun Hafa menn ekkert lært? Viðtöl við Bjarna Benediktsson eftir flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins benda til að helsta áhersla flokksins á næsta kjörtímabili verði að endurtaka einkavæðingu bankanna – án þess að stokka bankakerfið upp. Sama vitleysan er að byrja aftur. Til marks um það eru bónusar bankanna, tilraunir Bjarna sjálfs á þessu kjörtímabili til að fá Alþingi til að samþykkja heimildir til miklu hærri bónusa, sjúskið kringum sölu Arion á hlutum í Símanum, að ógleymdri hinni óuppgerðu og óskýrðu sölu Landsbankans á Borgun. Bankastjórinn sem ber ábyrgð á því situr enn – í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Nú virðist Bjarni Ben staðráðinn í að skapa aftur sama umhverfið og olli kollsteypunni þegar brýnast er að stokka upp bankakerfið á grundvelli lexíunnar úr bankahruninu.Skiptum bönkunum upp Á meðan ríkið á bankana væri heillavænlegast að nota tækifærið og skipta þeim upp í hefðbundna viðskiptabanka, en selja frá þeim fjárfestingahlutann. Eigendur nýrra fjárfestingabanka gambla þá með eigið fé og taka einir skellinn ef illa fer. Ekki skattgreiðendur eða sparifjáreigendur. Enginn Seðlabanki til þrautavara. Í kjölfar þess að bönkunum verður skipt upp og Landsbankinn þannig gerður að hreinum viðskiptabanka á Alþingi að marka skýra stefnu um að almenningur í gegnum hið opinbera eigi að lágmarki ráðandi hlut í bankanum. Íbúðalánasjóður á nýju formi gæti runnið saman við og orðið burðarás í hinum nýja Landsbanka, og haft það hlutverk að greiða fyrir kaupum ungs fólks á fyrstu íbúð með nýjum leiðum nýrrar ríkisstjórnar. Landsmenn ættu þá kost á að varðveita sparifé sitt og eiga almenn viðskipti við traustan banka þar sem engin hætta væri á að gríðarleg veðmál í áhættusömum fjárfestingum settu innistæður, húsnæðislán og sjálfan ríkissjóð í hættu.Landsbankinn – kjölfestubanki Í litlu samfélagi eins og okkar þarf að vera kjölfestubanki sem er nógu burðugur til að veita harða samkeppni um lægstu vexti. Landsbankinn á nýju formi hreins viðskiptabanka og án áhættusækinnar fjárfestingastefnu er kjörin kjölfesta. – Bjarni Ben og Sjálfstæðisflokkurinn ættu frekar að taka undir þessar hugmyndir um uppstokkun bankakerfisins en að endurspila einkavæðingu bankanna með gamla laginu. Það ferðalag gæti endað með ósköpum einsog bankahrunið kenndi okkur.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun