Í menningunni að treysta karlmönnum betur til forystu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. september 2016 13:29 Stefanía Óskarsdóttir og Eva Heiða Önnudóttir Vísir Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær eru sammála um að umræðan sem sprottið hefur upp í kjölfar prófkjörs Sjálfstæðisflokksins um helgina sé ekki ný á nálinni og að vandamálið sé rótgróið í menningunni. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt að þurfa alltaf eftir öll prófkjör að taka þátt í þessari umræðu um slæmt gengi kvenna í prprófkjörumofkjörum, sérstaklega hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Stefanía Óskarsdóttir. „Þetta hefur verið viðloðandi úrslit næstum allra prófkjöra sem hafa farið fram á síðustu áratugum og mér til dæmis kemur í hug prófkjörið fyrir Alþingiskosningarnar 2003. Þá var það þannig að fjórar þingkonur Sjálfstæðisflokks í Reykjavík fengu mjög slæma kosningu, svo slæma að það var einungis ein þingkona í öruggu sæti, sem var ráðherra á þeim tíma, eftir prófkjörið. En í staðinn fengu þrír ungir karlmenn mjög fína kosningu. Þá var uppi krafa um endurnýjun og svo framvegis sem þeir flugu inn á.“ Stefanía segir ástæður þess að konum hafi gengið illa í prófkjörum helgarinnar margslungnar. „Þetta er í menningunni okkar, að treysta betur karlmönnum til forystu. Fólk til að mynda dregur ósjálfrátt þá ályktun að hávaxnir séu betur til forystu fallnir en lágvaxnir. Dimmraddaðir betur til forystu fallnir heldur en þeir sem eru hærra uppi. Margt svona,“Hlutfallslega fleiri konur að tapa en karlar Stefanía segir þó jafnframt að ólíklegt sé að kjósendur hafi meðvitað verið að hafna konum. „Ég held að það sé enginn á meðvitaðan hátt að hafna konum sem slíkum. Í prófkjörum er fólki boðið að velja á milli einstaklinga. Það er undirliggjandi á ómeðvitaðan hátt sem við gerum upp á milli einstaklinga. þetta er rótgróið í okkar menningu.“ Eva Heiða tekur undir með Stefaníu um að umræðan sé ekki ný af nálinni. „Það sem skýtur skökku við í prófkjöri helgarinnar að mínu mati, er að það eru hlutfallslega fleiri sitjandi þingkonur sem eru að tapa heldur en sitjandi þingkarlar,“ segir Eva Heiða. „Þetta virðist vera kerfisbundið fleiri konur sem eru að tapa. Auðvitað er það þannig að það er eðlilegt að sumir tapi í prófkjöri á meðan aðrir vinna. Það skýtur skökku við ef það eru kerfisbundið fleiri konur sem eiga erfiðara með að fá framgang eða halda sínu sæti.“Prófkjörin umdeild frá byrjunEva Heiða bendir jafnframt á að prófkjör séu aðeins ein leið af mörgum sem hægt er að fara þegar raðað er upp á lista, og að þau hafi verið í stöðugri endurskoðun síðan þau voru tekin upp í kringum 1970. „Kostirnir við prófkjörin eru að þar er opið og gagnsætt framboð, allir geta boðið sig fram. En gallarnir eru hins vegar á móti eða einn af þeim, að þeir sem eru þekktir fyrir hafa ákveðið forskot og þeir sem eiga meiri pening til að setja í prófkjörsbaráttuna hafa meira forskot og svo framvegis. En hver og ein leið hefur sina kosti og galla.“ Kosningar 2016 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær eru sammála um að umræðan sem sprottið hefur upp í kjölfar prófkjörs Sjálfstæðisflokksins um helgina sé ekki ný á nálinni og að vandamálið sé rótgróið í menningunni. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt að þurfa alltaf eftir öll prófkjör að taka þátt í þessari umræðu um slæmt gengi kvenna í prprófkjörumofkjörum, sérstaklega hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Stefanía Óskarsdóttir. „Þetta hefur verið viðloðandi úrslit næstum allra prófkjöra sem hafa farið fram á síðustu áratugum og mér til dæmis kemur í hug prófkjörið fyrir Alþingiskosningarnar 2003. Þá var það þannig að fjórar þingkonur Sjálfstæðisflokks í Reykjavík fengu mjög slæma kosningu, svo slæma að það var einungis ein þingkona í öruggu sæti, sem var ráðherra á þeim tíma, eftir prófkjörið. En í staðinn fengu þrír ungir karlmenn mjög fína kosningu. Þá var uppi krafa um endurnýjun og svo framvegis sem þeir flugu inn á.“ Stefanía segir ástæður þess að konum hafi gengið illa í prófkjörum helgarinnar margslungnar. „Þetta er í menningunni okkar, að treysta betur karlmönnum til forystu. Fólk til að mynda dregur ósjálfrátt þá ályktun að hávaxnir séu betur til forystu fallnir en lágvaxnir. Dimmraddaðir betur til forystu fallnir heldur en þeir sem eru hærra uppi. Margt svona,“Hlutfallslega fleiri konur að tapa en karlar Stefanía segir þó jafnframt að ólíklegt sé að kjósendur hafi meðvitað verið að hafna konum. „Ég held að það sé enginn á meðvitaðan hátt að hafna konum sem slíkum. Í prófkjörum er fólki boðið að velja á milli einstaklinga. Það er undirliggjandi á ómeðvitaðan hátt sem við gerum upp á milli einstaklinga. þetta er rótgróið í okkar menningu.“ Eva Heiða tekur undir með Stefaníu um að umræðan sé ekki ný af nálinni. „Það sem skýtur skökku við í prófkjöri helgarinnar að mínu mati, er að það eru hlutfallslega fleiri sitjandi þingkonur sem eru að tapa heldur en sitjandi þingkarlar,“ segir Eva Heiða. „Þetta virðist vera kerfisbundið fleiri konur sem eru að tapa. Auðvitað er það þannig að það er eðlilegt að sumir tapi í prófkjöri á meðan aðrir vinna. Það skýtur skökku við ef það eru kerfisbundið fleiri konur sem eiga erfiðara með að fá framgang eða halda sínu sæti.“Prófkjörin umdeild frá byrjunEva Heiða bendir jafnframt á að prófkjör séu aðeins ein leið af mörgum sem hægt er að fara þegar raðað er upp á lista, og að þau hafi verið í stöðugri endurskoðun síðan þau voru tekin upp í kringum 1970. „Kostirnir við prófkjörin eru að þar er opið og gagnsætt framboð, allir geta boðið sig fram. En gallarnir eru hins vegar á móti eða einn af þeim, að þeir sem eru þekktir fyrir hafa ákveðið forskot og þeir sem eiga meiri pening til að setja í prófkjörsbaráttuna hafa meira forskot og svo framvegis. En hver og ein leið hefur sina kosti og galla.“
Kosningar 2016 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira