Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. september 2016 15:38 Róbert Marshall Vísir/gva Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, gerði yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrum forsætisráðherra, af haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að efni fyrirspurnar sinnar til utanríkisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Róbert benti á að Sigmundur Davíð hafi orðrétt sagt „ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra. „Og þá veltir maður fyrir sér hvaða fer í gang þegar upplýsist um slík tíðindi. Nú heyra þjoðaröryggismál undir utanríkisráðherra. Það hlýtur einhver rannsókna að fara í gang þegar um slíkt mál er að ræða,“ sagði Róbert í fyrirspurn sinni. Róbert sagði að fyrirspurnin kæmi til vegna þess að hann hefði á tilfinningunni að stjórnvöld tækju yfirlýsingu Sigmundar Davíðs frekar kæruleysislega. „Ég geri það ekki. Það er alvarlegt ef hægt er að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra,“ sagði Róbert. Þá spurði hann einnig hver hefði brotist inn í tölvu Sigmundar, hvenær það hefði verið gert og hvaða rannsókn sé í gangi til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki. Þá vildi hann einnig vita hvaða upplýsingar hafi verið í tölvu Sigmundar þegar innbrotið átti sér stað. Róbert benti á að slík atvik hafa valdið miklum usla víðs vegar um heiminn og tók sem dæmi tölvupóstsendingar Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem töldust til þjóðaröryggismála. „Menn hljóta að spyrja eftir svörum þegar slíkar yfirlýsingar eru gerðar. Og kannast ráðherrann við að henni sé veitt eftirför eða reynt sé að brjótast inn í tölvuna hennar?“ sagði Róbert jafnframt. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sagði í svari sínu afskaplega mikilvægt að skoða málin þegar um slíka hluti væri að ræða. Hún sagði að farið yrði yfir málið og að þau stjórnvöld sem bæru ábyrgð á því myndu gera það. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, gerði yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrum forsætisráðherra, af haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að efni fyrirspurnar sinnar til utanríkisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Róbert benti á að Sigmundur Davíð hafi orðrétt sagt „ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra. „Og þá veltir maður fyrir sér hvaða fer í gang þegar upplýsist um slík tíðindi. Nú heyra þjoðaröryggismál undir utanríkisráðherra. Það hlýtur einhver rannsókna að fara í gang þegar um slíkt mál er að ræða,“ sagði Róbert í fyrirspurn sinni. Róbert sagði að fyrirspurnin kæmi til vegna þess að hann hefði á tilfinningunni að stjórnvöld tækju yfirlýsingu Sigmundar Davíðs frekar kæruleysislega. „Ég geri það ekki. Það er alvarlegt ef hægt er að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra,“ sagði Róbert. Þá spurði hann einnig hver hefði brotist inn í tölvu Sigmundar, hvenær það hefði verið gert og hvaða rannsókn sé í gangi til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki. Þá vildi hann einnig vita hvaða upplýsingar hafi verið í tölvu Sigmundar þegar innbrotið átti sér stað. Róbert benti á að slík atvik hafa valdið miklum usla víðs vegar um heiminn og tók sem dæmi tölvupóstsendingar Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem töldust til þjóðaröryggismála. „Menn hljóta að spyrja eftir svörum þegar slíkar yfirlýsingar eru gerðar. Og kannast ráðherrann við að henni sé veitt eftirför eða reynt sé að brjótast inn í tölvuna hennar?“ sagði Róbert jafnframt. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sagði í svari sínu afskaplega mikilvægt að skoða málin þegar um slíka hluti væri að ræða. Hún sagði að farið yrði yfir málið og að þau stjórnvöld sem bæru ábyrgð á því myndu gera það.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03
Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43
Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37