Innbrotið í tölvu Sigmundar Davíðs verður stöðugt dularfyllra Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2016 17:02 Sigmundur Davíð hefði átt að tilkynna og láta skrá og láta rannsaka tilraun sem hann segir að hafi verið gerð til að brjótast inn í tölvu hans. visir/vilhelm „Eðlilegt hefði verið að hann hefði kallað til samráðs hóp sem hefur eitthvað með öryggismál ríkisins að gera og léti fara yfir þetta. Það eru alvarleg tíðindi þegar reynt er að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur. Fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á Akureyri um helgina, þess efnis að tölvuþrjótar hafi reynt að brjótast inn í tölvu hans, eru stöðugt að fá á sig dularfyllri blæ. Sigmundur Davíð sagðist vita þetta því hann hafi látið athuga það fyrir sig. Og hann taldi víst hverjir væru þar á ferð, kröfuhafarnir. En, samkvæmt Rekstrarfélagi stjórnarráðsins fundust engin ummerki um slíkt. Og samkvæmt ríkislögreglustjóra hefur engin kæra þess efnis borist. Sem Sigurbjörg segir að hefði verið hið eðlilega í stöðunni.Sigurbjörg furðar sig á því að ekki hafi verið látið kanna nánar tilraun til að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra þjóðarinnar.Vísir„Það hefði verið eðlilegt að hann hefði greint frá því þegar og látið rannsaka þetta,“ segir Sigurbjörg. Hún segir jafnframt að óeðlilegt sé að taka slíku með léttvægum hætti. Þeir sem gegna stöðum sem snúa að öryggi ríkisins, eru að höndla með málefni sem þurfa að fara leynt meðan þau eru á ákvörðunarstigi, þeim ber að taka slíkt alvarlega. Og þeim ber að láta skrá slík tilvik. Sigurbjörg segir aðgerðaráætlun verða að vera til staðar, sem snúi að slíkum málum. Ef ráðamenn verða þess varir að reynt sé að hakka sig inn á tölvur sínar, þá sé það mál sem eðlilegt sé að skoða af fullri alvöru. Vísir reyndi að ná í Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann þáverandi forsætisráðherra, þá til að inna hann eftir því hvers vegna þetta hafi ekki verið tilkynnt og/eða kært, en án árangurs. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38 Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
„Eðlilegt hefði verið að hann hefði kallað til samráðs hóp sem hefur eitthvað með öryggismál ríkisins að gera og léti fara yfir þetta. Það eru alvarleg tíðindi þegar reynt er að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur. Fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á Akureyri um helgina, þess efnis að tölvuþrjótar hafi reynt að brjótast inn í tölvu hans, eru stöðugt að fá á sig dularfyllri blæ. Sigmundur Davíð sagðist vita þetta því hann hafi látið athuga það fyrir sig. Og hann taldi víst hverjir væru þar á ferð, kröfuhafarnir. En, samkvæmt Rekstrarfélagi stjórnarráðsins fundust engin ummerki um slíkt. Og samkvæmt ríkislögreglustjóra hefur engin kæra þess efnis borist. Sem Sigurbjörg segir að hefði verið hið eðlilega í stöðunni.Sigurbjörg furðar sig á því að ekki hafi verið látið kanna nánar tilraun til að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra þjóðarinnar.Vísir„Það hefði verið eðlilegt að hann hefði greint frá því þegar og látið rannsaka þetta,“ segir Sigurbjörg. Hún segir jafnframt að óeðlilegt sé að taka slíku með léttvægum hætti. Þeir sem gegna stöðum sem snúa að öryggi ríkisins, eru að höndla með málefni sem þurfa að fara leynt meðan þau eru á ákvörðunarstigi, þeim ber að taka slíkt alvarlega. Og þeim ber að láta skrá slík tilvik. Sigurbjörg segir aðgerðaráætlun verða að vera til staðar, sem snúi að slíkum málum. Ef ráðamenn verða þess varir að reynt sé að hakka sig inn á tölvur sínar, þá sé það mál sem eðlilegt sé að skoða af fullri alvöru. Vísir reyndi að ná í Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann þáverandi forsætisráðherra, þá til að inna hann eftir því hvers vegna þetta hafi ekki verið tilkynnt og/eða kært, en án árangurs.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38 Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38
Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10
Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03
Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43