Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2016 20:00 Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá og einn sagði nei þegar búvörusamningar urðu að lögum á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu einnig harðlega skýrslu formanns og varaformanns fjárlaganefndar um einkavæðingu bankanna og sögðu hana óþinglega. Eitt umdeildasta mál yfirstandandi þings, búvörusamningar, urðu að lögum í dag. Málið er umdeilt og táknrænt að í í raun sátu fleiri hjá eða greiddu atkvæði gegn því en að lokum samþykktu það til laga. En þingmenn tókust á um fleira og var heitt í hamsi þegar þeir ræddu skýrslu formanns og varaformanns fjárlaganefndar um bankana. Nítján þingmenn samþykktu búvörusamningana, sjö sögðu nei og sextán greiddu ekki atkvæði. Athygli vekur að sjálfstæðisþingmaðurinn Sigríður Andersen sagði nei og fjórir aðrir þingmenn flokksins sátu hjá, eins og þingmenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata en allir þingmenn Bjartrar framtíðar sögðu nei.En þá að umdeildri skýrslu Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um samninga fyrrverandi ríkisstjórnar um bankana við kröfuhafa. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd sagði skýrsluna ekki hafa fengið þinglega meðferð. „Skýrsla Vigdísar Hauksdóttur, háttvirts þingmanns, sem sögð er unnin af og fyrir meirihluta fjárlaganefndar, en enginn leggur þó formlega nafn sitt við hana; hefur ekki verið kynnt fjárlaganefnd með neinum formlegum hætti. Né hefur efni hennar eða innihald verið lagt fyrir nefndina til umfjöllunar. Og við í minnihluta fjárlaganefndar gerum við það alvarlegar athugasemdir,“ sagði Bjarkey. Árni Páll Árnason fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni tók undir þetta. „Það er stórhættulegt fordæmi ef það er þannig að ofstopamenn í forystu fyrir þingnefndum eigi að geta fram og búið til réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum sínum. Án þess að Þeir fái einu sinni tækifæri til að koma fyrir nefnd og setja sín sjónarmið á framfæri,“ sagði Árni Páll. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður nefndarinnar sagði að málið ætti að vera þingmönnum ljóst þar sem það hefði verið tekið fyrir í nefndinni hinn 26. apríl. „Hann veit líka virðulegur forseti að málið er á dagskrá á morgun. Hann veit það líka að það var kynnt á mánudaginn að málið yrði á dagskrá á morgun. Háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðunnar var líka boðið ef þeir hefðu áhuga á því að fá málið í kynningu áður en það var kynnt blaðamönnum,“ sagði Guðlaugur Þór.Hættu að ljúga Ásmundur Ásmundur Friðriksson sem er einn þriggja karla sem leiðir lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi mærði aðferðafræði flokksins í prófkjörum, sem væri önnur en aðferð Pírata og skaut föstum skotum á Birgittu Jónsdóttur. „Og svo situr bara einn í restina og velur lifandi eða dauða á listana,“ sagði Ásmundur um prófkjör Pírata. „Þegar þú ein (Birgitta) situr svo eftir og kroppar þá út sem þér líkar ekki við,“ sagði Ásmundur en Birgitta greip þá fram í fyrir honum. „Vertu ekki að fara með ósannindi,“ sagði Birgitta. „Þú ert nú bara að trufla mig í ræðunni þannig að ég gat ekki sagt það sem ég ætlaði að segja,“ svaraði Ásmundur og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis barði í bjöllu sína og bað um hljóð í þingsalnum. En Birgitta gaf sig ekki og hrópaði ítrekað fram í „Hættu nú að ljúga þarna.“Góður búvörusamningur fyrir bændur og neytendur Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ný búvörulög koma bæði bændum og neytendum til góða. Lögin skapi traustan grundvöll fyrir bændur og leiði til þess að almenningur fái gæða landbúnaðarvörur á lægra verði. Ráðherra undrast að fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu um samninginn og einn sagt nei í ljósi þess að fjármálaráðherra hafi skrifað undir samninginn. Þá telur Gunnar Bragi ólíklegt að forsætisráðherra fari í formannsframboð á móti sitjandi formanni í Framsóknarflokknum. Enda væri hann þá að ganga á bak orða sinna. Búvörusamningar X16 Suður Tengdar fréttir Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá og einn sagði nei þegar búvörusamningar urðu að lögum á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu einnig harðlega skýrslu formanns og varaformanns fjárlaganefndar um einkavæðingu bankanna og sögðu hana óþinglega. Eitt umdeildasta mál yfirstandandi þings, búvörusamningar, urðu að lögum í dag. Málið er umdeilt og táknrænt að í í raun sátu fleiri hjá eða greiddu atkvæði gegn því en að lokum samþykktu það til laga. En þingmenn tókust á um fleira og var heitt í hamsi þegar þeir ræddu skýrslu formanns og varaformanns fjárlaganefndar um bankana. Nítján þingmenn samþykktu búvörusamningana, sjö sögðu nei og sextán greiddu ekki atkvæði. Athygli vekur að sjálfstæðisþingmaðurinn Sigríður Andersen sagði nei og fjórir aðrir þingmenn flokksins sátu hjá, eins og þingmenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata en allir þingmenn Bjartrar framtíðar sögðu nei.En þá að umdeildri skýrslu Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um samninga fyrrverandi ríkisstjórnar um bankana við kröfuhafa. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd sagði skýrsluna ekki hafa fengið þinglega meðferð. „Skýrsla Vigdísar Hauksdóttur, háttvirts þingmanns, sem sögð er unnin af og fyrir meirihluta fjárlaganefndar, en enginn leggur þó formlega nafn sitt við hana; hefur ekki verið kynnt fjárlaganefnd með neinum formlegum hætti. Né hefur efni hennar eða innihald verið lagt fyrir nefndina til umfjöllunar. Og við í minnihluta fjárlaganefndar gerum við það alvarlegar athugasemdir,“ sagði Bjarkey. Árni Páll Árnason fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni tók undir þetta. „Það er stórhættulegt fordæmi ef það er þannig að ofstopamenn í forystu fyrir þingnefndum eigi að geta fram og búið til réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum sínum. Án þess að Þeir fái einu sinni tækifæri til að koma fyrir nefnd og setja sín sjónarmið á framfæri,“ sagði Árni Páll. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður nefndarinnar sagði að málið ætti að vera þingmönnum ljóst þar sem það hefði verið tekið fyrir í nefndinni hinn 26. apríl. „Hann veit líka virðulegur forseti að málið er á dagskrá á morgun. Hann veit það líka að það var kynnt á mánudaginn að málið yrði á dagskrá á morgun. Háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðunnar var líka boðið ef þeir hefðu áhuga á því að fá málið í kynningu áður en það var kynnt blaðamönnum,“ sagði Guðlaugur Þór.Hættu að ljúga Ásmundur Ásmundur Friðriksson sem er einn þriggja karla sem leiðir lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi mærði aðferðafræði flokksins í prófkjörum, sem væri önnur en aðferð Pírata og skaut föstum skotum á Birgittu Jónsdóttur. „Og svo situr bara einn í restina og velur lifandi eða dauða á listana,“ sagði Ásmundur um prófkjör Pírata. „Þegar þú ein (Birgitta) situr svo eftir og kroppar þá út sem þér líkar ekki við,“ sagði Ásmundur en Birgitta greip þá fram í fyrir honum. „Vertu ekki að fara með ósannindi,“ sagði Birgitta. „Þú ert nú bara að trufla mig í ræðunni þannig að ég gat ekki sagt það sem ég ætlaði að segja,“ svaraði Ásmundur og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis barði í bjöllu sína og bað um hljóð í þingsalnum. En Birgitta gaf sig ekki og hrópaði ítrekað fram í „Hættu nú að ljúga þarna.“Góður búvörusamningur fyrir bændur og neytendur Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ný búvörulög koma bæði bændum og neytendum til góða. Lögin skapi traustan grundvöll fyrir bændur og leiði til þess að almenningur fái gæða landbúnaðarvörur á lægra verði. Ráðherra undrast að fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu um samninginn og einn sagt nei í ljósi þess að fjármálaráðherra hafi skrifað undir samninginn. Þá telur Gunnar Bragi ólíklegt að forsætisráðherra fari í formannsframboð á móti sitjandi formanni í Framsóknarflokknum. Enda væri hann þá að ganga á bak orða sinna.
Búvörusamningar X16 Suður Tengdar fréttir Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10