Ferðamaðurinn segist hafa verið nakinn því honum var heitt og með magaverk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2016 14:27 Meint brot mannsins átti sér stað á Selfossi. vísir/pjetur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ísraelskur ferðamaður sem grunaður er um blygðunarsemisbrot á Selfossi fyrr í mánuðinum skuli sæta farbanni til 3. október næstkomandi. Lögreglan á Suðurlandi fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum en því var hafnað. Í úrskurði héraðsdóms sem birtur er með dómi Hæstaréttar kemur fram að maðurinn hafi viðurkennt að hafa verið nakinn í bíl sínum við íþróttahús á Selfossi um hádegisbil þann 5. september síðastliðinn. Hann neitar því hins vegar að hafa verið með hendur á kynfærum sínum og stundað sjálfsfróun heldur segist hann hafa verið með hendur á lærum sér. Hann hafi verið nakinn og með hendur á lærum sér því honum var heitt og hann var með magaverk, að því er fram kemur í úrskurðinum sem vitnar í framburð mannsins. Að mati lögreglustjóra eru skýringar mannsins á háttsemi hans ótrúverðugar. Þá telur lögreglan það einnig ótrúverðugt að maðurinn skuli ekki hafa vitað að hann væri á bílastæði sem væri nálægt grunnskóla. Honum hafi þvert á móti mátt vera „fulljóst að hann væri á stað þar sem vænta hafi mátt umferðar skólabarna, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt upplýsingum lögreglu mun atburðinn hafa átt sér stað um hádegisbil [...]“ segir í úrskurði héraðsdóms. Lögreglustjóri metur það sem svo að „með hliðsjón af eðli brots kærða, grófleika þess og nálægð við grunnskóla, íþróttasvæði og framhaldsskóla telur lögreglustjóri auk þess hættu á áframhaldandi brotum af hálfu kærða. Á myndbandsupptöku, sem ungmenni sem leið áttu hjá tóku upp, megi sjá kærða liggja allsnakinn í sæti bifreiðar með hendur á kynfærum sínum.“ Með tilliti til þess að maðurinn sé ferðamaður hér á landi og stundi hvorki vinnu hér né eigi fjölskyldu á Íslandi eru taldar líkur á að hann reyni að komast úr landi. Hann mun því vera í farbanni, eins og áður segir, til 3. október næstkomandi. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaðurinn sem fróaði sér í farbanni næsta mánuðinn Nemendur á Selfossi komu að manninum í bíl sínum. 7. september 2016 12:11 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ísraelskur ferðamaður sem grunaður er um blygðunarsemisbrot á Selfossi fyrr í mánuðinum skuli sæta farbanni til 3. október næstkomandi. Lögreglan á Suðurlandi fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum en því var hafnað. Í úrskurði héraðsdóms sem birtur er með dómi Hæstaréttar kemur fram að maðurinn hafi viðurkennt að hafa verið nakinn í bíl sínum við íþróttahús á Selfossi um hádegisbil þann 5. september síðastliðinn. Hann neitar því hins vegar að hafa verið með hendur á kynfærum sínum og stundað sjálfsfróun heldur segist hann hafa verið með hendur á lærum sér. Hann hafi verið nakinn og með hendur á lærum sér því honum var heitt og hann var með magaverk, að því er fram kemur í úrskurðinum sem vitnar í framburð mannsins. Að mati lögreglustjóra eru skýringar mannsins á háttsemi hans ótrúverðugar. Þá telur lögreglan það einnig ótrúverðugt að maðurinn skuli ekki hafa vitað að hann væri á bílastæði sem væri nálægt grunnskóla. Honum hafi þvert á móti mátt vera „fulljóst að hann væri á stað þar sem vænta hafi mátt umferðar skólabarna, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt upplýsingum lögreglu mun atburðinn hafa átt sér stað um hádegisbil [...]“ segir í úrskurði héraðsdóms. Lögreglustjóri metur það sem svo að „með hliðsjón af eðli brots kærða, grófleika þess og nálægð við grunnskóla, íþróttasvæði og framhaldsskóla telur lögreglustjóri auk þess hættu á áframhaldandi brotum af hálfu kærða. Á myndbandsupptöku, sem ungmenni sem leið áttu hjá tóku upp, megi sjá kærða liggja allsnakinn í sæti bifreiðar með hendur á kynfærum sínum.“ Með tilliti til þess að maðurinn sé ferðamaður hér á landi og stundi hvorki vinnu hér né eigi fjölskyldu á Íslandi eru taldar líkur á að hann reyni að komast úr landi. Hann mun því vera í farbanni, eins og áður segir, til 3. október næstkomandi.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaðurinn sem fróaði sér í farbanni næsta mánuðinn Nemendur á Selfossi komu að manninum í bíl sínum. 7. september 2016 12:11 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Sjá meira
Ferðamaðurinn sem fróaði sér í farbanni næsta mánuðinn Nemendur á Selfossi komu að manninum í bíl sínum. 7. september 2016 12:11