Yfir 100 milljarða búvörusamningar Heiðar Lind Hansson skrifar 17. september 2016 07:00 Greiðslur vegna búvörusamninga árið 2017 Alþingi samþykkti umdeild lög í liðinni viku sem kveða á um breytingar á lögum tengdum búvörusamningunum við Bændasamtökin sem undirritaðir voru í febrúar á þessu ári. Með breytingunum geta samningarnir tekið gildi, en gildistími þeirra er til tíu ára, eða frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2026. Ein af breytingunum sem þingið gerði var að flýta endurskoðun samninganna, en upphaflega átti fyrsta endurskoðun þeirra að fara fram 2019. Í staðinn voru sett inn ákvæði um að ráðherra landbúnaðarmála skipi samráðshóp sem hafi það hlutverk að endurskoða búvörusamningana. Hópurinn skal skipaður fyrir 18. október nk., en í honum eiga að sitja fulltrúar afurðastöðva, atvinnulífsins, bænda, launþega og neytenda. Hann á að ljúka störfum fyrir 2019. Einnig fóru inn ákvæði sem skylda afurðastöðvar til að selja öðrum vinnsluaðilum mjólk á verði sem er í samræmi við ákvörðun verðlagsnefndar búvara. Önnur veigamikil breyting er að kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu verður lagt af. Í staðinn verða teknar upp greiðslur út á innvegna mjólk og gripagreiðslur í mjólkurframleiðslu og álagsgreiðslur út frá gæðastýrðri framleiðslu í sauðfjárrækt. Einnig voru sett inn ákvæði sem skylda ráðherra til að skipa áheyrnarfulltrúa minni vinnslufyrirtækja mjólkur í verðlagsnefnd búvara. Þá eru framlög vegna nýsköpunar í landbúnaði aukin.Lömb í haga í íslenskri sveit.vísir/stefánBúvörusamningarnir eru fjórir talsins, þ.e. rammasamningur um almenn starfsskilyrði í landbúnaði og þrír samningar um sauðfjárrækt, nautgriparækt og garðyrkju. Meginmarkmið þeirra er að auka verðmætasköpun í sveitum landsins og nýta sem best tækifærin sem þar bjóðast til að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur. Kostnaður ríkissjóðs fyrsta ár samninganna er áætlaður um 13,7 milljarðar króna. Áformað er að upphæðirnar fari lækkandi út samningstímann, en gert er ráð fyrir að þær verði 12,6 milljarðar árið 2026. Samkvæmt samningunum munu 132,2 milljarðar greiðast úr ríkissjóði á samningstímanum vegna þeirra. Þó skal tekið fram að upphæðirnar gætu breyst sökum verðlagsbreytinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Alþingi samþykkti umdeild lög í liðinni viku sem kveða á um breytingar á lögum tengdum búvörusamningunum við Bændasamtökin sem undirritaðir voru í febrúar á þessu ári. Með breytingunum geta samningarnir tekið gildi, en gildistími þeirra er til tíu ára, eða frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2026. Ein af breytingunum sem þingið gerði var að flýta endurskoðun samninganna, en upphaflega átti fyrsta endurskoðun þeirra að fara fram 2019. Í staðinn voru sett inn ákvæði um að ráðherra landbúnaðarmála skipi samráðshóp sem hafi það hlutverk að endurskoða búvörusamningana. Hópurinn skal skipaður fyrir 18. október nk., en í honum eiga að sitja fulltrúar afurðastöðva, atvinnulífsins, bænda, launþega og neytenda. Hann á að ljúka störfum fyrir 2019. Einnig fóru inn ákvæði sem skylda afurðastöðvar til að selja öðrum vinnsluaðilum mjólk á verði sem er í samræmi við ákvörðun verðlagsnefndar búvara. Önnur veigamikil breyting er að kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu verður lagt af. Í staðinn verða teknar upp greiðslur út á innvegna mjólk og gripagreiðslur í mjólkurframleiðslu og álagsgreiðslur út frá gæðastýrðri framleiðslu í sauðfjárrækt. Einnig voru sett inn ákvæði sem skylda ráðherra til að skipa áheyrnarfulltrúa minni vinnslufyrirtækja mjólkur í verðlagsnefnd búvara. Þá eru framlög vegna nýsköpunar í landbúnaði aukin.Lömb í haga í íslenskri sveit.vísir/stefánBúvörusamningarnir eru fjórir talsins, þ.e. rammasamningur um almenn starfsskilyrði í landbúnaði og þrír samningar um sauðfjárrækt, nautgriparækt og garðyrkju. Meginmarkmið þeirra er að auka verðmætasköpun í sveitum landsins og nýta sem best tækifærin sem þar bjóðast til að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur. Kostnaður ríkissjóðs fyrsta ár samninganna er áætlaður um 13,7 milljarðar króna. Áformað er að upphæðirnar fari lækkandi út samningstímann, en gert er ráð fyrir að þær verði 12,6 milljarðar árið 2026. Samkvæmt samningunum munu 132,2 milljarðar greiðast úr ríkissjóði á samningstímanum vegna þeirra. Þó skal tekið fram að upphæðirnar gætu breyst sökum verðlagsbreytinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira