Rússabanni svarað með frystigeymslu Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2016 20:30 Viðskiptabannið við Rússland olli því að risastór frystigeymsla er risin á Fáskrúðsfirði, næststærsta hús í sögu byggðarinnar. Geymslan kemur í góðar þarfir nú þegar verið er að moka upp makrílnum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það vantar víst bara örfáa fermetra upp á að nýja húsið teljist það stærsta í sögu Fáskrúðsfjarðar. Þegar Rússlandsmarkaður fyrir makríl lokaðist í ágúst í fyrra brugðust ráðamenn Loðnuvinnslunnar við með því að ráðast í byggingarframkvæmdir.Frystigeymslan er 40 x 60 metrar að grunnfleti og 11 metra há. Ennþá er lokafrágangur eftir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þetta er í raun risastór frystikista, 2.400 fermetrar að grunnfleti og ellefu metra há en byggingarstjóri var Fáskrúðsfirðingurinn Þorsteinn Bjarnason. Frystigeymslan kostaði um 700 milljónir króna og reis á aðeins fimm mánuðum. Í henni rúmast um 7.400 tonn af frystum sjávarafurðum. „Það er bara verið að bregðast við markaðsaðstæðum. Og menn verða að gera það bara hratt og örugglega,“ segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80, sem veiðir allan makrílinn sem berst á land á Fáskrúðsfirði þessa dagana. Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Aukið geymslurými veldur því að sjómennirnir á Hoffellinu geta haldið áfram að mokveiða makríl án þess að menn hafi áhyggjur af því hvað eigi að gera við aflann. Jafnframt léttir frystigeymslan verulega á þrýstingi á að selja frá sér afurðir þegar verðin á erlendum mörkuðum eru lág, að sögn Friðriks Mars Guðmundssonar framkvæmdastjóra. Hún gefi Loðnuvinnslunni þannig færi á að fá jafnari og betri verð. Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þeir selja þetta bara í svona smáskömmtum. Þá verðum við náttúrlega að geta geymt þetta. Þetta fer meira og minna allt árið í stað þess að þetta fór allt á einu bretti. Þá verður náttúrlega að hafa pláss til þess að geyma þetta,“ segir Bergur skipstjóri. Fjarðabyggð Tengdar fréttir Það eru bara allir í góðu skapi á makrílvertíð á Fáskrúðsfirði Uppgrip eru hjá 160 starfsmönnum Loðnuvinnslunnar á makrílvertíð sem stefnir í að slá öll met. 13. september 2016 21:30 "Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Viðskiptabannið við Rússland olli því að risastór frystigeymsla er risin á Fáskrúðsfirði, næststærsta hús í sögu byggðarinnar. Geymslan kemur í góðar þarfir nú þegar verið er að moka upp makrílnum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það vantar víst bara örfáa fermetra upp á að nýja húsið teljist það stærsta í sögu Fáskrúðsfjarðar. Þegar Rússlandsmarkaður fyrir makríl lokaðist í ágúst í fyrra brugðust ráðamenn Loðnuvinnslunnar við með því að ráðast í byggingarframkvæmdir.Frystigeymslan er 40 x 60 metrar að grunnfleti og 11 metra há. Ennþá er lokafrágangur eftir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þetta er í raun risastór frystikista, 2.400 fermetrar að grunnfleti og ellefu metra há en byggingarstjóri var Fáskrúðsfirðingurinn Þorsteinn Bjarnason. Frystigeymslan kostaði um 700 milljónir króna og reis á aðeins fimm mánuðum. Í henni rúmast um 7.400 tonn af frystum sjávarafurðum. „Það er bara verið að bregðast við markaðsaðstæðum. Og menn verða að gera það bara hratt og örugglega,“ segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80, sem veiðir allan makrílinn sem berst á land á Fáskrúðsfirði þessa dagana. Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU-80.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Aukið geymslurými veldur því að sjómennirnir á Hoffellinu geta haldið áfram að mokveiða makríl án þess að menn hafi áhyggjur af því hvað eigi að gera við aflann. Jafnframt léttir frystigeymslan verulega á þrýstingi á að selja frá sér afurðir þegar verðin á erlendum mörkuðum eru lág, að sögn Friðriks Mars Guðmundssonar framkvæmdastjóra. Hún gefi Loðnuvinnslunni þannig færi á að fá jafnari og betri verð. Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þeir selja þetta bara í svona smáskömmtum. Þá verðum við náttúrlega að geta geymt þetta. Þetta fer meira og minna allt árið í stað þess að þetta fór allt á einu bretti. Þá verður náttúrlega að hafa pláss til þess að geyma þetta,“ segir Bergur skipstjóri.
Fjarðabyggð Tengdar fréttir Það eru bara allir í góðu skapi á makrílvertíð á Fáskrúðsfirði Uppgrip eru hjá 160 starfsmönnum Loðnuvinnslunnar á makrílvertíð sem stefnir í að slá öll met. 13. september 2016 21:30 "Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Það eru bara allir í góðu skapi á makrílvertíð á Fáskrúðsfirði Uppgrip eru hjá 160 starfsmönnum Loðnuvinnslunnar á makrílvertíð sem stefnir í að slá öll met. 13. september 2016 21:30
"Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15