Afhenda sjávarútvegsráðherra hundrað þúsund undirskriftir gegn hvalveiðum Birta Svavarsdóttir skrifar 1. september 2016 17:09 Telja að hvalveiðar geti haft alvarleg áhrif á hvalaskoðun við Ísland. AFP Alþjóðadýravelferðarsjóðurinn (IFAW) mun klukkan 14 á morgun afhenda sjávarútvegsráðherra undirskriftir fólks sem lofar að borða ekki hvalkjöt og hvetur stjórnvöld til að stöðva veiðarnar. Yfir hundrað þúsund undirskriftum ferðamanna og Íslendinga hefur nú verið safnað síðan IFAW og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hófu söfnunina árið 2011. Viðstaddir verða sjálfboðaliðar samtakanna, íslenskt tónlistarfólk sem stutt hefur verkefnið á vefsíðunni www.ifaw.is og með tónleikum á Hvalasýningunni á Granda í síðustu viku, auk fulltrúa Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigursteini Mássyni fyrir hönd IFAW nú í dag.Færri ferðamenn smakka hvalkjöt Í samtali við blaðamann Vísis segir Sigursteinn að undirskriftasöfnun hafi verið hrundið af stað árið 2011 vegna þess að skömmu áður kom í ljós að allt að fjörutíu prósent farþega um borð í hvalaskoðunarbátum sögðust hafa smakkað hvalkjöt, þó svo að sama fólk kæmi frá löndum sem væru alfarið á móti hvalveiðum og segðist sjálft vera sama sinnis. Hugmyndin var því að tengja saman það sem fólk segðist standa fyrir og svo hegðun þess og gjörðir. Telur Sigursteinn IFAW hafa náð miklum árangri á undanförnum árum og segir herferðina hafa verið mjög sýnilega, ef tekið væri tillit til kannanna sem gerðar voru á ferðamönnum á Umferðarmiðstöð BSÍ. Jafnt og þétt hafi svo hlutfall þeirra sem segjast hafa smakkað hvalkjöt á Íslandi lækkað, úr þeim fjörutíu prósentum sem mældust 2009 niður í tólf prósent núna.Misskilningur að hvalkjöt sé hefðbundinn íslenskur matur Samkvæmt heimasíðu samtakanna IFAW segjast 97 prósent Íslendinga borða hvalkjöt sjaldan eða ekki, en byggir sú tala á Gallup könnun frá október síðastliðnum. Voru þá um þrjú prósent sem sögðust neyta hvalkjöts oft eða reglulega, en þar var viðmiðið sex sinnum eða oftar á ári. 82 prósent yfir heildina sögðust aldrei neyta hvalkjöts, og meðal yngri aldurshópa voru heil 90 prósent sem sögðust aldrei borða hvalkjöt. Segir Sigursteinn því mikinn misskilning felast í því að segja að hvalkjöt sé hefðbundinn íslenskur matur sem Íslendingar neyta reglulega.Sigursteinn MássonVísir/GVAVerið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni Aðspurður um markmið undirskriftasöfnunarinnar segir Sigursteinn, að „í Faxaflóa þar sem flest dýranna hafa verið veidd á undanförnum árum er staðan orðin mjög alvarleg. Hegðun dýranna ber þess merki að þau eru að halda sig fjær bátunum og eru varari um sig, en hvalir eru forvitin dýr að eðlisfari. Sá forvitniseiginleiki er að mestu leyti horfinn þannig að það er líklegt að þessar veiðar á litlu svæði ár eftir ár séu farnar að segja til sín og hafa mikil áhrif. Mun færri hrefnur sjást nú en áður og þær eru varari um sig sem getur haft mjög alvarleg áhrif á næststærstu afþreyingargrein íslenskrar ferðaþjónustu, sem er hvalaskoðun. Hér er verið að fórna miklu meiri hagsmunum fyrir minni.“ „Með þessu viljum við hvetja stjórnvöld til að grípa inn í þetta ferli og banna veiðarnar inni í Faxaflóanum. Það er það skref sem er algjörlega nauðsynlegt að taka og það nær ekki nokkurri átt að halda áfram eins og verið hefur,“ sagði Sigursteinn að lokum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Alþjóðadýravelferðarsjóðurinn (IFAW) mun klukkan 14 á morgun afhenda sjávarútvegsráðherra undirskriftir fólks sem lofar að borða ekki hvalkjöt og hvetur stjórnvöld til að stöðva veiðarnar. Yfir hundrað þúsund undirskriftum ferðamanna og Íslendinga hefur nú verið safnað síðan IFAW og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hófu söfnunina árið 2011. Viðstaddir verða sjálfboðaliðar samtakanna, íslenskt tónlistarfólk sem stutt hefur verkefnið á vefsíðunni www.ifaw.is og með tónleikum á Hvalasýningunni á Granda í síðustu viku, auk fulltrúa Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigursteini Mássyni fyrir hönd IFAW nú í dag.Færri ferðamenn smakka hvalkjöt Í samtali við blaðamann Vísis segir Sigursteinn að undirskriftasöfnun hafi verið hrundið af stað árið 2011 vegna þess að skömmu áður kom í ljós að allt að fjörutíu prósent farþega um borð í hvalaskoðunarbátum sögðust hafa smakkað hvalkjöt, þó svo að sama fólk kæmi frá löndum sem væru alfarið á móti hvalveiðum og segðist sjálft vera sama sinnis. Hugmyndin var því að tengja saman það sem fólk segðist standa fyrir og svo hegðun þess og gjörðir. Telur Sigursteinn IFAW hafa náð miklum árangri á undanförnum árum og segir herferðina hafa verið mjög sýnilega, ef tekið væri tillit til kannanna sem gerðar voru á ferðamönnum á Umferðarmiðstöð BSÍ. Jafnt og þétt hafi svo hlutfall þeirra sem segjast hafa smakkað hvalkjöt á Íslandi lækkað, úr þeim fjörutíu prósentum sem mældust 2009 niður í tólf prósent núna.Misskilningur að hvalkjöt sé hefðbundinn íslenskur matur Samkvæmt heimasíðu samtakanna IFAW segjast 97 prósent Íslendinga borða hvalkjöt sjaldan eða ekki, en byggir sú tala á Gallup könnun frá október síðastliðnum. Voru þá um þrjú prósent sem sögðust neyta hvalkjöts oft eða reglulega, en þar var viðmiðið sex sinnum eða oftar á ári. 82 prósent yfir heildina sögðust aldrei neyta hvalkjöts, og meðal yngri aldurshópa voru heil 90 prósent sem sögðust aldrei borða hvalkjöt. Segir Sigursteinn því mikinn misskilning felast í því að segja að hvalkjöt sé hefðbundinn íslenskur matur sem Íslendingar neyta reglulega.Sigursteinn MássonVísir/GVAVerið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni Aðspurður um markmið undirskriftasöfnunarinnar segir Sigursteinn, að „í Faxaflóa þar sem flest dýranna hafa verið veidd á undanförnum árum er staðan orðin mjög alvarleg. Hegðun dýranna ber þess merki að þau eru að halda sig fjær bátunum og eru varari um sig, en hvalir eru forvitin dýr að eðlisfari. Sá forvitniseiginleiki er að mestu leyti horfinn þannig að það er líklegt að þessar veiðar á litlu svæði ár eftir ár séu farnar að segja til sín og hafa mikil áhrif. Mun færri hrefnur sjást nú en áður og þær eru varari um sig sem getur haft mjög alvarleg áhrif á næststærstu afþreyingargrein íslenskrar ferðaþjónustu, sem er hvalaskoðun. Hér er verið að fórna miklu meiri hagsmunum fyrir minni.“ „Með þessu viljum við hvetja stjórnvöld til að grípa inn í þetta ferli og banna veiðarnar inni í Faxaflóanum. Það er það skref sem er algjörlega nauðsynlegt að taka og það nær ekki nokkurri átt að halda áfram eins og verið hefur,“ sagði Sigursteinn að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent