Snodgrass með þrennu í stórsigri Skota | Jovetic bjargaði stigi í Rúmeníu Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. september 2016 20:42 Robert Snodgrass fagnar marki. vísir/getty Skotland átti ekki í teljandi vandræðum með að pakka smáliði Möltu saman, 5-1, í fyrsta leik liðanna í F-riðli undankeppni HM 2018. Robert Snodgrass, leikmaður Hull í ensku úrvalsdeildinni, kom Skotlandi yfir á níundu mínútu en Maltverjar jöfnuðu reyndar metin fjórum mínútum síðar með marki Alfred Effiong, 1-1. Þannig var staðan í hálfleik en Chris Martin kom Skotum svo aftur í forystu, 2-1, á 53. mínútu og sjö mínútum síðar kom vendipunktur leiksins. Jonathan Caruana, varnarmaður Möltu, var rekinn af velli þegar hann gaf vítaspyrnu en úr henni skoraði Snodgrass annað mark sitt í leiknum, 3-1. Steven Fletcher kom Skotlandi í 4-1 á 78. mínútú áður en Snodgrass, sem skoraði sigurmark Hull gegn Leicester á dögunum, fullkomnaði þrennuna sex mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Lokatölur, 5-1. Skotar eru á toppi riðilsins með þrjú stig líkt og England sem marði Slóvakíu fyrr í dag en hefur betri markatölu. Litháen og Slóvenía skildu jöfn, 2-2, í sama riðli. Í E-riðli gerðu Rúmenía og Svartfjallaland 1-1 jafntefli. Eftir markalausar 85 mínútur kom Adrian Popa, leikmaður Steaua Búkarest, heimamönnum yfir, 1-0, og virtist vera að tryggja Rúmeníu sigurinn. En Stevan Jovetic, fyrrverandi leikmaður Manchester City, bjargaði stigi fyrir Svartfellinga með marki tveimur mínútum síðar, 1-1. Í sama riðli vann Danmörk sigur á Armeníu, 1-0, og Kasakstan og Pólland skildu jöfn, 2-2. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Eriksen skoraði og brenndi af víti í sigri Dana | Myndband Sjáðu markið og vítaklúðrið hjá Christian Eriksen í sigri Dana gegn Armenum. 4. september 2016 17:45 Pólverjar misstu niður 2-0 forskot gegn Kasakstan á sjö mínútum Afar óvænt úrslit litu dagsins ljós í E-riðli undankeppni HM 2018 þar sem Kasakstan hirti stig af Póllandi. 4. september 2016 17:56 Norðmenn engin fyrirstaða fyrir heimsmeistarana Þjóðverjar byrja undankeppni HM 2018 af miklum krafti en þeir rúlluðu yfir Norðmenn, 0-3, á Ullevaal vellinum í Osló í kvöld. 4. september 2016 20:30 Lallana tryggði Englandi sigurinn í fyrsta leik Stóra Sams | Sjáðu markið og rauða spjaldið Adam Lallana tryggði Englandi 0-1 sigur á Slóvakíu í fyrsta leik liðsins undir stjórn Sams Allardyce. 4. september 2016 18:00 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira
Skotland átti ekki í teljandi vandræðum með að pakka smáliði Möltu saman, 5-1, í fyrsta leik liðanna í F-riðli undankeppni HM 2018. Robert Snodgrass, leikmaður Hull í ensku úrvalsdeildinni, kom Skotlandi yfir á níundu mínútu en Maltverjar jöfnuðu reyndar metin fjórum mínútum síðar með marki Alfred Effiong, 1-1. Þannig var staðan í hálfleik en Chris Martin kom Skotum svo aftur í forystu, 2-1, á 53. mínútu og sjö mínútum síðar kom vendipunktur leiksins. Jonathan Caruana, varnarmaður Möltu, var rekinn af velli þegar hann gaf vítaspyrnu en úr henni skoraði Snodgrass annað mark sitt í leiknum, 3-1. Steven Fletcher kom Skotlandi í 4-1 á 78. mínútú áður en Snodgrass, sem skoraði sigurmark Hull gegn Leicester á dögunum, fullkomnaði þrennuna sex mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Lokatölur, 5-1. Skotar eru á toppi riðilsins með þrjú stig líkt og England sem marði Slóvakíu fyrr í dag en hefur betri markatölu. Litháen og Slóvenía skildu jöfn, 2-2, í sama riðli. Í E-riðli gerðu Rúmenía og Svartfjallaland 1-1 jafntefli. Eftir markalausar 85 mínútur kom Adrian Popa, leikmaður Steaua Búkarest, heimamönnum yfir, 1-0, og virtist vera að tryggja Rúmeníu sigurinn. En Stevan Jovetic, fyrrverandi leikmaður Manchester City, bjargaði stigi fyrir Svartfellinga með marki tveimur mínútum síðar, 1-1. Í sama riðli vann Danmörk sigur á Armeníu, 1-0, og Kasakstan og Pólland skildu jöfn, 2-2.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Eriksen skoraði og brenndi af víti í sigri Dana | Myndband Sjáðu markið og vítaklúðrið hjá Christian Eriksen í sigri Dana gegn Armenum. 4. september 2016 17:45 Pólverjar misstu niður 2-0 forskot gegn Kasakstan á sjö mínútum Afar óvænt úrslit litu dagsins ljós í E-riðli undankeppni HM 2018 þar sem Kasakstan hirti stig af Póllandi. 4. september 2016 17:56 Norðmenn engin fyrirstaða fyrir heimsmeistarana Þjóðverjar byrja undankeppni HM 2018 af miklum krafti en þeir rúlluðu yfir Norðmenn, 0-3, á Ullevaal vellinum í Osló í kvöld. 4. september 2016 20:30 Lallana tryggði Englandi sigurinn í fyrsta leik Stóra Sams | Sjáðu markið og rauða spjaldið Adam Lallana tryggði Englandi 0-1 sigur á Slóvakíu í fyrsta leik liðsins undir stjórn Sams Allardyce. 4. september 2016 18:00 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira
Eriksen skoraði og brenndi af víti í sigri Dana | Myndband Sjáðu markið og vítaklúðrið hjá Christian Eriksen í sigri Dana gegn Armenum. 4. september 2016 17:45
Pólverjar misstu niður 2-0 forskot gegn Kasakstan á sjö mínútum Afar óvænt úrslit litu dagsins ljós í E-riðli undankeppni HM 2018 þar sem Kasakstan hirti stig af Póllandi. 4. september 2016 17:56
Norðmenn engin fyrirstaða fyrir heimsmeistarana Þjóðverjar byrja undankeppni HM 2018 af miklum krafti en þeir rúlluðu yfir Norðmenn, 0-3, á Ullevaal vellinum í Osló í kvöld. 4. september 2016 20:30
Lallana tryggði Englandi sigurinn í fyrsta leik Stóra Sams | Sjáðu markið og rauða spjaldið Adam Lallana tryggði Englandi 0-1 sigur á Slóvakíu í fyrsta leik liðsins undir stjórn Sams Allardyce. 4. september 2016 18:00