Borgnesingar skoða ylströnd í Englendingavík Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. september 2016 07:00 Einar S. Valdimarsson í Englendingavík þar sem hugmyndin er að koma upp ylströnd með heitum pottum. Mynd/Magnús Kári Einarsson „Við erum að reyna að lífga þetta enn meira,“ segir Einar S. Valdimarsson sem óskar eftir samstarfi við Borgarbyggð um gerð ylstrandar í Englendingavík. Einar rekur þegar bæði veitingastað og heimagistingu í Englendingavík og hefur auk þess verið að gera þar upp annan húsakost, þar með talið pakkhús og gömlu kaupfélagsskrifstofurnar, til að víkka út starfsemina. Margir þekkja svæðið við Englendingavík, ekki síst barnafólk sem sótt hefur hinn vinsæla Bjössaróló sem orðinn er þekkt kennileiti í Borgarnesi. Einar segir víkina afar skjólsæla, sérstaklega í norðanátt. „Hér 150 metra frá var fólk á ungmennafélagsmóti um daginn norpandi á meðan það voru krakkar á sundskýlum hjá okkur. Þetta er bara náttúruperla, ekkert annað,“ útskýrir vertinn í víkinni. „Draumurinn hjá arkitektinum er að vera jafnvel með litla heita potta sem flæðir inn í. En enn þá eru þetta bara hugmyndir sem kviknuðu,“ segir Einar sem kveðst einnig líta til samstarfs við Orkuveituna varðandi heitu pottana og hugsanlega sturtuaðstöðu. „Þá er hugmyndin að lýsa upp klettavegg ofan við göngustíg sem liggur frá brúnni yfir í Brákarey og gera þetta svolítið flott. Þetta er spurning um að lífga aðeins upp á,“ segir Einar sem kveður ætlunina að fá listamann til að „finna og draga fram mannamyndir“ sem séu þar fyrir í klettunum. „Vandamálið í ferðaþjónustunni er að útlendingurinn þarf að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann þarf eitthvað öðruvísi og eitthvað sem er gaman að skoða,“ undirstrikar Einar. Ótaldar eru hugmyndir um að koma fyrir gömlum bát við steinbryggjuna til augnayndis og setja upp vefmyndavélar í Litlu-Brákarey sem er friðuð og Einar kveður vera mikla fuglaparadís. „Hugmyndin er að gera fólki kleift að sjá æðarfuglinn með ungana og að það geti fylgst með flóðinu og fjörunni. Ég held að ferðaþjónusta í Borgarnesi eigi vannýtt tækifæri í fuglunum og strandlengjunni almennt.“ Byggðarráð Borgarbyggðar segir þessar hugmyndir áhugaverðar og hefur sett þær í skoðun.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuEinar S. Valdimarson við veitingahúsið Englendingavík.Mynd/Magnús Kári Einarsson Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
„Við erum að reyna að lífga þetta enn meira,“ segir Einar S. Valdimarsson sem óskar eftir samstarfi við Borgarbyggð um gerð ylstrandar í Englendingavík. Einar rekur þegar bæði veitingastað og heimagistingu í Englendingavík og hefur auk þess verið að gera þar upp annan húsakost, þar með talið pakkhús og gömlu kaupfélagsskrifstofurnar, til að víkka út starfsemina. Margir þekkja svæðið við Englendingavík, ekki síst barnafólk sem sótt hefur hinn vinsæla Bjössaróló sem orðinn er þekkt kennileiti í Borgarnesi. Einar segir víkina afar skjólsæla, sérstaklega í norðanátt. „Hér 150 metra frá var fólk á ungmennafélagsmóti um daginn norpandi á meðan það voru krakkar á sundskýlum hjá okkur. Þetta er bara náttúruperla, ekkert annað,“ útskýrir vertinn í víkinni. „Draumurinn hjá arkitektinum er að vera jafnvel með litla heita potta sem flæðir inn í. En enn þá eru þetta bara hugmyndir sem kviknuðu,“ segir Einar sem kveðst einnig líta til samstarfs við Orkuveituna varðandi heitu pottana og hugsanlega sturtuaðstöðu. „Þá er hugmyndin að lýsa upp klettavegg ofan við göngustíg sem liggur frá brúnni yfir í Brákarey og gera þetta svolítið flott. Þetta er spurning um að lífga aðeins upp á,“ segir Einar sem kveður ætlunina að fá listamann til að „finna og draga fram mannamyndir“ sem séu þar fyrir í klettunum. „Vandamálið í ferðaþjónustunni er að útlendingurinn þarf að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann þarf eitthvað öðruvísi og eitthvað sem er gaman að skoða,“ undirstrikar Einar. Ótaldar eru hugmyndir um að koma fyrir gömlum bát við steinbryggjuna til augnayndis og setja upp vefmyndavélar í Litlu-Brákarey sem er friðuð og Einar kveður vera mikla fuglaparadís. „Hugmyndin er að gera fólki kleift að sjá æðarfuglinn með ungana og að það geti fylgst með flóðinu og fjörunni. Ég held að ferðaþjónusta í Borgarnesi eigi vannýtt tækifæri í fuglunum og strandlengjunni almennt.“ Byggðarráð Borgarbyggðar segir þessar hugmyndir áhugaverðar og hefur sett þær í skoðun.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuEinar S. Valdimarson við veitingahúsið Englendingavík.Mynd/Magnús Kári Einarsson
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira