Borgnesingar skoða ylströnd í Englendingavík Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. september 2016 07:00 Einar S. Valdimarsson í Englendingavík þar sem hugmyndin er að koma upp ylströnd með heitum pottum. Mynd/Magnús Kári Einarsson „Við erum að reyna að lífga þetta enn meira,“ segir Einar S. Valdimarsson sem óskar eftir samstarfi við Borgarbyggð um gerð ylstrandar í Englendingavík. Einar rekur þegar bæði veitingastað og heimagistingu í Englendingavík og hefur auk þess verið að gera þar upp annan húsakost, þar með talið pakkhús og gömlu kaupfélagsskrifstofurnar, til að víkka út starfsemina. Margir þekkja svæðið við Englendingavík, ekki síst barnafólk sem sótt hefur hinn vinsæla Bjössaróló sem orðinn er þekkt kennileiti í Borgarnesi. Einar segir víkina afar skjólsæla, sérstaklega í norðanátt. „Hér 150 metra frá var fólk á ungmennafélagsmóti um daginn norpandi á meðan það voru krakkar á sundskýlum hjá okkur. Þetta er bara náttúruperla, ekkert annað,“ útskýrir vertinn í víkinni. „Draumurinn hjá arkitektinum er að vera jafnvel með litla heita potta sem flæðir inn í. En enn þá eru þetta bara hugmyndir sem kviknuðu,“ segir Einar sem kveðst einnig líta til samstarfs við Orkuveituna varðandi heitu pottana og hugsanlega sturtuaðstöðu. „Þá er hugmyndin að lýsa upp klettavegg ofan við göngustíg sem liggur frá brúnni yfir í Brákarey og gera þetta svolítið flott. Þetta er spurning um að lífga aðeins upp á,“ segir Einar sem kveður ætlunina að fá listamann til að „finna og draga fram mannamyndir“ sem séu þar fyrir í klettunum. „Vandamálið í ferðaþjónustunni er að útlendingurinn þarf að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann þarf eitthvað öðruvísi og eitthvað sem er gaman að skoða,“ undirstrikar Einar. Ótaldar eru hugmyndir um að koma fyrir gömlum bát við steinbryggjuna til augnayndis og setja upp vefmyndavélar í Litlu-Brákarey sem er friðuð og Einar kveður vera mikla fuglaparadís. „Hugmyndin er að gera fólki kleift að sjá æðarfuglinn með ungana og að það geti fylgst með flóðinu og fjörunni. Ég held að ferðaþjónusta í Borgarnesi eigi vannýtt tækifæri í fuglunum og strandlengjunni almennt.“ Byggðarráð Borgarbyggðar segir þessar hugmyndir áhugaverðar og hefur sett þær í skoðun.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuEinar S. Valdimarson við veitingahúsið Englendingavík.Mynd/Magnús Kári Einarsson Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
„Við erum að reyna að lífga þetta enn meira,“ segir Einar S. Valdimarsson sem óskar eftir samstarfi við Borgarbyggð um gerð ylstrandar í Englendingavík. Einar rekur þegar bæði veitingastað og heimagistingu í Englendingavík og hefur auk þess verið að gera þar upp annan húsakost, þar með talið pakkhús og gömlu kaupfélagsskrifstofurnar, til að víkka út starfsemina. Margir þekkja svæðið við Englendingavík, ekki síst barnafólk sem sótt hefur hinn vinsæla Bjössaróló sem orðinn er þekkt kennileiti í Borgarnesi. Einar segir víkina afar skjólsæla, sérstaklega í norðanátt. „Hér 150 metra frá var fólk á ungmennafélagsmóti um daginn norpandi á meðan það voru krakkar á sundskýlum hjá okkur. Þetta er bara náttúruperla, ekkert annað,“ útskýrir vertinn í víkinni. „Draumurinn hjá arkitektinum er að vera jafnvel með litla heita potta sem flæðir inn í. En enn þá eru þetta bara hugmyndir sem kviknuðu,“ segir Einar sem kveðst einnig líta til samstarfs við Orkuveituna varðandi heitu pottana og hugsanlega sturtuaðstöðu. „Þá er hugmyndin að lýsa upp klettavegg ofan við göngustíg sem liggur frá brúnni yfir í Brákarey og gera þetta svolítið flott. Þetta er spurning um að lífga aðeins upp á,“ segir Einar sem kveður ætlunina að fá listamann til að „finna og draga fram mannamyndir“ sem séu þar fyrir í klettunum. „Vandamálið í ferðaþjónustunni er að útlendingurinn þarf að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann þarf eitthvað öðruvísi og eitthvað sem er gaman að skoða,“ undirstrikar Einar. Ótaldar eru hugmyndir um að koma fyrir gömlum bát við steinbryggjuna til augnayndis og setja upp vefmyndavélar í Litlu-Brákarey sem er friðuð og Einar kveður vera mikla fuglaparadís. „Hugmyndin er að gera fólki kleift að sjá æðarfuglinn með ungana og að það geti fylgst með flóðinu og fjörunni. Ég held að ferðaþjónusta í Borgarnesi eigi vannýtt tækifæri í fuglunum og strandlengjunni almennt.“ Byggðarráð Borgarbyggðar segir þessar hugmyndir áhugaverðar og hefur sett þær í skoðun.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuEinar S. Valdimarson við veitingahúsið Englendingavík.Mynd/Magnús Kári Einarsson
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent