Kaupmáttur og aldraðir Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar 7. september 2016 08:00 Kaupmáttur á Íslandi hefur vaxið umtalsvert að undanförnu. Skiptir litlu hvort litið er til vísitölu þeirrar sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur tekur saman eða þeirrar sem Hagstofa Íslands tekur saman. Kaupmáttur vex og það sem aldrei fyrr. Því ber að fagna. En er þetta nóg? Við eigum þó eftir eitt mikilvægt mál. Við eigum eftir að leiðrétta kjör aldraðra á Íslandi. Margir aldraðir hafa það bærilegt en það eru hópar sem sjá ekki fram á að viðamikið lífeyriskerfi nái tryggja góð lífsskilyrði þeirra. Það vekur sérstaka undrun að falli heilsuhraustur einstaklingur undir skilgreiningar Tryggingastofnunar og hefur borgað lon og don í lífeyrissjóð sinn alla sína hunds- og kattartíð má ætla að hann fái ekki meira en sem nemur 207 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur á mánuði. Taki þessi eldri borgari upp á því að vinna eilítið, þar sem hann er heilsuhraustur og vill vera í félagsskap með öðru fólki úti í atvinnulífinu, og fær fyrir það um kr. 100 þúsund á mánuði byrjar skerðing að bíta. Þessar 207 þúsundir hækka upp í aðeins um 246 þúsund að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil. Þessi aukavinna skilar því aðeins um 39 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur eftir að einstaklingurinn hefur unnið fyrir 100 þúsund krónum. Þarna rýrna réttindi hans umtalsvert. Framfærsluuppbótin fellur niður og fullir skattar koma til. Hvatinn til að vinna er því enginn. Hafi annar einstaklingur sömu forsendur og framangreindur aðili, en í stað þess að vinna á hann kost á leigutekjum af húsnæði því sem hann hefur byggt upp og sparað með elju og dugnaði og hefur 100 þúsund krónur í tekjur af þessu húsnæði, verður refsing hans öllu meiri og fara tekjur hans þá úr 207 þúsundum upp í aðeins 230 þúsund. Svo hressilega er bitið af þeim sem leggja til hliðar og spara í húsnæði að 100 þúsund þessa einstaklings verða að 23 þúsundum með tilsvarandi fjárhagslegum og þannig félagslegum refsingum Tryggingastofnunar. Í kerfinu er því hvati til að spara ekkert, eiga ekkert og leggja ekkert fyrir til mögru áranna. Er það hagkvæmt fyrir land og þjóð? Lagaumgjörðin öll um ellilífeyri, örorkubætur og Tryggingastofnun sjálfa er komin á tíma.Greinin birtits fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Kaupmáttur á Íslandi hefur vaxið umtalsvert að undanförnu. Skiptir litlu hvort litið er til vísitölu þeirrar sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur tekur saman eða þeirrar sem Hagstofa Íslands tekur saman. Kaupmáttur vex og það sem aldrei fyrr. Því ber að fagna. En er þetta nóg? Við eigum þó eftir eitt mikilvægt mál. Við eigum eftir að leiðrétta kjör aldraðra á Íslandi. Margir aldraðir hafa það bærilegt en það eru hópar sem sjá ekki fram á að viðamikið lífeyriskerfi nái tryggja góð lífsskilyrði þeirra. Það vekur sérstaka undrun að falli heilsuhraustur einstaklingur undir skilgreiningar Tryggingastofnunar og hefur borgað lon og don í lífeyrissjóð sinn alla sína hunds- og kattartíð má ætla að hann fái ekki meira en sem nemur 207 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur á mánuði. Taki þessi eldri borgari upp á því að vinna eilítið, þar sem hann er heilsuhraustur og vill vera í félagsskap með öðru fólki úti í atvinnulífinu, og fær fyrir það um kr. 100 þúsund á mánuði byrjar skerðing að bíta. Þessar 207 þúsundir hækka upp í aðeins um 246 þúsund að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil. Þessi aukavinna skilar því aðeins um 39 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur eftir að einstaklingurinn hefur unnið fyrir 100 þúsund krónum. Þarna rýrna réttindi hans umtalsvert. Framfærsluuppbótin fellur niður og fullir skattar koma til. Hvatinn til að vinna er því enginn. Hafi annar einstaklingur sömu forsendur og framangreindur aðili, en í stað þess að vinna á hann kost á leigutekjum af húsnæði því sem hann hefur byggt upp og sparað með elju og dugnaði og hefur 100 þúsund krónur í tekjur af þessu húsnæði, verður refsing hans öllu meiri og fara tekjur hans þá úr 207 þúsundum upp í aðeins 230 þúsund. Svo hressilega er bitið af þeim sem leggja til hliðar og spara í húsnæði að 100 þúsund þessa einstaklings verða að 23 þúsundum með tilsvarandi fjárhagslegum og þannig félagslegum refsingum Tryggingastofnunar. Í kerfinu er því hvati til að spara ekkert, eiga ekkert og leggja ekkert fyrir til mögru áranna. Er það hagkvæmt fyrir land og þjóð? Lagaumgjörðin öll um ellilífeyri, örorkubætur og Tryggingastofnun sjálfa er komin á tíma.Greinin birtits fyrst í Fréttablaðinu.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun