Hvað þarf að hafa í huga fyrir Bieber-tónleikana? sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. september 2016 15:45 Skærasta stjarna heims stígur á svið í Kórnum í Kópavogi annað kvöld. vísir/getty Að ýmsu er að huga áður en haldið er af stað á tónleika Justins Bieber sem haldnir verða næstu tvö kvöld í Kórnum í Kópavogi. Búist er við allt að fjörutíu þúsund manns á tónleikunum.Hvenær á ég að mæta? Útisvæðið við Kórinn verður opnað klukkan 16 en gera má ráð fyrir að töluverðar biðraðir verði teknar að myndast fyrir þann tíma. Þeir allra hörðustu koma væntanlega til með að mæta snemma dags í þeim tilgangi að komast sem næst poppgoðinu þegar það loks stígur á svið um klukkan 20.30 annað kvöld. Á sama tíma, klukkan 16, taka umferðartakmarkanir í Kórahverfi gildi. Nánasta umhverfi við Kórinn verður lokað á tónleikadögunum fyrir alla nema íbúa í Kórahverfi og mun lögregla stýra umferð. Íbúar þurfa hins vegar að framvísa umferðarpassa sem þeir fá senda heim, en þeir geta jafnframt nálgast þá í afgreiðslubási Tix í Smáralind.„Við erum að verða vör við það að krakkar eru alveg að tryllast og við erum að sjá að þeir eru að skipuleggja að mæta snemma, eða að mæta í nótt. Ég vil bara biðla til foreldra að reyna að hafa börnin sín ofan af því."vísir/anton brinkÍsleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live, biðlar til fólks að taka því rólega. Dagskráin liggi fyrir og því sé engin þörf á að mæta í Kórinn fyrir allar aldir. „Við erum að verða vör við það að krakkar séu alveg að tryllast og við erum að sjá að þeir eru að skipuleggja að mæta snemma, eða að mæta í nótt. Ég vil bara biðla til foreldra að reyna að hafa börnin sín ofan af því að gera það. Við munum auðvitað leggja okkur fram við að passa upp á krakkana og passa upp á öryggi, en það er enginn matur, engin þjónusta og ekkert salerni. Það er ekkert í lagi að leyfa krökkunum þetta,“ segir Ísleifur í samtali við Vísi. „Það er nóg pláss fyrir alla. Það sjá allir vel og heyra allir vel. Fólk þarf ekkert að stressa sig að komast inn í húsið eða að ná einhverri stöðu. Þetta verður allt saman gert í rólegheitum, alveg sama hversu margir eru mættir.“Fólk er hvatt til að taka strætó eða leigubíl.Hvernig á ég að koma mér á tónleikana? Mælt er með því að fólk nýti sér samgöngur á borð við strætisvagna eða leigubíla, frekar heldur en að styðjast við einkabílinn. Einungis tólf hundruð bílastæði eru við Kórinn, en ef fjórir eða fleiri eru saman í bíl verður hægt, gegn framvísun að minnsta kosti fjögurra tónleikamiða, að leggja á sérstöku svæði á meðan pláss leyfir. Þá verður nægur fjöldi hjólastæða fyrir þá sem koma á reiðhjóli, og bílastæði verða fyrir hreyfihamlaða. Jafnframt fær ferðaþjónusta fatlaðra aðgang alveg upp að húsi. Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu fyrir tónleikagesti frá klukkan 14 í morgun. Þá verða sætaferðir frá Smáralind að Kórnum, og til baka, frá klukkan 16 á tónleikadögum fyrir tónleikagesti. Ísleifur segir að jafnframt verði rútuferðir í boði að Smáralind að tónleikum loknum. „Það verða vagnar fyrir utan eftir tónleikana, fullt af þeim. Við fyllum vagnanna og þeir keyra í hringrás þar til allt tæmist,“ segir hann. Má ég taka með mér nesti? Æsingurinn verður að öllum líkindum umtalsverður á tónleikunum og er því vísara að næra sig vel áður en haldið er af stað. Ekki er leyfilegt að taka matvæli eða drykkjarföng á svæðið, en Ísleifur segir að verði ekki gerðar athugasemdir við vatnsflöskur í plasti. „Það má ekki taka með sér matvæli. Það er bara svona öryggis- og hreinlætismál. Ef allir væru að taka með sér hamborgara og pítsur þá yrði bara algjört ástand. Varðandi vatnsflöskur þá gerum við þær ekki upptækar. Ef fólk mætir með vatnbrúsa, ekki gler, og ef þetta er sannarlega vatn, þá gerum við ekkert í því,“ segir Ísleifur. Áfengi sé hins vegar ekki leyfilegt. „Það er mjög mikil gæsla og það er gæslunnar að fylgjast með því að það fari ekkert inn á svæðið sem má ekki fara inn.“ Þá eru stórir hlutir líkt og stólar bannaðir á tónleikunum.Er fleira sem þarf að huga að? Tónleikagestir eru hvattir til að mæta í þægilegum klæðnaði, enda getur orðið heitt inni á tónleikasvæðinu. Þá verður ekkert fatahengi á staðnum. Myndatökur á síma eða litlar myndavélar eru leyfilegar á staðnum, en atvinnumyndavélar eða myndavélabúnaður er bannaður. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Æstir aðdáendur Bieber þegar mættir á tónleikana Tónleikahaldari biður krakka að halda ró sinni. 7. september 2016 09:52 Sjáðu lagalista Justin Bieber á Purpose-tónleikaferðalaginu Justin Bieber er á leiðinni til landsins eins og flestum ætti að vera kunnugt en talið er að hann lendi á Reykjavíkurflugvelli síðar í dag. 7. september 2016 11:38 Ung stúlka í geðshræringu reyndi að klifra til Bieber Stúlkan náði ekki yfir og virtist vera vægast sagt spennt fyrir nærveru Bieber. 7. september 2016 13:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Að ýmsu er að huga áður en haldið er af stað á tónleika Justins Bieber sem haldnir verða næstu tvö kvöld í Kórnum í Kópavogi. Búist er við allt að fjörutíu þúsund manns á tónleikunum.Hvenær á ég að mæta? Útisvæðið við Kórinn verður opnað klukkan 16 en gera má ráð fyrir að töluverðar biðraðir verði teknar að myndast fyrir þann tíma. Þeir allra hörðustu koma væntanlega til með að mæta snemma dags í þeim tilgangi að komast sem næst poppgoðinu þegar það loks stígur á svið um klukkan 20.30 annað kvöld. Á sama tíma, klukkan 16, taka umferðartakmarkanir í Kórahverfi gildi. Nánasta umhverfi við Kórinn verður lokað á tónleikadögunum fyrir alla nema íbúa í Kórahverfi og mun lögregla stýra umferð. Íbúar þurfa hins vegar að framvísa umferðarpassa sem þeir fá senda heim, en þeir geta jafnframt nálgast þá í afgreiðslubási Tix í Smáralind.„Við erum að verða vör við það að krakkar eru alveg að tryllast og við erum að sjá að þeir eru að skipuleggja að mæta snemma, eða að mæta í nótt. Ég vil bara biðla til foreldra að reyna að hafa börnin sín ofan af því."vísir/anton brinkÍsleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live, biðlar til fólks að taka því rólega. Dagskráin liggi fyrir og því sé engin þörf á að mæta í Kórinn fyrir allar aldir. „Við erum að verða vör við það að krakkar séu alveg að tryllast og við erum að sjá að þeir eru að skipuleggja að mæta snemma, eða að mæta í nótt. Ég vil bara biðla til foreldra að reyna að hafa börnin sín ofan af því að gera það. Við munum auðvitað leggja okkur fram við að passa upp á krakkana og passa upp á öryggi, en það er enginn matur, engin þjónusta og ekkert salerni. Það er ekkert í lagi að leyfa krökkunum þetta,“ segir Ísleifur í samtali við Vísi. „Það er nóg pláss fyrir alla. Það sjá allir vel og heyra allir vel. Fólk þarf ekkert að stressa sig að komast inn í húsið eða að ná einhverri stöðu. Þetta verður allt saman gert í rólegheitum, alveg sama hversu margir eru mættir.“Fólk er hvatt til að taka strætó eða leigubíl.Hvernig á ég að koma mér á tónleikana? Mælt er með því að fólk nýti sér samgöngur á borð við strætisvagna eða leigubíla, frekar heldur en að styðjast við einkabílinn. Einungis tólf hundruð bílastæði eru við Kórinn, en ef fjórir eða fleiri eru saman í bíl verður hægt, gegn framvísun að minnsta kosti fjögurra tónleikamiða, að leggja á sérstöku svæði á meðan pláss leyfir. Þá verður nægur fjöldi hjólastæða fyrir þá sem koma á reiðhjóli, og bílastæði verða fyrir hreyfihamlaða. Jafnframt fær ferðaþjónusta fatlaðra aðgang alveg upp að húsi. Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu fyrir tónleikagesti frá klukkan 14 í morgun. Þá verða sætaferðir frá Smáralind að Kórnum, og til baka, frá klukkan 16 á tónleikadögum fyrir tónleikagesti. Ísleifur segir að jafnframt verði rútuferðir í boði að Smáralind að tónleikum loknum. „Það verða vagnar fyrir utan eftir tónleikana, fullt af þeim. Við fyllum vagnanna og þeir keyra í hringrás þar til allt tæmist,“ segir hann. Má ég taka með mér nesti? Æsingurinn verður að öllum líkindum umtalsverður á tónleikunum og er því vísara að næra sig vel áður en haldið er af stað. Ekki er leyfilegt að taka matvæli eða drykkjarföng á svæðið, en Ísleifur segir að verði ekki gerðar athugasemdir við vatnsflöskur í plasti. „Það má ekki taka með sér matvæli. Það er bara svona öryggis- og hreinlætismál. Ef allir væru að taka með sér hamborgara og pítsur þá yrði bara algjört ástand. Varðandi vatnsflöskur þá gerum við þær ekki upptækar. Ef fólk mætir með vatnbrúsa, ekki gler, og ef þetta er sannarlega vatn, þá gerum við ekkert í því,“ segir Ísleifur. Áfengi sé hins vegar ekki leyfilegt. „Það er mjög mikil gæsla og það er gæslunnar að fylgjast með því að það fari ekkert inn á svæðið sem má ekki fara inn.“ Þá eru stórir hlutir líkt og stólar bannaðir á tónleikunum.Er fleira sem þarf að huga að? Tónleikagestir eru hvattir til að mæta í þægilegum klæðnaði, enda getur orðið heitt inni á tónleikasvæðinu. Þá verður ekkert fatahengi á staðnum. Myndatökur á síma eða litlar myndavélar eru leyfilegar á staðnum, en atvinnumyndavélar eða myndavélabúnaður er bannaður.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Æstir aðdáendur Bieber þegar mættir á tónleikana Tónleikahaldari biður krakka að halda ró sinni. 7. september 2016 09:52 Sjáðu lagalista Justin Bieber á Purpose-tónleikaferðalaginu Justin Bieber er á leiðinni til landsins eins og flestum ætti að vera kunnugt en talið er að hann lendi á Reykjavíkurflugvelli síðar í dag. 7. september 2016 11:38 Ung stúlka í geðshræringu reyndi að klifra til Bieber Stúlkan náði ekki yfir og virtist vera vægast sagt spennt fyrir nærveru Bieber. 7. september 2016 13:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Æstir aðdáendur Bieber þegar mættir á tónleikana Tónleikahaldari biður krakka að halda ró sinni. 7. september 2016 09:52
Sjáðu lagalista Justin Bieber á Purpose-tónleikaferðalaginu Justin Bieber er á leiðinni til landsins eins og flestum ætti að vera kunnugt en talið er að hann lendi á Reykjavíkurflugvelli síðar í dag. 7. september 2016 11:38
Ung stúlka í geðshræringu reyndi að klifra til Bieber Stúlkan náði ekki yfir og virtist vera vægast sagt spennt fyrir nærveru Bieber. 7. september 2016 13:00