Áhyggjur af hríðversnandi rekstrarumhverfi fjölmiðla Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2016 14:07 Engin ein aðferð betri en önnur, segir Illugi sem skrifaði undir læsisátak í dag í samstarfi við Reykjavíkurborg. Visir/Ernir Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir áhyggjuefni að rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi hafi farið hríðversnandi á undanförnum árum. Endurskoða þurfi skattlagningu íslenskra fjölmiðla sem gegni mikilvægu lýðræðishlutverki. Menntamálaráðherra tekur segir nauðsynlegt að mynda þverpólitíska samstöðu um málið. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar gerði stöðu íslenskra fjölmiðla að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.„Sterkir og sjálfstæðir fjölmiðlar eru besta vopn okkar í baráttunni við spillingu. Það er þess vegna verulegt áhyggjuefni að rekstrarumhverfi þeirra hefur farið hríðversnandi. Niðurskurður og halarekstur er staðreyndin bæði á litlum netmiðlum, einkareknum ljósvakamiðlum og á RÚV á undanförnum misserum,“ sagði Helgi. Hann spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort ráðherrann væri tilbúinn til að beita sér fyrir breytingum á skatta- og stuðningsumhverfi fjölmiðlanna til að snúa vörn í sókn. Það væri verulegt áhyggjuefni hvernig tækniþróun og alþjóðleg samkeppni hefðu breytt rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla.Helgi Hjörvar alþingismaður.„Auglýsingamarkaðurinn er að minka í harðri samkeppni við stór alþjóðleg fyrirtæki eins og Google og facebook sem ekki borga skatta hér. En hins vegar eru þungar skattaálögur á miðlana sem eru að reyna að halda úti frétta- og menningarumfjöllun á tungumái sem aðeins 0,3 milljónir manna tala,“ sagði Helgi. Þá færi vilji almennings til að greiða fyrir innihald í fjölmiðlum þverandi, einmitt þegar þörfin fyrir öfluga og gagnrýna fjölmiðlun hefði sjaldan verið mikilvægari.„Til að veita það aðhald sem þarf að veita spillingu í sífellt flóknara samfélagi. Þar sem við glímum við verkefni eins og ofvaxið fjármálakerfi Tortola hneyksli og aðra slíka hluti,“ sagði Helgi.Menntamálaráðherra tók undir áhyggjur hans á stöðu fjölmiðlanna og sagði að í ráðuneyti hans hefðu þessi mál verið til skoðunar.„Í sumar kallaði ég til mín til fundar forystumenn ljósvakamiðlanna þar sem þeir gerðu mér skýra grein fyrir þeirri stöðu sem þeir telja að blasi við ljósvakamiðlunum. Það var mjög í samræmi við þá lýsingu sem háttvirtur þingmaður gaf hér á þeim áskorunum og miklu breytingum sem hafa orðið á fjölmiðlamarkaðnum á undanförnum misserum og árum,“ sagði Illugi.Staðan væri flókin meðal annars vegna þess hvað Ríkisútvarpið væri fyrirferðarmikiðá auglýsingamarkaði.„Það er ekki hægt að horfa framhjáþví aðá Norðurlöndunum eru Ríkisútvörpin ekki á auglýsingamarkaði. Það er því ekki að undra aðþeir sem eru í forystu fyrir fjölmiðlafyrirtækin bendi áþá stöðu og spyrji með hvaða hætti ríkisvaldið hyggist beita sér. Til hvaða ráða það vilji grípa til að jafna þessa stöðu,“ sagði menntamálaráðherra. Athuganir lægju fyrir um skattaumhverfi fjölmiðlanna. Þverpólitísk samstaða ætti að geta náðst um að greina stöðu fjölmiðlanna nákvæmlega á næstu mánuðum„Ég vil varpa hér fram þeirri hugmynd til háttvirts þingmanns að þingið skipi þverpólitískan starfshóp sem hafi til þess þrjá mánuði til að skila einmitt greiningu á þeim þáttum sem þingmaðurinn gerði að umtalsefni í sinni ræðu. Það er að segja breytingum á auglýsingamarkaði, breytingum á tækni, sem gera það að verkum að staðan er að þróast með þeim hætti sem hér er um að ræða,“ sagði Illugi Gunnarsson. Kosningar 2016 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir áhyggjuefni að rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi hafi farið hríðversnandi á undanförnum árum. Endurskoða þurfi skattlagningu íslenskra fjölmiðla sem gegni mikilvægu lýðræðishlutverki. Menntamálaráðherra tekur segir nauðsynlegt að mynda þverpólitíska samstöðu um málið. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar gerði stöðu íslenskra fjölmiðla að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.„Sterkir og sjálfstæðir fjölmiðlar eru besta vopn okkar í baráttunni við spillingu. Það er þess vegna verulegt áhyggjuefni að rekstrarumhverfi þeirra hefur farið hríðversnandi. Niðurskurður og halarekstur er staðreyndin bæði á litlum netmiðlum, einkareknum ljósvakamiðlum og á RÚV á undanförnum misserum,“ sagði Helgi. Hann spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort ráðherrann væri tilbúinn til að beita sér fyrir breytingum á skatta- og stuðningsumhverfi fjölmiðlanna til að snúa vörn í sókn. Það væri verulegt áhyggjuefni hvernig tækniþróun og alþjóðleg samkeppni hefðu breytt rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla.Helgi Hjörvar alþingismaður.„Auglýsingamarkaðurinn er að minka í harðri samkeppni við stór alþjóðleg fyrirtæki eins og Google og facebook sem ekki borga skatta hér. En hins vegar eru þungar skattaálögur á miðlana sem eru að reyna að halda úti frétta- og menningarumfjöllun á tungumái sem aðeins 0,3 milljónir manna tala,“ sagði Helgi. Þá færi vilji almennings til að greiða fyrir innihald í fjölmiðlum þverandi, einmitt þegar þörfin fyrir öfluga og gagnrýna fjölmiðlun hefði sjaldan verið mikilvægari.„Til að veita það aðhald sem þarf að veita spillingu í sífellt flóknara samfélagi. Þar sem við glímum við verkefni eins og ofvaxið fjármálakerfi Tortola hneyksli og aðra slíka hluti,“ sagði Helgi.Menntamálaráðherra tók undir áhyggjur hans á stöðu fjölmiðlanna og sagði að í ráðuneyti hans hefðu þessi mál verið til skoðunar.„Í sumar kallaði ég til mín til fundar forystumenn ljósvakamiðlanna þar sem þeir gerðu mér skýra grein fyrir þeirri stöðu sem þeir telja að blasi við ljósvakamiðlunum. Það var mjög í samræmi við þá lýsingu sem háttvirtur þingmaður gaf hér á þeim áskorunum og miklu breytingum sem hafa orðið á fjölmiðlamarkaðnum á undanförnum misserum og árum,“ sagði Illugi.Staðan væri flókin meðal annars vegna þess hvað Ríkisútvarpið væri fyrirferðarmikiðá auglýsingamarkaði.„Það er ekki hægt að horfa framhjáþví aðá Norðurlöndunum eru Ríkisútvörpin ekki á auglýsingamarkaði. Það er því ekki að undra aðþeir sem eru í forystu fyrir fjölmiðlafyrirtækin bendi áþá stöðu og spyrji með hvaða hætti ríkisvaldið hyggist beita sér. Til hvaða ráða það vilji grípa til að jafna þessa stöðu,“ sagði menntamálaráðherra. Athuganir lægju fyrir um skattaumhverfi fjölmiðlanna. Þverpólitísk samstaða ætti að geta náðst um að greina stöðu fjölmiðlanna nákvæmlega á næstu mánuðum„Ég vil varpa hér fram þeirri hugmynd til háttvirts þingmanns að þingið skipi þverpólitískan starfshóp sem hafi til þess þrjá mánuði til að skila einmitt greiningu á þeim þáttum sem þingmaðurinn gerði að umtalsefni í sinni ræðu. Það er að segja breytingum á auglýsingamarkaði, breytingum á tækni, sem gera það að verkum að staðan er að þróast með þeim hætti sem hér er um að ræða,“ sagði Illugi Gunnarsson.
Kosningar 2016 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira