Öryggið á oddinn Ari Trausti Guðmundsson skrifar 9. september 2016 07:00 Margir lýsa áhyggjum sínum af öryggi ferðamanna. Margir þeirra erlendu eru allsendis óvanir landsháttum, veðri og ýmsum fyrirbærum sem við heimamenn ýmist þekkjum og kunnum á, eða vörumst. Í ferðum vegast mjög oft á frelsi til athafna og ýmislegt sem varðar öryggi ferðamannsins. Mjög margir erlendir gestir eru ánægðir með að komast víða og í nálægð við merkileg fyrirbæri eða náttúruferla; fossa, hveri, fugla á hreiðri, úfið hraun, háhyrninga að elta síld o.s.frv. Sama má segja um mörg okkar sem hér búum. Sagnir um þetta frelsi valda því að margur maðurinn virðir ekki bönn eða virðir stíga, heldur fer þangað sem hugurinn girnist. Fólk á blautum klettum við ólmt Skjálfandafljótið, alveg ofan í vatnsborðinu, er ekki óalgeng sjón svo dæmi sé tekið. Fólk að tipla snarbrattar fannir á strigaskóm, með stórgrýti fyrir neðan, er annað dæmi.Of mikil slysahætta Um leið og við erum frelsi fegin verðum við að viðurkenna að sum alvarleg slys sem verða á hverju ári stafa að hluta af greinanlegum orsökum. Stundum er um að ræða skort á eftirliti, stundum á merkingum eða skýrum leiðbeiningum en líka af óhlýðni og kæruleysi – eða þekkingarleysi ferðamannsins. Við, nokkrir fjallafélagar, höfum nýlega horft upp á fólk í smábílum, komast með naumindum upp á Jökulháls við Snæfellsjökul. Þaðan leggur það svo af stað, án nokkurra öryggistækja (mannbrodda, línu, belta og ísöxi), út á sprungusvæði jökulsins sem verða æ greinilegri og um leið hættulegri vegna þunnra snjóbrúa þegar líður á sumar. Þær litlu viðvaranir sem menn fá eða sjá eru oft hundsaðar, eða óséðar. Sólheimajökull er annar staður þar sem slysahættan eykst með hverju sumri. Nú liggur þangað malbikaður vegur. Töluvert margir ferðamenn skipta ekki við kunnáttufólk sem þarna býður til öruggra gönguferða, heldur steðja á sleipa ísglæruna með rangan skóbúnað og engin öryggistæki, iðulega með börn. Hver getur snúið fólkinu við?Ræða þarf breytt fyrirkomulag Hér verða ekki lagðar til sérlausnir á þessum stöðum heldur minnt á meginatriði sem er löngu tímabært að sinna. Hvorki þarf langar skýrslur né flóknar úttektir til þess að skilgreina fáeina tugi fjölsóttra ferðamannastaða með augljósum hættum. Úrbætur geta sérfræðingar Landsbjargar og fleiri lagt til, sumar væru til bráðabirgða, og fé lagt til framkvæmda án tafar ásamt skýrari umgengnisreglum en nú eru til. Því til viðbótar verður að endurskoða landvarðakerfið, fjölga landvörðum þar sem það á við og koma á millistigi milli landvarða og lögreglu. Með því er átt við sérmenntaða ríkisstarfsmenn (úr héraði) sem hafa vald til að stýra ferðafólki, líka með boðum og bönnum, jafnvel takmörkuðum sektarheimildum, í ætt við erlenda „rangers“. Samvinna við lögregluna er auðvitað einn hornsteinn svona kerfis en það merkir þá um leið að leysa þarf undirmönnun og tækjaskort lögreglunnar svo um munar. Tvær til þrjár milljónir erlendra ferðamanna, í viðbót við okkur sjálf, kalla á breytta nálgun í öryggismálum ferðageirans, til viðbótar við úrbætur hjá fyrirtækjum í greininni sem þegar eru hafnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Margir lýsa áhyggjum sínum af öryggi ferðamanna. Margir þeirra erlendu eru allsendis óvanir landsháttum, veðri og ýmsum fyrirbærum sem við heimamenn ýmist þekkjum og kunnum á, eða vörumst. Í ferðum vegast mjög oft á frelsi til athafna og ýmislegt sem varðar öryggi ferðamannsins. Mjög margir erlendir gestir eru ánægðir með að komast víða og í nálægð við merkileg fyrirbæri eða náttúruferla; fossa, hveri, fugla á hreiðri, úfið hraun, háhyrninga að elta síld o.s.frv. Sama má segja um mörg okkar sem hér búum. Sagnir um þetta frelsi valda því að margur maðurinn virðir ekki bönn eða virðir stíga, heldur fer þangað sem hugurinn girnist. Fólk á blautum klettum við ólmt Skjálfandafljótið, alveg ofan í vatnsborðinu, er ekki óalgeng sjón svo dæmi sé tekið. Fólk að tipla snarbrattar fannir á strigaskóm, með stórgrýti fyrir neðan, er annað dæmi.Of mikil slysahætta Um leið og við erum frelsi fegin verðum við að viðurkenna að sum alvarleg slys sem verða á hverju ári stafa að hluta af greinanlegum orsökum. Stundum er um að ræða skort á eftirliti, stundum á merkingum eða skýrum leiðbeiningum en líka af óhlýðni og kæruleysi – eða þekkingarleysi ferðamannsins. Við, nokkrir fjallafélagar, höfum nýlega horft upp á fólk í smábílum, komast með naumindum upp á Jökulháls við Snæfellsjökul. Þaðan leggur það svo af stað, án nokkurra öryggistækja (mannbrodda, línu, belta og ísöxi), út á sprungusvæði jökulsins sem verða æ greinilegri og um leið hættulegri vegna þunnra snjóbrúa þegar líður á sumar. Þær litlu viðvaranir sem menn fá eða sjá eru oft hundsaðar, eða óséðar. Sólheimajökull er annar staður þar sem slysahættan eykst með hverju sumri. Nú liggur þangað malbikaður vegur. Töluvert margir ferðamenn skipta ekki við kunnáttufólk sem þarna býður til öruggra gönguferða, heldur steðja á sleipa ísglæruna með rangan skóbúnað og engin öryggistæki, iðulega með börn. Hver getur snúið fólkinu við?Ræða þarf breytt fyrirkomulag Hér verða ekki lagðar til sérlausnir á þessum stöðum heldur minnt á meginatriði sem er löngu tímabært að sinna. Hvorki þarf langar skýrslur né flóknar úttektir til þess að skilgreina fáeina tugi fjölsóttra ferðamannastaða með augljósum hættum. Úrbætur geta sérfræðingar Landsbjargar og fleiri lagt til, sumar væru til bráðabirgða, og fé lagt til framkvæmda án tafar ásamt skýrari umgengnisreglum en nú eru til. Því til viðbótar verður að endurskoða landvarðakerfið, fjölga landvörðum þar sem það á við og koma á millistigi milli landvarða og lögreglu. Með því er átt við sérmenntaða ríkisstarfsmenn (úr héraði) sem hafa vald til að stýra ferðafólki, líka með boðum og bönnum, jafnvel takmörkuðum sektarheimildum, í ætt við erlenda „rangers“. Samvinna við lögregluna er auðvitað einn hornsteinn svona kerfis en það merkir þá um leið að leysa þarf undirmönnun og tækjaskort lögreglunnar svo um munar. Tvær til þrjár milljónir erlendra ferðamanna, í viðbót við okkur sjálf, kalla á breytta nálgun í öryggismálum ferðageirans, til viðbótar við úrbætur hjá fyrirtækjum í greininni sem þegar eru hafnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun