Macchiarini skaðaði tiltrú fólks á sænskum læknarannsóknum samkvæmt óháðri rannsókn Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2016 10:09 Paolo Macchiarini hóf störf á Karolinska sjúkrahúsinu árið 2010. Vísir/AFP Starfsemi ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hefur skaðað tiltrú fólks á sænskum læknarannsóknum. Þetta kemur fram í óháðri rannsókn um mál Macchiarini en niðurstöður hennar voru gerðar opinberar í dag. Í skýrslunni segir að Macciarini hafi sýnt fram á ónæga þekkingu á og virðingu fyrir regluverki. Þá hafi hann ekki tryggt öryggi sjúklinga og ekki hafi verið gerðar nægilegar rannsóknir á dýrum áður en aðgerðirnar voru gerðar á mönnum. Aldrei hefði átt að ráða Macchiarini.Í frétt SVT kemur fram að Macchiarini hafi hafið störf á Karolinska árið 2010 og á árunum 2011 til 2012 framkvæmt hann þrjár plastbarkaígræðslur. Tveir sjúklinganna eru nú látnir, en einn liggur nú á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Árið 2014 bárust þrjár tilkynningar frá heilbrigðisstarfsfólki þar sem Macchiarini var sakaður að hafa falsað niðurstöður rannsókna.Sjá einnig: Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Í skýrslunni segir jafnframt að starfsfólk sjúkrahússins hafi margt orðið fyrir skaða vegna framgöngu Macchiarini. Hann hafi borið ábyrgð á framkvæmd aðgerðanna, en að forsvarsmenn skurðstofanna þar sem aðgerðirnar voru framkvæmdar hafi einnig átt að tryggja öryggi sjúklinganna.Kom frá ÍslandiFyrsti sjúklingurinn sem gekkst undir plastbarkaíbræðslu hjá Macchiarini var Erítreumaðurinn Andemariam Beyene sem var sendur frá Íslandi. Hann lést árið 2014. Beyene var með krabbamein í hálsi og var sendur til Stokkhólms þar sem honum var boðið að gangast undir ígræðslu. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir tók þátt í aðgerðinni á Andemariam, og hefur áður sagst hafa talið aðgerðina framkvæmda í góðri trú. Læknarnir Tómas og Óskar Einarsson voru meðhöfundar að grein Macchiarini í læknatímaritinu The Lancet þar sem kom fram að aðgerðin hefði heppnast vel og að plastbarkaígræðslan hafi gefið góða raun. Birgir Jakobsson landlæknir var forstjóri Karolinska þegar aðgerðirnar voru framkvæmdar. Kjell Asplund framkvæmdi rannsóknina og ræddi meðal annars við Birgi Jakobsson, Tómas Guðbjartsson og Helgi Guðbergsson, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands.Sjá má skýrsluna í heild sinni hér. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Í bréfi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til heilbrigðisráðherra er talið mikilvægt að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkaígræðslumálinu svokallaða. Heilbrigðisráðherra vill að þingið skoði möguleika á rannsóknarnefn 31. maí 2016 07:00 Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56 Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Starfsemi ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hefur skaðað tiltrú fólks á sænskum læknarannsóknum. Þetta kemur fram í óháðri rannsókn um mál Macchiarini en niðurstöður hennar voru gerðar opinberar í dag. Í skýrslunni segir að Macciarini hafi sýnt fram á ónæga þekkingu á og virðingu fyrir regluverki. Þá hafi hann ekki tryggt öryggi sjúklinga og ekki hafi verið gerðar nægilegar rannsóknir á dýrum áður en aðgerðirnar voru gerðar á mönnum. Aldrei hefði átt að ráða Macchiarini.Í frétt SVT kemur fram að Macchiarini hafi hafið störf á Karolinska árið 2010 og á árunum 2011 til 2012 framkvæmt hann þrjár plastbarkaígræðslur. Tveir sjúklinganna eru nú látnir, en einn liggur nú á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Árið 2014 bárust þrjár tilkynningar frá heilbrigðisstarfsfólki þar sem Macchiarini var sakaður að hafa falsað niðurstöður rannsókna.Sjá einnig: Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Í skýrslunni segir jafnframt að starfsfólk sjúkrahússins hafi margt orðið fyrir skaða vegna framgöngu Macchiarini. Hann hafi borið ábyrgð á framkvæmd aðgerðanna, en að forsvarsmenn skurðstofanna þar sem aðgerðirnar voru framkvæmdar hafi einnig átt að tryggja öryggi sjúklinganna.Kom frá ÍslandiFyrsti sjúklingurinn sem gekkst undir plastbarkaíbræðslu hjá Macchiarini var Erítreumaðurinn Andemariam Beyene sem var sendur frá Íslandi. Hann lést árið 2014. Beyene var með krabbamein í hálsi og var sendur til Stokkhólms þar sem honum var boðið að gangast undir ígræðslu. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir tók þátt í aðgerðinni á Andemariam, og hefur áður sagst hafa talið aðgerðina framkvæmda í góðri trú. Læknarnir Tómas og Óskar Einarsson voru meðhöfundar að grein Macchiarini í læknatímaritinu The Lancet þar sem kom fram að aðgerðin hefði heppnast vel og að plastbarkaígræðslan hafi gefið góða raun. Birgir Jakobsson landlæknir var forstjóri Karolinska þegar aðgerðirnar voru framkvæmdar. Kjell Asplund framkvæmdi rannsóknina og ræddi meðal annars við Birgi Jakobsson, Tómas Guðbjartsson og Helgi Guðbergsson, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands.Sjá má skýrsluna í heild sinni hér.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Í bréfi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til heilbrigðisráðherra er talið mikilvægt að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkaígræðslumálinu svokallaða. Heilbrigðisráðherra vill að þingið skoði möguleika á rannsóknarnefn 31. maí 2016 07:00 Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56 Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Í bréfi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til heilbrigðisráðherra er talið mikilvægt að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkaígræðslumálinu svokallaða. Heilbrigðisráðherra vill að þingið skoði möguleika á rannsóknarnefn 31. maí 2016 07:00
Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56
Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22
Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07