Meirihluti fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöll í Vatnsmýri Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2016 19:40 Reykjavíkurflugvöllur og nærliggjandi umhverfi séð úr lofti. Vísir Meirihluti er fyrir því á Alþingi að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Borgarstjóri segir tillögu þar að lútandi vera pólitískt útspil í aðdraganda kosninga. 25 þingmenn úr fjórum flokkum lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Eftirfarandi spurning verði borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni: „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs hér á landi verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?”Höggva á hnútinn Ögmundur Jónasson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en hann segir hana lagða fram þar sem málið sé komið í algjöran hnút. „Menn geta ekki komið sér saman um hver á að vera framtíð Reykjavíkurflugvallar og það er eðlilegast að þjóðin verði fengin til að höggva á hnútinn,“ segir Ögmundur. Ertu bjartsýnn á að tillagan verði samþykkt fyrir kosningar? „Samkvæmt mínum útreikningum er góður meirihluti í þinginu á bak við þessa tillögu,“ segir Ögmundur. Alls eru 25 þingmenn sem leggja tillöguna fram og munu því greiða atkvæða með henni. Samkvæmt athugun fréttastofu munu að minnsta kosti fimm þingmenn til viðbótar samþykkja tillöguna og þá er fastlega gert ráð fyrir að fjórir ráðherrar Framsóknarflokksins muni samþykkja hana. Samkvæmt þessu munu að minnsta kosti 34 þingmenn greiða atkvæði með tillögunni og því meirihluti fyrir henni á Alþingi.Leita að vilja þjóðarinnar Ögmundur vonast til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram sem allra fyrst en hún yrði ráðgefandi. Því má velta fyrir sér hvaða afleiðingar hún muni hafa í ljósi þess að samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar verður annarri meginflugbrauta Reykjavíkurflugvallar lokað árið 2022. Verði tillagan til að mynda samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu – hver yrðu þá næstu skref hjá Alþingi? „Þá ber bæði ríki og Reykjavíkurborg að setjast yfir málin og komast að niðurstöðu í samræmi við yfirlýstan þjóðarvilja,“ segir Ögmundur. Er Alþingi með þessu ekki að skipta sér af skipulagsmálum Reykjavíkurborgar? „Borgarstjóri sagði nýlega og vísaði þá til hugsanlegs flugvallar í Gálgahrauni, að hann vildi skapa þjóðarsamstöðu um slíka lausn. Þar með viðurkennir borgarstjóri, og það finnst mér vera gott, að þjóðin eigi erindi að þessari ákvarðanatöku, ekki bara Reykvíkingar heldur þjóðin öll. Og við erum að leggja til að þá verði leitað eftir vilja þjóðarinnar, út á það gengur okkar tillaga,“ segir Ögmundur.Pólitískt útspilDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir tillöguna undarlega og einhver hafi verið að flýta sér þegar hún var sett á blað. „Það er engin önnur leið að skilja tillögutextann en þannig að það eigi að flytja miðstöð sjúkraflugs í Vatnsmýrina í Reykjavík. En eins og flestir vita að þá var hún færð norður á Akureyri fyrir 10 árum,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg verði ekki skuldbundin til að fylgja niðurstöðu úr slíkri atkvæðagreiðslu, enda yrði hún ráðgefandi „Það kemur fram í tillögutextanum að þetta eigi einungis að vera ráðgefandi. Ég held að þetta sé frekar einhvers konar pólitískt útspil í aðdraganda kosninga, frekar en nokkuð annað,“ segir Dagur. Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Meirihluti er fyrir því á Alþingi að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Borgarstjóri segir tillögu þar að lútandi vera pólitískt útspil í aðdraganda kosninga. 25 þingmenn úr fjórum flokkum lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Eftirfarandi spurning verði borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni: „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs hér á landi verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?”Höggva á hnútinn Ögmundur Jónasson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en hann segir hana lagða fram þar sem málið sé komið í algjöran hnút. „Menn geta ekki komið sér saman um hver á að vera framtíð Reykjavíkurflugvallar og það er eðlilegast að þjóðin verði fengin til að höggva á hnútinn,“ segir Ögmundur. Ertu bjartsýnn á að tillagan verði samþykkt fyrir kosningar? „Samkvæmt mínum útreikningum er góður meirihluti í þinginu á bak við þessa tillögu,“ segir Ögmundur. Alls eru 25 þingmenn sem leggja tillöguna fram og munu því greiða atkvæða með henni. Samkvæmt athugun fréttastofu munu að minnsta kosti fimm þingmenn til viðbótar samþykkja tillöguna og þá er fastlega gert ráð fyrir að fjórir ráðherrar Framsóknarflokksins muni samþykkja hana. Samkvæmt þessu munu að minnsta kosti 34 þingmenn greiða atkvæði með tillögunni og því meirihluti fyrir henni á Alþingi.Leita að vilja þjóðarinnar Ögmundur vonast til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram sem allra fyrst en hún yrði ráðgefandi. Því má velta fyrir sér hvaða afleiðingar hún muni hafa í ljósi þess að samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar verður annarri meginflugbrauta Reykjavíkurflugvallar lokað árið 2022. Verði tillagan til að mynda samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu – hver yrðu þá næstu skref hjá Alþingi? „Þá ber bæði ríki og Reykjavíkurborg að setjast yfir málin og komast að niðurstöðu í samræmi við yfirlýstan þjóðarvilja,“ segir Ögmundur. Er Alþingi með þessu ekki að skipta sér af skipulagsmálum Reykjavíkurborgar? „Borgarstjóri sagði nýlega og vísaði þá til hugsanlegs flugvallar í Gálgahrauni, að hann vildi skapa þjóðarsamstöðu um slíka lausn. Þar með viðurkennir borgarstjóri, og það finnst mér vera gott, að þjóðin eigi erindi að þessari ákvarðanatöku, ekki bara Reykvíkingar heldur þjóðin öll. Og við erum að leggja til að þá verði leitað eftir vilja þjóðarinnar, út á það gengur okkar tillaga,“ segir Ögmundur.Pólitískt útspilDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir tillöguna undarlega og einhver hafi verið að flýta sér þegar hún var sett á blað. „Það er engin önnur leið að skilja tillögutextann en þannig að það eigi að flytja miðstöð sjúkraflugs í Vatnsmýrina í Reykjavík. En eins og flestir vita að þá var hún færð norður á Akureyri fyrir 10 árum,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg verði ekki skuldbundin til að fylgja niðurstöðu úr slíkri atkvæðagreiðslu, enda yrði hún ráðgefandi „Það kemur fram í tillögutextanum að þetta eigi einungis að vera ráðgefandi. Ég held að þetta sé frekar einhvers konar pólitískt útspil í aðdraganda kosninga, frekar en nokkuð annað,“ segir Dagur.
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15