Ætla stjórnarflokkarnir að svíkja kosningaloforðin? Björgvin Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Nú er búið að ákveða kjördag alþingiskosninga í haust: 29. október. Það eru því aðeins 2½ mánuður til kosninga. Alþingiskosningar voru 2013. Þá héldu stjórnarflokkarnir flokksþing og samþykktu sínar kosningastefnuskrár; samþykktu fyrirheit til kjósenda. Þar voru stór kosningaloforð við aldraða og öryrkja samþykkt, þar á meðal stærsta loforðið varðandi kjaragliðnun krepputímans. Það er ekki farið að efna þessi loforð ennþá, nú rétt fyrir kosningar!Átti að leiðréttast strax Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti að ellilífeyrir yrði leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum frá árinu 2009. Þetta er mjög skýrt loforð og óskiljanlegt hvers vegna það var ekki efnt strax 2013 eins og lofað var; nema aldrei hafi verið ætlunin að efna það og aðeins meiningin að blekkja kjósendur! Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn tækifæri til þess að afsanna slíkar hugmyndir og standa við loforðið strax í upphafi sumarþings. Framsóknarflokkurinn samþykkti að leiðrétta ætti lífeyri vegna kjaragliðnunar (kjaraskerðingar) krepputímans. Framsókn hefur ekki fremur en Sjálfstæðisflokkurinn minnst á þetta loforð frá því að ríkisstjórnin tók við völdum 2013. Fyrst nú „korteri“ fyrir kosningar fór Sigmundur Davíð, formaður flokksins, að tala um að bæta þyrfti kjör aldraðra og öryrkja (ótilgreint). Sigmundur mun því áreiðanlega hjálpa til við efndir á kosningaloforðinu þó utan stjórnar sé. En það er stuttur tími til stefnu. Efni stjórnarflokkarnir ekki þetta stóra kosningaloforð, eru það stærstu kosningasvik við aldraða og öryrkja, sem framin hafa verið.Stórt loforð Bjarna óuppfyllt! Kosningaloforðin, sem gefin voru öldruðum og öryrkjum 2013, voru fleiri. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi eldri borgurum bréf og lofaði þeim því, að hann mundi afnema tekjutengingu ellilífeyris fengi hann tækifæri til. Hann fékk tækifærið strax 2013 en hefur ekkert gert í því að efna loforðið. Loforðið þýðir að hætta á alveg að skerða lífeyri TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Þetta skiptir aldraða og öryrkja miklu máli, ef það er efnt. Með því að þingið er komið saman getur Bjarni efnt þetta strax á morgun ásamt loforðinu um leiðréttingu vegna kjaragliðnunar. Það eina sem stjórnarflokkarnir efndu af kosningaloforðum á sumarþinginu 2013 var þetta: Grunnlífeyrir var leiðréttur og frítekjumark vegna atvinnutekna var leiðrétt en ríkisstjórnin hefur boðað, að hvort tveggja verði afturkallað, skv. nýju frumvarpi. Ekkert annað hefur ríkisstjórnin gert í að efna kosningaloforðin frá 2012.Þessi grein birtist upphaflega íFréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er búið að ákveða kjördag alþingiskosninga í haust: 29. október. Það eru því aðeins 2½ mánuður til kosninga. Alþingiskosningar voru 2013. Þá héldu stjórnarflokkarnir flokksþing og samþykktu sínar kosningastefnuskrár; samþykktu fyrirheit til kjósenda. Þar voru stór kosningaloforð við aldraða og öryrkja samþykkt, þar á meðal stærsta loforðið varðandi kjaragliðnun krepputímans. Það er ekki farið að efna þessi loforð ennþá, nú rétt fyrir kosningar!Átti að leiðréttast strax Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti að ellilífeyrir yrði leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum frá árinu 2009. Þetta er mjög skýrt loforð og óskiljanlegt hvers vegna það var ekki efnt strax 2013 eins og lofað var; nema aldrei hafi verið ætlunin að efna það og aðeins meiningin að blekkja kjósendur! Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn tækifæri til þess að afsanna slíkar hugmyndir og standa við loforðið strax í upphafi sumarþings. Framsóknarflokkurinn samþykkti að leiðrétta ætti lífeyri vegna kjaragliðnunar (kjaraskerðingar) krepputímans. Framsókn hefur ekki fremur en Sjálfstæðisflokkurinn minnst á þetta loforð frá því að ríkisstjórnin tók við völdum 2013. Fyrst nú „korteri“ fyrir kosningar fór Sigmundur Davíð, formaður flokksins, að tala um að bæta þyrfti kjör aldraðra og öryrkja (ótilgreint). Sigmundur mun því áreiðanlega hjálpa til við efndir á kosningaloforðinu þó utan stjórnar sé. En það er stuttur tími til stefnu. Efni stjórnarflokkarnir ekki þetta stóra kosningaloforð, eru það stærstu kosningasvik við aldraða og öryrkja, sem framin hafa verið.Stórt loforð Bjarna óuppfyllt! Kosningaloforðin, sem gefin voru öldruðum og öryrkjum 2013, voru fleiri. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi eldri borgurum bréf og lofaði þeim því, að hann mundi afnema tekjutengingu ellilífeyris fengi hann tækifæri til. Hann fékk tækifærið strax 2013 en hefur ekkert gert í því að efna loforðið. Loforðið þýðir að hætta á alveg að skerða lífeyri TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Þetta skiptir aldraða og öryrkja miklu máli, ef það er efnt. Með því að þingið er komið saman getur Bjarni efnt þetta strax á morgun ásamt loforðinu um leiðréttingu vegna kjaragliðnunar. Það eina sem stjórnarflokkarnir efndu af kosningaloforðum á sumarþinginu 2013 var þetta: Grunnlífeyrir var leiðréttur og frítekjumark vegna atvinnutekna var leiðrétt en ríkisstjórnin hefur boðað, að hvort tveggja verði afturkallað, skv. nýju frumvarpi. Ekkert annað hefur ríkisstjórnin gert í að efna kosningaloforðin frá 2012.Þessi grein birtist upphaflega íFréttablaðinu.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun