Loks eftirlit með hlerun lögreglunnar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Innanríkisráðherra hefur lagt til við Alþingi að tekið verði upp eftirlit með lögreglu þegar dómstólar veita heimild til þess að hlera eða taka upp fjarskipti einstaklings. Á það við um síma, tölvu eða önnur fjarskipti. Samkvæmt gildandi lögum er enginn sem fylgist með því hvernig lögreglan notar hlerunarheimildir. Það eru liðin rúm 17 ár síðan sérstök nefnd dóms- og kirkjumálaráðuneytisins undir forystu Bjargar Thorarensen skilaði af sér viðamikilli skýrslu um óhefðbundnar rannsóknaraðferðir lögreglu. Nefndin bendir á að hlerun sé alvarlegasta röskunin á friðhelgi einkalífsins og persónuvernd og lagði til að skipaður yrði lögmaður til þess að gæta hagsmuna þess sem lögreglan fær heimild til þess að fylgjast með. Það er nauðsynlegt að mati nefndarinnar til þess að tryggja að lögreglan fylgi lagafyrirmælum og þannig verði eflt réttaröryggi borganna. Vísað er til þess að þetta fyrirkomulag sé meðal annars í Danmörku, en íslensku lögin eru byggð á dönsku löggjöfinni. Eðlilega veit sá grunaði ekki af aðgerðum lögreglu en jafn eðlilegt er að einhver hafi eftirlit með lögreglunni og gæti þess að hún fylgi settum lögum og reglum. Þetta er aldagamalt vandamál og minna má á rómverska máltækið: hver gætir varðanna sem settir eru til þess að gæta öryggis borgaranna? Á árunum 2008-2012 samþykktu dómstólar 868 heimildir fyrir símhlerun og synjuðu aðeins 6 beiðnum. Steinbergur Finnbogason héraðsdómslögmaður skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið og benti á alvarlega vankanta á þessu fyrirkomulagi.Á kostnað almennings Ráðherrann hafnaði tillögu nefndarinnar þegar hann lagði fyrir Alþingi árið 2007 tillögur um endurskoðun á meðferð sakamála. Að þessu leyti var áfram óbreytt fyrirkomulag. Þá lagði ég fram frumvarp þar sem sett voru inn ákvæði um réttargæslumann í samræmi við ákvæði dönsku laganna. Þótt það fengi ágætar undirtektir hjá þeim þingmönnum sem til máls tóku þá réð meira andstaða „varðanna“ svo sem embætta Ríkislögreglustjóra og Ákærendafélags Íslands (Helgi Magnús Gunnarsson) og tillagan náði ekki fram að ganga. Hagsmunaaðilarnir vildu ekki una sömu starfsskilyrðum og starfsfélagar þeirra í Danmörku og Noregi búa við og fengu því framgengt að hér væri sérákvæði á kostnað réttinda borgaranna. Nú loksins á árinu 2016 er stuðningur við tillögur nefndarinnar frá 1999. Innanríkisráðherrann hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um það atriði. Ráðherrann vísar til gagnrýni frá lögmönnum um takmarkað eftirlit með símahlustunum og telur þörf á því að tryggja réttaröryggi þeirra sem sæta eftirliti lögreglu. Það er svo í höndum Alþingis að afgreiða lagabreytinguna fyrir komandi kosningar. Reynslan undanfarin 17 ár hefur væntanlega breytt afstöðu aðila sem 2007 voru andvígir tillögunni en eru núna samþykkir. Hins vegar lá það fyrir strax 1999 að það gengur ekki að láta aðila hafa eftirlit með sjálfum sér. Það þurfti ekki að bíða þennan tíma til þess að sannfærast um það. Niðurstaðan er að í fámennu þjóðfélagi ráða hagsmunaaðilar meiru um löggjöf en eðlilegt er og það er á kostnað almennings.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur lagt til við Alþingi að tekið verði upp eftirlit með lögreglu þegar dómstólar veita heimild til þess að hlera eða taka upp fjarskipti einstaklings. Á það við um síma, tölvu eða önnur fjarskipti. Samkvæmt gildandi lögum er enginn sem fylgist með því hvernig lögreglan notar hlerunarheimildir. Það eru liðin rúm 17 ár síðan sérstök nefnd dóms- og kirkjumálaráðuneytisins undir forystu Bjargar Thorarensen skilaði af sér viðamikilli skýrslu um óhefðbundnar rannsóknaraðferðir lögreglu. Nefndin bendir á að hlerun sé alvarlegasta röskunin á friðhelgi einkalífsins og persónuvernd og lagði til að skipaður yrði lögmaður til þess að gæta hagsmuna þess sem lögreglan fær heimild til þess að fylgjast með. Það er nauðsynlegt að mati nefndarinnar til þess að tryggja að lögreglan fylgi lagafyrirmælum og þannig verði eflt réttaröryggi borganna. Vísað er til þess að þetta fyrirkomulag sé meðal annars í Danmörku, en íslensku lögin eru byggð á dönsku löggjöfinni. Eðlilega veit sá grunaði ekki af aðgerðum lögreglu en jafn eðlilegt er að einhver hafi eftirlit með lögreglunni og gæti þess að hún fylgi settum lögum og reglum. Þetta er aldagamalt vandamál og minna má á rómverska máltækið: hver gætir varðanna sem settir eru til þess að gæta öryggis borgaranna? Á árunum 2008-2012 samþykktu dómstólar 868 heimildir fyrir símhlerun og synjuðu aðeins 6 beiðnum. Steinbergur Finnbogason héraðsdómslögmaður skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið og benti á alvarlega vankanta á þessu fyrirkomulagi.Á kostnað almennings Ráðherrann hafnaði tillögu nefndarinnar þegar hann lagði fyrir Alþingi árið 2007 tillögur um endurskoðun á meðferð sakamála. Að þessu leyti var áfram óbreytt fyrirkomulag. Þá lagði ég fram frumvarp þar sem sett voru inn ákvæði um réttargæslumann í samræmi við ákvæði dönsku laganna. Þótt það fengi ágætar undirtektir hjá þeim þingmönnum sem til máls tóku þá réð meira andstaða „varðanna“ svo sem embætta Ríkislögreglustjóra og Ákærendafélags Íslands (Helgi Magnús Gunnarsson) og tillagan náði ekki fram að ganga. Hagsmunaaðilarnir vildu ekki una sömu starfsskilyrðum og starfsfélagar þeirra í Danmörku og Noregi búa við og fengu því framgengt að hér væri sérákvæði á kostnað réttinda borgaranna. Nú loksins á árinu 2016 er stuðningur við tillögur nefndarinnar frá 1999. Innanríkisráðherrann hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um það atriði. Ráðherrann vísar til gagnrýni frá lögmönnum um takmarkað eftirlit með símahlustunum og telur þörf á því að tryggja réttaröryggi þeirra sem sæta eftirliti lögreglu. Það er svo í höndum Alþingis að afgreiða lagabreytinguna fyrir komandi kosningar. Reynslan undanfarin 17 ár hefur væntanlega breytt afstöðu aðila sem 2007 voru andvígir tillögunni en eru núna samþykkir. Hins vegar lá það fyrir strax 1999 að það gengur ekki að láta aðila hafa eftirlit með sjálfum sér. Það þurfti ekki að bíða þennan tíma til þess að sannfærast um það. Niðurstaðan er að í fámennu þjóðfélagi ráða hagsmunaaðilar meiru um löggjöf en eðlilegt er og það er á kostnað almennings.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar