Svimi, höfuðverkur og súrefnisskortur Guðrún Jóna Stefánsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 25. ágúst 2016 07:00 Áhafnir flugvéla Icelandair fengu póst á dögunum þar sem greint var frá auknum veikindum meðal starfsmanna. Flugliðar hafa veikst um borð en að sögn flugliða sem Fréttablaðið ræddi við lýsa veikindin sér í svima og höfuðverk. vísir/björgvin Flugliðar Icelandair sem Fréttablaðið ræddi við segja mikinn mun á að fljúga með nýjustu vél félagsins, Boeing 767, og eldri vélum í flugflota þess, þar sem ekki er eins mikill hávaði um borð í nýju vélinni og loftið er mun betra. Undanfarið hefur verið fjallað um aukin veikindi áhafna fyrirtækisins. Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri félagsins, sendi á dögunum bréf til starfsmanna þar sem hann greindi frá því að fyrirtækið hefði gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna aukinna veikinda starfsfólks. Þá sagði Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair, í samtali við fréttastofu að veikindi flugliða hefðu verið þekkt vandamál hjá fyrirtækinu í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist undanfarna mánuði. Icelandair hefur meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Fréttablaðið hafði samband við um þrjátíu flugliða félagsins. Sumir neituðu að tjá sig um málið en þeir sem tjáðu sig vildu ekki koma fram undir nafni. Þó nokkrir flugliðar sögðust ekki hafa heyrt neitt meira af málinu en það sem kom fram í umræddu bréfi og höfðu ekki fengið neinar frekari upplýsingar. Þeir flugliðar kannast ekki við veikindi né óþægindi um borð. Aðspurðir um einkenni veikindanna sögðu nokkrir að um væri að ræða svima, höfuðverk og súrefnisskort. Ein flugfreyja talaði um að starfsumhverfið væri krefjandi og að margir nýliðar áttuðu sig ekki almennilega á vinnuaðstæðunum fyrr en þeir kynntust vinnuumhverfinu af eigin raun. Einnig sagði hún dagsformið skipta miklu máli þar sem ekki væri æskilegt að mæta til vinnu slappur eða illa fyrir kallaður. Aðrir vildu meina að það væru ekki einungis nýliðar sem fyndu fyrir óþægindum heldur hefðu reyndir starfsmenn orðið veikir um borð. Önnur flugfreyja var á því að áhrif vegna slappleika gætu margfaldast í háloftunum. Hún útskýrði að ómögulegt væri að komast veikur heim eftir að vélin væri komin í loftið. Hún telur því mikilvægt að hlusta á líkama sinn og fara ekki í flug illa upplagður. Ein þeirra flugfreyja sem Fréttablaðið ræddi við veiktist um borð. Hún fann fyrir miklum óþægindum sem lýstu sér í höfuðverk, svima og súrefnisskorti. Yfirflugfreyja vélarinnar kom henni til aðstoðar og gaf henni súrefni. Henni leið strax betur í kjölfarið. Hún hefur haldið áfram störfum sínum sem flugfreyja og leggur áherslu á að eldri flugliðar hjá félaginu hvetji nýliða til að láta vita ef veikindi eða óþægindi komi upp um borð. Þá virðast aukin veikindi starfsfólks Icelandair ekki hafa haft áhrif á farþega. Einn flugliðanna sagði ástæðuna líklega vera að allt annað væri að vera farþegi í flugvél en að vinna um borð. Farþegar finni síður fyrir einkennum. Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Flugliðar Icelandair sem Fréttablaðið ræddi við segja mikinn mun á að fljúga með nýjustu vél félagsins, Boeing 767, og eldri vélum í flugflota þess, þar sem ekki er eins mikill hávaði um borð í nýju vélinni og loftið er mun betra. Undanfarið hefur verið fjallað um aukin veikindi áhafna fyrirtækisins. Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri félagsins, sendi á dögunum bréf til starfsmanna þar sem hann greindi frá því að fyrirtækið hefði gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna aukinna veikinda starfsfólks. Þá sagði Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair, í samtali við fréttastofu að veikindi flugliða hefðu verið þekkt vandamál hjá fyrirtækinu í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist undanfarna mánuði. Icelandair hefur meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Fréttablaðið hafði samband við um þrjátíu flugliða félagsins. Sumir neituðu að tjá sig um málið en þeir sem tjáðu sig vildu ekki koma fram undir nafni. Þó nokkrir flugliðar sögðust ekki hafa heyrt neitt meira af málinu en það sem kom fram í umræddu bréfi og höfðu ekki fengið neinar frekari upplýsingar. Þeir flugliðar kannast ekki við veikindi né óþægindi um borð. Aðspurðir um einkenni veikindanna sögðu nokkrir að um væri að ræða svima, höfuðverk og súrefnisskort. Ein flugfreyja talaði um að starfsumhverfið væri krefjandi og að margir nýliðar áttuðu sig ekki almennilega á vinnuaðstæðunum fyrr en þeir kynntust vinnuumhverfinu af eigin raun. Einnig sagði hún dagsformið skipta miklu máli þar sem ekki væri æskilegt að mæta til vinnu slappur eða illa fyrir kallaður. Aðrir vildu meina að það væru ekki einungis nýliðar sem fyndu fyrir óþægindum heldur hefðu reyndir starfsmenn orðið veikir um borð. Önnur flugfreyja var á því að áhrif vegna slappleika gætu margfaldast í háloftunum. Hún útskýrði að ómögulegt væri að komast veikur heim eftir að vélin væri komin í loftið. Hún telur því mikilvægt að hlusta á líkama sinn og fara ekki í flug illa upplagður. Ein þeirra flugfreyja sem Fréttablaðið ræddi við veiktist um borð. Hún fann fyrir miklum óþægindum sem lýstu sér í höfuðverk, svima og súrefnisskorti. Yfirflugfreyja vélarinnar kom henni til aðstoðar og gaf henni súrefni. Henni leið strax betur í kjölfarið. Hún hefur haldið áfram störfum sínum sem flugfreyja og leggur áherslu á að eldri flugliðar hjá félaginu hvetji nýliða til að láta vita ef veikindi eða óþægindi komi upp um borð. Þá virðast aukin veikindi starfsfólks Icelandair ekki hafa haft áhrif á farþega. Einn flugliðanna sagði ástæðuna líklega vera að allt annað væri að vera farþegi í flugvél en að vinna um borð. Farþegar finni síður fyrir einkennum. Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira