Svimi, höfuðverkur og súrefnisskortur Guðrún Jóna Stefánsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 25. ágúst 2016 07:00 Áhafnir flugvéla Icelandair fengu póst á dögunum þar sem greint var frá auknum veikindum meðal starfsmanna. Flugliðar hafa veikst um borð en að sögn flugliða sem Fréttablaðið ræddi við lýsa veikindin sér í svima og höfuðverk. vísir/björgvin Flugliðar Icelandair sem Fréttablaðið ræddi við segja mikinn mun á að fljúga með nýjustu vél félagsins, Boeing 767, og eldri vélum í flugflota þess, þar sem ekki er eins mikill hávaði um borð í nýju vélinni og loftið er mun betra. Undanfarið hefur verið fjallað um aukin veikindi áhafna fyrirtækisins. Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri félagsins, sendi á dögunum bréf til starfsmanna þar sem hann greindi frá því að fyrirtækið hefði gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna aukinna veikinda starfsfólks. Þá sagði Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair, í samtali við fréttastofu að veikindi flugliða hefðu verið þekkt vandamál hjá fyrirtækinu í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist undanfarna mánuði. Icelandair hefur meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Fréttablaðið hafði samband við um þrjátíu flugliða félagsins. Sumir neituðu að tjá sig um málið en þeir sem tjáðu sig vildu ekki koma fram undir nafni. Þó nokkrir flugliðar sögðust ekki hafa heyrt neitt meira af málinu en það sem kom fram í umræddu bréfi og höfðu ekki fengið neinar frekari upplýsingar. Þeir flugliðar kannast ekki við veikindi né óþægindi um borð. Aðspurðir um einkenni veikindanna sögðu nokkrir að um væri að ræða svima, höfuðverk og súrefnisskort. Ein flugfreyja talaði um að starfsumhverfið væri krefjandi og að margir nýliðar áttuðu sig ekki almennilega á vinnuaðstæðunum fyrr en þeir kynntust vinnuumhverfinu af eigin raun. Einnig sagði hún dagsformið skipta miklu máli þar sem ekki væri æskilegt að mæta til vinnu slappur eða illa fyrir kallaður. Aðrir vildu meina að það væru ekki einungis nýliðar sem fyndu fyrir óþægindum heldur hefðu reyndir starfsmenn orðið veikir um borð. Önnur flugfreyja var á því að áhrif vegna slappleika gætu margfaldast í háloftunum. Hún útskýrði að ómögulegt væri að komast veikur heim eftir að vélin væri komin í loftið. Hún telur því mikilvægt að hlusta á líkama sinn og fara ekki í flug illa upplagður. Ein þeirra flugfreyja sem Fréttablaðið ræddi við veiktist um borð. Hún fann fyrir miklum óþægindum sem lýstu sér í höfuðverk, svima og súrefnisskorti. Yfirflugfreyja vélarinnar kom henni til aðstoðar og gaf henni súrefni. Henni leið strax betur í kjölfarið. Hún hefur haldið áfram störfum sínum sem flugfreyja og leggur áherslu á að eldri flugliðar hjá félaginu hvetji nýliða til að láta vita ef veikindi eða óþægindi komi upp um borð. Þá virðast aukin veikindi starfsfólks Icelandair ekki hafa haft áhrif á farþega. Einn flugliðanna sagði ástæðuna líklega vera að allt annað væri að vera farþegi í flugvél en að vinna um borð. Farþegar finni síður fyrir einkennum. Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Flugliðar Icelandair sem Fréttablaðið ræddi við segja mikinn mun á að fljúga með nýjustu vél félagsins, Boeing 767, og eldri vélum í flugflota þess, þar sem ekki er eins mikill hávaði um borð í nýju vélinni og loftið er mun betra. Undanfarið hefur verið fjallað um aukin veikindi áhafna fyrirtækisins. Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri félagsins, sendi á dögunum bréf til starfsmanna þar sem hann greindi frá því að fyrirtækið hefði gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna aukinna veikinda starfsfólks. Þá sagði Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair, í samtali við fréttastofu að veikindi flugliða hefðu verið þekkt vandamál hjá fyrirtækinu í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist undanfarna mánuði. Icelandair hefur meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Fréttablaðið hafði samband við um þrjátíu flugliða félagsins. Sumir neituðu að tjá sig um málið en þeir sem tjáðu sig vildu ekki koma fram undir nafni. Þó nokkrir flugliðar sögðust ekki hafa heyrt neitt meira af málinu en það sem kom fram í umræddu bréfi og höfðu ekki fengið neinar frekari upplýsingar. Þeir flugliðar kannast ekki við veikindi né óþægindi um borð. Aðspurðir um einkenni veikindanna sögðu nokkrir að um væri að ræða svima, höfuðverk og súrefnisskort. Ein flugfreyja talaði um að starfsumhverfið væri krefjandi og að margir nýliðar áttuðu sig ekki almennilega á vinnuaðstæðunum fyrr en þeir kynntust vinnuumhverfinu af eigin raun. Einnig sagði hún dagsformið skipta miklu máli þar sem ekki væri æskilegt að mæta til vinnu slappur eða illa fyrir kallaður. Aðrir vildu meina að það væru ekki einungis nýliðar sem fyndu fyrir óþægindum heldur hefðu reyndir starfsmenn orðið veikir um borð. Önnur flugfreyja var á því að áhrif vegna slappleika gætu margfaldast í háloftunum. Hún útskýrði að ómögulegt væri að komast veikur heim eftir að vélin væri komin í loftið. Hún telur því mikilvægt að hlusta á líkama sinn og fara ekki í flug illa upplagður. Ein þeirra flugfreyja sem Fréttablaðið ræddi við veiktist um borð. Hún fann fyrir miklum óþægindum sem lýstu sér í höfuðverk, svima og súrefnisskorti. Yfirflugfreyja vélarinnar kom henni til aðstoðar og gaf henni súrefni. Henni leið strax betur í kjölfarið. Hún hefur haldið áfram störfum sínum sem flugfreyja og leggur áherslu á að eldri flugliðar hjá félaginu hvetji nýliða til að láta vita ef veikindi eða óþægindi komi upp um borð. Þá virðast aukin veikindi starfsfólks Icelandair ekki hafa haft áhrif á farþega. Einn flugliðanna sagði ástæðuna líklega vera að allt annað væri að vera farþegi í flugvél en að vinna um borð. Farþegar finni síður fyrir einkennum. Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira