Breytum rétt Valgerður Bjarnadóttir skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Varðhundar kerfisins og valdsins vilja helst engu breyta. Sumir þeirra átta sig á því að krafan um breytingar er svo sterk að eitthvað verður undan að láta. Þegar þeir átta sig upphefst talið um hina víðtæku sátt. Aðrir eiga að nálgast þeirra sjónarmið og fallast á sem minnstar breytingar – það er víðtæk sátt. Við eigum að halda ótrauð áfram við að berjast fyrir því að þjóðinni verði sett ný stjórnarskrá. Þrjú eða fjögur ný ákvæði í stjórnarskrá eru ekki svar við vilja fólksins um að fá nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðsins.Útrýmum fátækt Ég á mér uppáhaldskafla í tillögum Stjórnlagaráðsins. Það er kaflinn um mannréttindi. Í honum eru félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi færð í stjórnarskrána. Það er sannarlega kominn tími til kveða upp úr með að fátækt samræmist ekki grunngildum þjóðarinnar. Það er sannarlega kominn tími til að skylda ríkisvaldið til að útrýma fátækt. Það er sannarlega kominn tími til að tryggja í stjórnarskrá réttinn til almannatrygginga, heilbrigðisþjónustu og menntunar. Það er ekki hægt, segja einhverjir, það er of kostnaðarsamt. Auðvitað er hægt að útrýma hér fátækt og tryggja allt hitt, segi ég. Það er hægt með því að auðlindarentan renni til þjóðarinnar en ekki í vasa þeirra sem nýta þær. Það er hægt með því að þeir sem hafa hæstar tekjurnar borgi hlutfallslega mun hærri skatta en hinir. Það er hægt með því að stokka spilin og gefa upp á nýtt.Kröfur um nýja stjórnarskrá Það er stærsta og brýnasta verkefni næsta kjörtímabils að svara kröfum um nýja stjórnarskrá og um leið tryggja öllum þau réttindi sem mannréttindakafli frumvarps stjórnlagaráðsins kveður á um. Við erum rík þjóð, við höfum efni á þessu. Nýtum auðlindarentuna í þágu fólksins í stað þess að hún renni í vasa útgerðarmanna og álfyrirtækja. – Fyrir því vil ég berjast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Varðhundar kerfisins og valdsins vilja helst engu breyta. Sumir þeirra átta sig á því að krafan um breytingar er svo sterk að eitthvað verður undan að láta. Þegar þeir átta sig upphefst talið um hina víðtæku sátt. Aðrir eiga að nálgast þeirra sjónarmið og fallast á sem minnstar breytingar – það er víðtæk sátt. Við eigum að halda ótrauð áfram við að berjast fyrir því að þjóðinni verði sett ný stjórnarskrá. Þrjú eða fjögur ný ákvæði í stjórnarskrá eru ekki svar við vilja fólksins um að fá nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðsins.Útrýmum fátækt Ég á mér uppáhaldskafla í tillögum Stjórnlagaráðsins. Það er kaflinn um mannréttindi. Í honum eru félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi færð í stjórnarskrána. Það er sannarlega kominn tími til kveða upp úr með að fátækt samræmist ekki grunngildum þjóðarinnar. Það er sannarlega kominn tími til að skylda ríkisvaldið til að útrýma fátækt. Það er sannarlega kominn tími til að tryggja í stjórnarskrá réttinn til almannatrygginga, heilbrigðisþjónustu og menntunar. Það er ekki hægt, segja einhverjir, það er of kostnaðarsamt. Auðvitað er hægt að útrýma hér fátækt og tryggja allt hitt, segi ég. Það er hægt með því að auðlindarentan renni til þjóðarinnar en ekki í vasa þeirra sem nýta þær. Það er hægt með því að þeir sem hafa hæstar tekjurnar borgi hlutfallslega mun hærri skatta en hinir. Það er hægt með því að stokka spilin og gefa upp á nýtt.Kröfur um nýja stjórnarskrá Það er stærsta og brýnasta verkefni næsta kjörtímabils að svara kröfum um nýja stjórnarskrá og um leið tryggja öllum þau réttindi sem mannréttindakafli frumvarps stjórnlagaráðsins kveður á um. Við erum rík þjóð, við höfum efni á þessu. Nýtum auðlindarentuna í þágu fólksins í stað þess að hún renni í vasa útgerðarmanna og álfyrirtækja. – Fyrir því vil ég berjast.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar