Hvernig innleiðum við nýja stjórnarskrá á Íslandi? Heimir Örn Hólmarsson skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Eitt af stefnumálum Pírata, sem ég er innilega sammála, er innleiðing nýrrar stjórnarskrár enda kominn tími til að bráðabirgða stjórnarskráin sem innleidd var árið 1944 verði endurnýjuð. Slík framkvæmd í þjóðfélagi okkar gæti orðið mikið hitamál. Sumir andstæðingar segja að þetta sé ekki hægt og aðrir sem eru fylgjandi málinu segja að þetta sé ekkert mál og að eftir setningu næsta þings yrði ný stjórnarskrá samþykkt, síðan yrði þing rofið og kosið til þess næsta.Hvernig tökum við tillit til þessara andstæðu póla og innleiðum nýja stjórnarskrá í stjórnkerfi íslensks samfélags á faglegan máta? Ég hef starfað í fluggeiranum í rúm 10 ár og hef kynnst því tæknilega og lagalega flókna umhverfi sem er í kringum hann. Ég get ímyndað mér að hægt sé yfirfæra þá reynslu sem ég hef öðlast þar yfir í landslögin og íslenskt stjórnsýsluumhverfi því ég sé mikil líkindi með þessum tveimur heimum. Í flugheiminum er mikið verið að breyta lögum og stöðugt verið aðlaga flugumhverfið að tækniþróun samtímans. Við lagasetningu er oft gefinn ákveðinn aðlögunartími fyrir flugfélög, flugvelli, flugumferðarstjórn og fleiri hagsmunaaðila. Þessi aðlögunartími getur verið stuttur og svo alveg upp í mörg ár. Mögulega þurfa að vera sambærileg vinnubrögð við innleiðingu nýrrar stjórnarskrár á Íslandi eins og þekkist við innleiðingu löggjafar í fluggeiranum. Mögulega þarf að vera einhvers konar aðlögunartími fyrir ríkisstofnanir, atvinnulífið og samfélagið í heild við innleiðingu á stjórnarskránni. Þrátt fyrir að það sé ekki augljóst að innleiðing á nýrri stjórnarskrá geti haft miklar breytingar á ferli og kerfi samfélagsins þá tel ég það vera skyldu stjórnvalda, sama hverjir eru í stjórn, að gera svona víðtækar breytingar á sem skynsamlegastan hátt heildinni í hag. Það sem þarf að gera við innleiðingu nýrrar stjórnarskrár er að meta þá áhættuþætti sem geta komið upp við innleiðingu hennar og bregðast við ef á þarf að halda. Til dæmis gæti þurft að breyta mörgum tölvukerfum í landinu, án þess að ég viti það í dag, eða að það þyrfti að búa til regluverk utan um framkvæmd ákveðinna mála sem eru frekar almenn í nýju stjórnarskránni. Að mínu mati þarf að fara yfir hvern kafla nýju stjórnarskrárinnar og gera þær greiningar sem þekkjast í almennum stjórnunarfræðum í dag. Að vinna þessa vinnu getur tekið tíma en yrði aldrei lengur en eitt kjörtímabil. Ég myndi telja að stofna yrði sérstakan vinnuhóp fyrir þessa vinnu og að opið og gagnsætt umsóknarferli færi af stað við að ráða fólk í þennan hóp. Hópurinn hefði tiltekinn tíma og markmið fyrir hvern kafla fyrir sig og heildartími yfirferðarinnar væri skilgreindur. Vinnuhópurinn myndi skila af sér viðbragðsáætlun eftir hvern kafla sem hægt væri að vinna úr um leið og hópurinn skilaði áætluninni af sér. Eftir þessa yfirferð yrði alveg ljóst hvað þyrfti að gera til að innleiða þessa nýju stjórnarskrá og vonandi þyrfti að breyta sem minnstu í þjóðfélaginu. Eigum við ekki að gera þetta skynsamlega? Verum vel undirbúin ef þörf krefur í stað þess að gera hlutina ómarkvissa í upphafi og þurfa svo að bregðast við eftir á. Innleiðum nýja stjórnarskrá á vel skipulagðan og ígrundaðan hátt til að sem flestir geti verið sáttir við nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Píratar standa fyrir gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir en það eru einmitt þau gildi sem ég hef tileinkað mér á vinnumarkaði. Verklagið sem hér hefur verið útlistað er lýsandi dæmi fyrir starfsaðferðir mínar og mun ég viðhalda þeim í starfi þingmanns Pírata, fái ég umboð Pírata til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af stefnumálum Pírata, sem ég er innilega sammála, er innleiðing nýrrar stjórnarskrár enda kominn tími til að bráðabirgða stjórnarskráin sem innleidd var árið 1944 verði endurnýjuð. Slík framkvæmd í þjóðfélagi okkar gæti orðið mikið hitamál. Sumir andstæðingar segja að þetta sé ekki hægt og aðrir sem eru fylgjandi málinu segja að þetta sé ekkert mál og að eftir setningu næsta þings yrði ný stjórnarskrá samþykkt, síðan yrði þing rofið og kosið til þess næsta.Hvernig tökum við tillit til þessara andstæðu póla og innleiðum nýja stjórnarskrá í stjórnkerfi íslensks samfélags á faglegan máta? Ég hef starfað í fluggeiranum í rúm 10 ár og hef kynnst því tæknilega og lagalega flókna umhverfi sem er í kringum hann. Ég get ímyndað mér að hægt sé yfirfæra þá reynslu sem ég hef öðlast þar yfir í landslögin og íslenskt stjórnsýsluumhverfi því ég sé mikil líkindi með þessum tveimur heimum. Í flugheiminum er mikið verið að breyta lögum og stöðugt verið aðlaga flugumhverfið að tækniþróun samtímans. Við lagasetningu er oft gefinn ákveðinn aðlögunartími fyrir flugfélög, flugvelli, flugumferðarstjórn og fleiri hagsmunaaðila. Þessi aðlögunartími getur verið stuttur og svo alveg upp í mörg ár. Mögulega þurfa að vera sambærileg vinnubrögð við innleiðingu nýrrar stjórnarskrár á Íslandi eins og þekkist við innleiðingu löggjafar í fluggeiranum. Mögulega þarf að vera einhvers konar aðlögunartími fyrir ríkisstofnanir, atvinnulífið og samfélagið í heild við innleiðingu á stjórnarskránni. Þrátt fyrir að það sé ekki augljóst að innleiðing á nýrri stjórnarskrá geti haft miklar breytingar á ferli og kerfi samfélagsins þá tel ég það vera skyldu stjórnvalda, sama hverjir eru í stjórn, að gera svona víðtækar breytingar á sem skynsamlegastan hátt heildinni í hag. Það sem þarf að gera við innleiðingu nýrrar stjórnarskrár er að meta þá áhættuþætti sem geta komið upp við innleiðingu hennar og bregðast við ef á þarf að halda. Til dæmis gæti þurft að breyta mörgum tölvukerfum í landinu, án þess að ég viti það í dag, eða að það þyrfti að búa til regluverk utan um framkvæmd ákveðinna mála sem eru frekar almenn í nýju stjórnarskránni. Að mínu mati þarf að fara yfir hvern kafla nýju stjórnarskrárinnar og gera þær greiningar sem þekkjast í almennum stjórnunarfræðum í dag. Að vinna þessa vinnu getur tekið tíma en yrði aldrei lengur en eitt kjörtímabil. Ég myndi telja að stofna yrði sérstakan vinnuhóp fyrir þessa vinnu og að opið og gagnsætt umsóknarferli færi af stað við að ráða fólk í þennan hóp. Hópurinn hefði tiltekinn tíma og markmið fyrir hvern kafla fyrir sig og heildartími yfirferðarinnar væri skilgreindur. Vinnuhópurinn myndi skila af sér viðbragðsáætlun eftir hvern kafla sem hægt væri að vinna úr um leið og hópurinn skilaði áætluninni af sér. Eftir þessa yfirferð yrði alveg ljóst hvað þyrfti að gera til að innleiða þessa nýju stjórnarskrá og vonandi þyrfti að breyta sem minnstu í þjóðfélaginu. Eigum við ekki að gera þetta skynsamlega? Verum vel undirbúin ef þörf krefur í stað þess að gera hlutina ómarkvissa í upphafi og þurfa svo að bregðast við eftir á. Innleiðum nýja stjórnarskrá á vel skipulagðan og ígrundaðan hátt til að sem flestir geti verið sáttir við nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Píratar standa fyrir gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir en það eru einmitt þau gildi sem ég hef tileinkað mér á vinnumarkaði. Verklagið sem hér hefur verið útlistað er lýsandi dæmi fyrir starfsaðferðir mínar og mun ég viðhalda þeim í starfi þingmanns Pírata, fái ég umboð Pírata til þess.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun