Endurtekin mistök þorsteinn víglundsson skrifar 10. ágúst 2016 09:30 Íslenskt efnahagslíf stendur í blóma um þessar mundir og hefur risið hratt úr öskustó hrunsins á flesta mælikvarða. Er það ekki síst fyrir tilstilli mikillar sóknar helstu útflutningsgreinanna. Hún skýrist meðal annars af hagstæðu gengi í kjölfar hrunsins, hækkandi afurðaverði sjávarafurða, lægra olíuverði, uppgangi ferðaþjónustu og nýsköpun í tækni- og hugverkaiðnaði og öðrum greinum. Þessu er nú stefnt í voða með mikilli styrkingu íslensku krónunnar. Á tímabilinu frá 2007 hafa útflutningstekjur þjóðarbúsins aukist úr 455 milljörðum í tæplega 1.200 milljarða á síðasta ári. Vissulega hafði fall krónunnar í upphafi áhrif en ef horft er á útflutningstekjur sem hlutfall af landsframleiðslu þá uxu þær úr 33% árið 2007 í 53% á síðasta ári. Þetta er helsta ástæða þess hversu vel hefur gengið í endurreisn íslensks efnahagslífs.Gengi krónunnar hefur styrkst um 23% frá árslokum 2012. Svigrúm var til gengisstyrkingar en þessi hraða gengisstyrking undanfarið ár er farin að valda útflutningsfyrirtækjum verulegum skaða. Landið verður mun dýrara heim að sækja og það fást mun færri krónur fyrir útfluttar afurðir. Á sama tíma þurfa fyrirtækin að kljást við hærri launakostnað og vexti. Þetta eru ekki góð vaxtarskilyrði fyrir sprota á sviði útflutningsgreina. Það vitum við af fyrri reynslu.Verðstöðugleiki er afar mikilvægur fyrir hagkerfið. Miklar launahækkanir undangenginna missera juku mjög á verðbólguhættuna en til þessa hefur verðlag þó haldist stöðugt. Það skýrist einkum af hækkandi gengi, lækkandi hrávöruverði og hagræðingu í rekstri fyrirtækja. Stóraukinn vaxtamunur við útlönd á sinn þátt í mikilli styrkingu gengisins líkt og á fyrri þenslutímabilum.Nú er safnað gjaldeyrisforða á móti skammtímainnflæði fjármagns en það var ekki gert á síðasta þensluskeiði. Það er ekki að kostnaðarlausu, allur varaforði kostar peninga. Viðbrögð Seðlabankans voru að setja á höft til að takmarka innflæði skammtímafjármagns, en það er engin lausn. Það er stórvarasamt að grafa svona undan útflutningsatvinnuvegunum enn og aftur. Mikill uppgangur þessara greina er meginástæða þess hversu heilbrigðara hagkerfið er á alla helstu mælikvarða samanborið við þensluárin 2005 – 2007. Þá var barist við verðbólguna með sömu ráðum og nú. Breitt var yfir undirliggjandi verðbólguþrýsting með gengisstyrkingu sem til lengri tíma reyndist algerlega ósjálfbær. Þegar gengið brast gaus verðbólgan fram og jók enn á aðlögunarvanda hagkerfisins. Enn á ný virðist Seðlabankinn ætla að fórna hagsmunum útflutningsfyrirtækjanna til að ná fram markmiðum meingallaðrar peningastefnu. Það er löngu tímabært að peningastefnan verði tekin til gagngerrar endurskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt efnahagslíf stendur í blóma um þessar mundir og hefur risið hratt úr öskustó hrunsins á flesta mælikvarða. Er það ekki síst fyrir tilstilli mikillar sóknar helstu útflutningsgreinanna. Hún skýrist meðal annars af hagstæðu gengi í kjölfar hrunsins, hækkandi afurðaverði sjávarafurða, lægra olíuverði, uppgangi ferðaþjónustu og nýsköpun í tækni- og hugverkaiðnaði og öðrum greinum. Þessu er nú stefnt í voða með mikilli styrkingu íslensku krónunnar. Á tímabilinu frá 2007 hafa útflutningstekjur þjóðarbúsins aukist úr 455 milljörðum í tæplega 1.200 milljarða á síðasta ári. Vissulega hafði fall krónunnar í upphafi áhrif en ef horft er á útflutningstekjur sem hlutfall af landsframleiðslu þá uxu þær úr 33% árið 2007 í 53% á síðasta ári. Þetta er helsta ástæða þess hversu vel hefur gengið í endurreisn íslensks efnahagslífs.Gengi krónunnar hefur styrkst um 23% frá árslokum 2012. Svigrúm var til gengisstyrkingar en þessi hraða gengisstyrking undanfarið ár er farin að valda útflutningsfyrirtækjum verulegum skaða. Landið verður mun dýrara heim að sækja og það fást mun færri krónur fyrir útfluttar afurðir. Á sama tíma þurfa fyrirtækin að kljást við hærri launakostnað og vexti. Þetta eru ekki góð vaxtarskilyrði fyrir sprota á sviði útflutningsgreina. Það vitum við af fyrri reynslu.Verðstöðugleiki er afar mikilvægur fyrir hagkerfið. Miklar launahækkanir undangenginna missera juku mjög á verðbólguhættuna en til þessa hefur verðlag þó haldist stöðugt. Það skýrist einkum af hækkandi gengi, lækkandi hrávöruverði og hagræðingu í rekstri fyrirtækja. Stóraukinn vaxtamunur við útlönd á sinn þátt í mikilli styrkingu gengisins líkt og á fyrri þenslutímabilum.Nú er safnað gjaldeyrisforða á móti skammtímainnflæði fjármagns en það var ekki gert á síðasta þensluskeiði. Það er ekki að kostnaðarlausu, allur varaforði kostar peninga. Viðbrögð Seðlabankans voru að setja á höft til að takmarka innflæði skammtímafjármagns, en það er engin lausn. Það er stórvarasamt að grafa svona undan útflutningsatvinnuvegunum enn og aftur. Mikill uppgangur þessara greina er meginástæða þess hversu heilbrigðara hagkerfið er á alla helstu mælikvarða samanborið við þensluárin 2005 – 2007. Þá var barist við verðbólguna með sömu ráðum og nú. Breitt var yfir undirliggjandi verðbólguþrýsting með gengisstyrkingu sem til lengri tíma reyndist algerlega ósjálfbær. Þegar gengið brast gaus verðbólgan fram og jók enn á aðlögunarvanda hagkerfisins. Enn á ný virðist Seðlabankinn ætla að fórna hagsmunum útflutningsfyrirtækjanna til að ná fram markmiðum meingallaðrar peningastefnu. Það er löngu tímabært að peningastefnan verði tekin til gagngerrar endurskoðunar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun