Mannréttindi gróflega brotin á Nárú Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. ágúst 2016 08:00 Í Ástralíu og víðar um heim hefur oft verið efnt til mótmæla gegn búðunum á Nárú. Þessi mynd er tekin í Ástralíu þar sem því var mótmælt að nýfætt barn yrði sent til eyjunnar ásamt móður sinni sem þurfti að komast á sjúkrahús í Ástralíu til að fæða barnið. vísir/epa Leyniskjöl frá starfsfólki áströlsku flóttamannabúðanna á Nárú sýna að þar viðgangast gróf mannréttindabrot. Breska dagblaðið The Guardian birti í gær meira en tvö þúsund skjöl, þar sem lýst er ýmsum atvikum sem upp hafa komið. Í skjölunum kemur fram að ofbeldi, kynferðisbrot, barnanauðganir og sjálfsvígstilraunir eru tíðar á eyjunni. Kvörtunum sé lítt eða ekki sinnt og aðbúnaðurinn sé óviðunandi. Mörg ljót dæmi eru um illa meðferð á börnum. Í skýrslunum er að finna sjö skýrslur um kynferðisbrot gegn börnum, 59 skýrslur um árásir á börn, 30 skýrslur um að börn hafi reynt að skaða sjálf sig og 159 skýrslur um að börn hafi hótað að skaða sjálf sig.Lengi hefur verið vitað að aðbúnaður flóttafólksins þar hefur verið lélegur en áströlsk stjórnvöld hafa gætt þess vel að halda bæði fréttafólki og fulltrúum mannréttindasamtaka í fjarlægð frá eyjunni. Flóttamannabúðunum á Nárú og á Manus-eyju í Papúa Nýju-Gíneu hefur verið líkt við Guantanamo-fangabúðirnar, sem Bandaríkjamenn starfrækja á Kúbu þar sem bandarísk lög gilda ekki nema að takmörkuðu leyti. Ástralar hafa sent allt flóttafólk, sem reynir að komast sjóleiðina til Ástralíu, beint til Nárú eða á Manus-eyju í staðinn fyrir að afgreiða mál þess heima í Ástralíu.Börnin á Nárú halda úti Facebook síðu, þótt þeim sé bannað það. Þaðan er þessi mynd fengin. MYND/Free the Children NauruFlóttafólkinu er frá upphafi gert það ljóst að það muni aldrei fá hæli í Ástralíu og stjórnvöld hafa sagt það hreint út að með þessu sé ætlunin að fæla fólk frá því að reyna að komast sjóleiðina til Ástralíu. Bæði stjórnin í Ástralíu og stjórnvöld á Nárú hafa lagt mikla áherslu á að halda þessu ástandi leyndu fyrir umheiminum og vilja helst ekki fá blaðamenn eða fulltrúa mannréttindasamtaka þangað. Uppljóstrunin í The Guardian birtist fáum dögum eftir að mannréttindasamtökin Amnesty International og Human Rights Watch sendu frá sér greinargerð um alvarleg mannréttindabrot gegn flóttafólki á Nárú. Þar eru Ástralar sakaðir um „að flytja flóttafólk og hælisleitendur gegn vilja þess til Nárú, halda því nauðugu þar í lengri tíma við ómannúðlegar aðstæður, meina flóttafólki um aðgang að viðhlítandi læknisaðstoð og búa svo um hnútana að margir bíða alvarlegan sálrænan hnekki.“ Anna Neistal, yfirmaður rannsókna hjá Amnesty International, segist í starfi sínu við að skrá mannréttindabrot aldrei áður hafa orðið vitni að jafn vel heppnuðum feluleik með slíkt og þeim sem áströlsk stjórnvöld hafa komist upp með. Amnesty krefst þess að Ástralía hætti án tafar að hafa flóttafólk í haldi á Nárú, flytji fólkið til Ástralíu og veiti því búsetu þar.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Naúrú Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Leyniskjöl frá starfsfólki áströlsku flóttamannabúðanna á Nárú sýna að þar viðgangast gróf mannréttindabrot. Breska dagblaðið The Guardian birti í gær meira en tvö þúsund skjöl, þar sem lýst er ýmsum atvikum sem upp hafa komið. Í skjölunum kemur fram að ofbeldi, kynferðisbrot, barnanauðganir og sjálfsvígstilraunir eru tíðar á eyjunni. Kvörtunum sé lítt eða ekki sinnt og aðbúnaðurinn sé óviðunandi. Mörg ljót dæmi eru um illa meðferð á börnum. Í skýrslunum er að finna sjö skýrslur um kynferðisbrot gegn börnum, 59 skýrslur um árásir á börn, 30 skýrslur um að börn hafi reynt að skaða sjálf sig og 159 skýrslur um að börn hafi hótað að skaða sjálf sig.Lengi hefur verið vitað að aðbúnaður flóttafólksins þar hefur verið lélegur en áströlsk stjórnvöld hafa gætt þess vel að halda bæði fréttafólki og fulltrúum mannréttindasamtaka í fjarlægð frá eyjunni. Flóttamannabúðunum á Nárú og á Manus-eyju í Papúa Nýju-Gíneu hefur verið líkt við Guantanamo-fangabúðirnar, sem Bandaríkjamenn starfrækja á Kúbu þar sem bandarísk lög gilda ekki nema að takmörkuðu leyti. Ástralar hafa sent allt flóttafólk, sem reynir að komast sjóleiðina til Ástralíu, beint til Nárú eða á Manus-eyju í staðinn fyrir að afgreiða mál þess heima í Ástralíu.Börnin á Nárú halda úti Facebook síðu, þótt þeim sé bannað það. Þaðan er þessi mynd fengin. MYND/Free the Children NauruFlóttafólkinu er frá upphafi gert það ljóst að það muni aldrei fá hæli í Ástralíu og stjórnvöld hafa sagt það hreint út að með þessu sé ætlunin að fæla fólk frá því að reyna að komast sjóleiðina til Ástralíu. Bæði stjórnin í Ástralíu og stjórnvöld á Nárú hafa lagt mikla áherslu á að halda þessu ástandi leyndu fyrir umheiminum og vilja helst ekki fá blaðamenn eða fulltrúa mannréttindasamtaka þangað. Uppljóstrunin í The Guardian birtist fáum dögum eftir að mannréttindasamtökin Amnesty International og Human Rights Watch sendu frá sér greinargerð um alvarleg mannréttindabrot gegn flóttafólki á Nárú. Þar eru Ástralar sakaðir um „að flytja flóttafólk og hælisleitendur gegn vilja þess til Nárú, halda því nauðugu þar í lengri tíma við ómannúðlegar aðstæður, meina flóttafólki um aðgang að viðhlítandi læknisaðstoð og búa svo um hnútana að margir bíða alvarlegan sálrænan hnekki.“ Anna Neistal, yfirmaður rannsókna hjá Amnesty International, segist í starfi sínu við að skrá mannréttindabrot aldrei áður hafa orðið vitni að jafn vel heppnuðum feluleik með slíkt og þeim sem áströlsk stjórnvöld hafa komist upp með. Amnesty krefst þess að Ástralía hætti án tafar að hafa flóttafólk í haldi á Nárú, flytji fólkið til Ástralíu og veiti því búsetu þar.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Naúrú Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira