Náttúra landsins og fjölmiðlar Ellen Magnúsdóttir skrifar 16. ágúst 2016 08:00 Erum við komin það langt frá náttúrunni að enginn er að skoða réttindi hennar? Maður spyr sig eftir ýmsar fréttir frá fjölmiðlum undanfarnar vikur. Stelpur bjarga þrastarunga og fólk elur upp álftarunga. Fjölmiðlar ýta undir þessar fréttir með ákveðnum hvatningum um að þetta sé allt gott og blessað. Kíkjum á dæmi númer eitt þar sem frétt á mbl.is segir frá stelpum sem bjarga þrastarunga. Ekki að ég sé að skammast í greyið stelpunum sem „björguðu“ þrastarunganum á sínum tíma, enda vissu þær ekki betur. Kennari þeirra segir þeim að skila unganum á sinn stað. Þetta eru hárrétt viðbrögð, þar sem það á aldrei að taka unga úr náttúrunni. Í þessu dæmi þá fannst stelpunum það ekki góð hugmynd að skilja ungan eftir þar sem þær sjá enga foreldra ungans nálægt. Þetta endar með því að þær taka ungann að sér og koma honum svo seinna til dýralæknis. Þegar ég las fréttina skildi ég alveg hvað þessar litlu stelpur voru að hugsa, enda vissu þær ekki betur og vildu koma unganum fyrir á góðum stað. Það sem kom mér mest á óvart voru viðbrögð dýralækna sem tóku við unganum sem sögðu að þetta væri allt í góðu og ef ég vitna í fréttina þá sögðu stelpurnar eftir heimsóknina til dýralæknisins: „Þar var okkur sagt að hann hefði getað dáið ef við hefðum skilið hann eftir svo við vorum mjög fegnar að hafa bjargað honum.“ Aftur á móti er þetta skólabókardæmi um algeng mistök sem börn og jafnvel fullorðnir gera enn þann dag í dag. Við vitum mætavel að það getur verið talsverður tími sem foreldrar unganna eru í burtu í ætisleit, sérstaklega þegar ungarnir eru komnir úr hreiðrinu, farnir að skoða umhverfið og ungarnir fara hugsanlega hver í sína áttina þannig að foreldrarnir þurfa að fara um víðan völl til að sinna öllum ungunum. Jafnvel þótt ungarnir virðist vera í talsverðri fjarlægð frá foreldrunum þá er það hluti af því að ungarnir læri að bjarga sér sjálfir, en það er mikilvægasta lexían sem öll villt dýr þurfa að læra. Komum að dæmi númer tvö, álftarungarnir sem voru aldir upp af fólki. Í fréttum Stöðvar 2 var um daginn frétt um fjölskyldu sem var með álftaregg þar sem þau náðu að unga út tveimur eggjum. Það sem kom aftur á móti ekki fram er hvaðan fengu þau eggin? Þessi spurning sat föst í mér, enda ólöglegt að taka egg frá friðuðum fuglum skv. lögum „Allir fuglar, þar með taldir þeir sem koma reglulega eða flækjast til landsins, eru friðaðir, nema annað sé tekið fram í reglugerð þessari. Friðun tekur einnig til eggja og hreiðra þeirra fugla sem njóta algerrar eða tímabundinnar friðunar, nema öðruvísi sé ákveðið í reglugerð þessari.“ Álftin tilheyrir þeim hópi fugla sem er friðaður allan ársins hring. Fjölskyldunni í fréttinni hafði einhverra óútskýrðra hluta vegna áskotnast sjö álftaregg, náði að klekja tveimur eggjum út og fór að ala upp ungana. Allt hljómaði þetta voða gaman og áhugavert, sérstaklega í augum fjölmiðla. Þetta aftur á móti er í andstöðu við lög landsins, enda má ekki hafa villt dýr í haldi, eða taka egg af friðuðum tegundum eins og ég kom fyrr að. Aftur á móti er þetta ekki eina sagan sem maður hefur heyrt, enda margar sögur þar sem fólk hefur tekið egg eða unga hrafna og alið upp sem gæludýr. Þessir hrafnar hafa í flestum tilvikum valdið miklum usla enda óhræddir við menn og að lokum verið skotnir þar sem þeir voru orðnir of ágengir. Þannig að maður spyr sig, hverjum er verið að gera greiða með að ala upp villt dýr? Allavega hefur það aldrei verið dýrunum til góða, því miður. Ég vildi bara benda á þetta og sérstaklega beini ég mínum orðum til fjölmiðla, að þeir taki sig á og hafi samband við rétta aðila áður en þeir senda út misvísandi skilaboð til almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Erum við komin það langt frá náttúrunni að enginn er að skoða réttindi hennar? Maður spyr sig eftir ýmsar fréttir frá fjölmiðlum undanfarnar vikur. Stelpur bjarga þrastarunga og fólk elur upp álftarunga. Fjölmiðlar ýta undir þessar fréttir með ákveðnum hvatningum um að þetta sé allt gott og blessað. Kíkjum á dæmi númer eitt þar sem frétt á mbl.is segir frá stelpum sem bjarga þrastarunga. Ekki að ég sé að skammast í greyið stelpunum sem „björguðu“ þrastarunganum á sínum tíma, enda vissu þær ekki betur. Kennari þeirra segir þeim að skila unganum á sinn stað. Þetta eru hárrétt viðbrögð, þar sem það á aldrei að taka unga úr náttúrunni. Í þessu dæmi þá fannst stelpunum það ekki góð hugmynd að skilja ungan eftir þar sem þær sjá enga foreldra ungans nálægt. Þetta endar með því að þær taka ungann að sér og koma honum svo seinna til dýralæknis. Þegar ég las fréttina skildi ég alveg hvað þessar litlu stelpur voru að hugsa, enda vissu þær ekki betur og vildu koma unganum fyrir á góðum stað. Það sem kom mér mest á óvart voru viðbrögð dýralækna sem tóku við unganum sem sögðu að þetta væri allt í góðu og ef ég vitna í fréttina þá sögðu stelpurnar eftir heimsóknina til dýralæknisins: „Þar var okkur sagt að hann hefði getað dáið ef við hefðum skilið hann eftir svo við vorum mjög fegnar að hafa bjargað honum.“ Aftur á móti er þetta skólabókardæmi um algeng mistök sem börn og jafnvel fullorðnir gera enn þann dag í dag. Við vitum mætavel að það getur verið talsverður tími sem foreldrar unganna eru í burtu í ætisleit, sérstaklega þegar ungarnir eru komnir úr hreiðrinu, farnir að skoða umhverfið og ungarnir fara hugsanlega hver í sína áttina þannig að foreldrarnir þurfa að fara um víðan völl til að sinna öllum ungunum. Jafnvel þótt ungarnir virðist vera í talsverðri fjarlægð frá foreldrunum þá er það hluti af því að ungarnir læri að bjarga sér sjálfir, en það er mikilvægasta lexían sem öll villt dýr þurfa að læra. Komum að dæmi númer tvö, álftarungarnir sem voru aldir upp af fólki. Í fréttum Stöðvar 2 var um daginn frétt um fjölskyldu sem var með álftaregg þar sem þau náðu að unga út tveimur eggjum. Það sem kom aftur á móti ekki fram er hvaðan fengu þau eggin? Þessi spurning sat föst í mér, enda ólöglegt að taka egg frá friðuðum fuglum skv. lögum „Allir fuglar, þar með taldir þeir sem koma reglulega eða flækjast til landsins, eru friðaðir, nema annað sé tekið fram í reglugerð þessari. Friðun tekur einnig til eggja og hreiðra þeirra fugla sem njóta algerrar eða tímabundinnar friðunar, nema öðruvísi sé ákveðið í reglugerð þessari.“ Álftin tilheyrir þeim hópi fugla sem er friðaður allan ársins hring. Fjölskyldunni í fréttinni hafði einhverra óútskýrðra hluta vegna áskotnast sjö álftaregg, náði að klekja tveimur eggjum út og fór að ala upp ungana. Allt hljómaði þetta voða gaman og áhugavert, sérstaklega í augum fjölmiðla. Þetta aftur á móti er í andstöðu við lög landsins, enda má ekki hafa villt dýr í haldi, eða taka egg af friðuðum tegundum eins og ég kom fyrr að. Aftur á móti er þetta ekki eina sagan sem maður hefur heyrt, enda margar sögur þar sem fólk hefur tekið egg eða unga hrafna og alið upp sem gæludýr. Þessir hrafnar hafa í flestum tilvikum valdið miklum usla enda óhræddir við menn og að lokum verið skotnir þar sem þeir voru orðnir of ágengir. Þannig að maður spyr sig, hverjum er verið að gera greiða með að ala upp villt dýr? Allavega hefur það aldrei verið dýrunum til góða, því miður. Ég vildi bara benda á þetta og sérstaklega beini ég mínum orðum til fjölmiðla, að þeir taki sig á og hafi samband við rétta aðila áður en þeir senda út misvísandi skilaboð til almennings.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun