Maður kaupir ef maður fílar Gunnar Á. Ásgeirsson skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Þetta er setning sem heyrist gjarnan frá þeim sem eru hvað mestir baráttumenn í því að réttlæta ólöglegt niðurhal. Tímarnir eru breyttir og hinn týpíski neytandi er farinn að hegða sínu neyslumynstri allt öðruvísi en áður var. Í dag þarf í flestum tilfellum alls ekki að fara ólöglega leið til þess að tékka hvort maður fíli viðkomandi efni. Nánast alla tónlist er hægt að hlusta á löglega á Spotify sem er snilldar uppfinning, þar hefur maður uppgvötað alls konar skemmtilega tónlist og ég kaupi mjög reglulega efni sem ég hef tékkað fyrst á á Spotify. Hvað bækur varðar er hægt að fara á bókasafnið, leigja sér bók upp á gamla mátann og ef manni finnst bókin svo mikil snilld að maður vilji eiga hana uppi í hillu eða rafbók í Kindle þá er hægt að fara og kaupa hana.Greiða fyrir ákveðna þætti?En þá er komið að málaflokknum sem veldur hvað mestu fjaðrafoki og það er kvikmyndir og sjónvarpsþættir. Kvikmyndirnar eru vissulega hægt að sjá í kvikmyndahúsi þegar þær eru nýjar og eru þær svo mjög fljótlega komnar á voddið og þar má horfa á þær líka fyrir sanngjarnt verð, þannig gengið að efninu löglega og er alls engu ábótavant og hægt að horfa á kvikmyndir á góðu verði á voddinu. Svo aðgengið er bara fínt á þessu efni en það er þó einn flokkur sem er ekki svona aðgengilegur. Og það eru sjónvarpsþættir og þá sérstaklega íslenskir sjónvarpsþættir. Ég er ekki áskrifandi að Stöð 2 vegna þess að ég horfi svo lítið á sjónvarp og hef hreinlega ekki tíma fyrir mikið sjónvarp inn í mitt líf. En þrátt fyrir að ég horfi lítið á sjónvarp þá eru einstaka íslenskir þættir inn á milli á Stöð 2 sem ég væri alveg til í að sjá og borga fyrir. Gott dæmi er að síðasta haust var þriðja sería ef Rétti sýnd á Stöð 2. Ég hefði svo glaður viljað borga vikulega, tja segjum 450 kr. fyrir áhorf á hverjum þætti af Rétti en sá möguleiki var ekki í boði. Ef sá möguleiki hefði verið opinn og ég borgað mínar 450 kr. vikulega fyrir áhorf á þættinum hefði ég verið búinn að greiða eftir seríuna 4.050 kr. í heildina bara fyrir þetta tiltekna efni. Sem mér finnst bara mjög sanngjarnt og gott í staðinn fyrir að hafa borgað áskrift að Stöð 2 í rúma tvo mánuði sem ég hef ekkert við að gera og mun ekki fá mér. Ég missti þess vegna af Rétti og hef ekki enn þá séð þessa þætti, er að bíða eftir því að sjá þá til sölu á DVD en ég hef hvergi séð þá í boði. Ég var rétt í þessu að skoða SíminnBíó leiguna og þar eru þættirnir ekki enn í boði. Mig langar að sjá þá og vil alveg borga fyrir það en aðgengið að þeim er bara ekki til staðar. Ég skil gremju tónlistarmanna, kvikmyndagerðarmanna og rithöfunda ef efninu þeirra er niðurhalað af netinu eða þegar sjónvarpsþáttum er niðurhalað og svo tala framleiðendur um tekjutap vegna niðurhals. Hvaða tekjutap? Það er ekki í boði að fá að borga fyrir sumt efni þó fólk vilji það. Þannig að ef sjónvarpsþáttum er niðurhalað á netinu þá er það ekki samasemmerki um tekjutap þegar það var aldrei hægt að nálgast efnið löglega með því að borga fyrir hvern og einn þátt. Það hentar mér allavega ekki að kaupa áskrift að heilli sjónvarpsstöð og einhverjum skemmtipakka þegar ég ætla bara að fylgjast með fréttum sem eru í opinni dagskrá og einni sjónvarpsþáttaseríu. Nú í haust eru að hefja göngu sína þættirnir Borgarstjórinn á Stöð 2 og ég skora á 365 miðla að gera tilraun og bjóða þeim sem ekki eru áskrifendur að Stöð 2 að kaupa aðgang að hverjum þætti fyrir t.d. 450 kall um leið og þátturinn er sýndur í sjónvarpi. Er alveg viss um að tugþúsundir eiga eftir að nýta sér það og þar á meðal ég. Það er ekki hægt að kvarta undan tekjutapi þegar það er ekki í boði að fá að borga fyrir efnið fyrr en seint og síðar meir. If you can't beat them, join them. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Þetta er setning sem heyrist gjarnan frá þeim sem eru hvað mestir baráttumenn í því að réttlæta ólöglegt niðurhal. Tímarnir eru breyttir og hinn týpíski neytandi er farinn að hegða sínu neyslumynstri allt öðruvísi en áður var. Í dag þarf í flestum tilfellum alls ekki að fara ólöglega leið til þess að tékka hvort maður fíli viðkomandi efni. Nánast alla tónlist er hægt að hlusta á löglega á Spotify sem er snilldar uppfinning, þar hefur maður uppgvötað alls konar skemmtilega tónlist og ég kaupi mjög reglulega efni sem ég hef tékkað fyrst á á Spotify. Hvað bækur varðar er hægt að fara á bókasafnið, leigja sér bók upp á gamla mátann og ef manni finnst bókin svo mikil snilld að maður vilji eiga hana uppi í hillu eða rafbók í Kindle þá er hægt að fara og kaupa hana.Greiða fyrir ákveðna þætti?En þá er komið að málaflokknum sem veldur hvað mestu fjaðrafoki og það er kvikmyndir og sjónvarpsþættir. Kvikmyndirnar eru vissulega hægt að sjá í kvikmyndahúsi þegar þær eru nýjar og eru þær svo mjög fljótlega komnar á voddið og þar má horfa á þær líka fyrir sanngjarnt verð, þannig gengið að efninu löglega og er alls engu ábótavant og hægt að horfa á kvikmyndir á góðu verði á voddinu. Svo aðgengið er bara fínt á þessu efni en það er þó einn flokkur sem er ekki svona aðgengilegur. Og það eru sjónvarpsþættir og þá sérstaklega íslenskir sjónvarpsþættir. Ég er ekki áskrifandi að Stöð 2 vegna þess að ég horfi svo lítið á sjónvarp og hef hreinlega ekki tíma fyrir mikið sjónvarp inn í mitt líf. En þrátt fyrir að ég horfi lítið á sjónvarp þá eru einstaka íslenskir þættir inn á milli á Stöð 2 sem ég væri alveg til í að sjá og borga fyrir. Gott dæmi er að síðasta haust var þriðja sería ef Rétti sýnd á Stöð 2. Ég hefði svo glaður viljað borga vikulega, tja segjum 450 kr. fyrir áhorf á hverjum þætti af Rétti en sá möguleiki var ekki í boði. Ef sá möguleiki hefði verið opinn og ég borgað mínar 450 kr. vikulega fyrir áhorf á þættinum hefði ég verið búinn að greiða eftir seríuna 4.050 kr. í heildina bara fyrir þetta tiltekna efni. Sem mér finnst bara mjög sanngjarnt og gott í staðinn fyrir að hafa borgað áskrift að Stöð 2 í rúma tvo mánuði sem ég hef ekkert við að gera og mun ekki fá mér. Ég missti þess vegna af Rétti og hef ekki enn þá séð þessa þætti, er að bíða eftir því að sjá þá til sölu á DVD en ég hef hvergi séð þá í boði. Ég var rétt í þessu að skoða SíminnBíó leiguna og þar eru þættirnir ekki enn í boði. Mig langar að sjá þá og vil alveg borga fyrir það en aðgengið að þeim er bara ekki til staðar. Ég skil gremju tónlistarmanna, kvikmyndagerðarmanna og rithöfunda ef efninu þeirra er niðurhalað af netinu eða þegar sjónvarpsþáttum er niðurhalað og svo tala framleiðendur um tekjutap vegna niðurhals. Hvaða tekjutap? Það er ekki í boði að fá að borga fyrir sumt efni þó fólk vilji það. Þannig að ef sjónvarpsþáttum er niðurhalað á netinu þá er það ekki samasemmerki um tekjutap þegar það var aldrei hægt að nálgast efnið löglega með því að borga fyrir hvern og einn þátt. Það hentar mér allavega ekki að kaupa áskrift að heilli sjónvarpsstöð og einhverjum skemmtipakka þegar ég ætla bara að fylgjast með fréttum sem eru í opinni dagskrá og einni sjónvarpsþáttaseríu. Nú í haust eru að hefja göngu sína þættirnir Borgarstjórinn á Stöð 2 og ég skora á 365 miðla að gera tilraun og bjóða þeim sem ekki eru áskrifendur að Stöð 2 að kaupa aðgang að hverjum þætti fyrir t.d. 450 kall um leið og þátturinn er sýndur í sjónvarpi. Er alveg viss um að tugþúsundir eiga eftir að nýta sér það og þar á meðal ég. Það er ekki hægt að kvarta undan tekjutapi þegar það er ekki í boði að fá að borga fyrir efnið fyrr en seint og síðar meir. If you can't beat them, join them.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun