Héldust í hendur og sökuð um athyglissýki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. ágúst 2016 10:30 Hér koma systurnar í mark. Vísir/Getty Þýsku hlaupararnir Anna og Lisa Hahner, sem eru tvíburar, héldust í hendur þegar þær komu í mark í maraþonhlaupi kvenna á Ólympíuleikunum á sunnudag. Atvikið hefur vakið athygli víða. Mörgum þótti Ólympíuandinn vera í fyrirrúmi en forráðamenn þýska frjálsíþróttasambandsins voru ekki hrifnir. Sjálfar sögðu systurnar að þetta hefði ekki verið undirbúið. Þær höfðu ekki hlaupið hlið við hlið allt hlaupið en 300 metrum áður en kom að marklínunni sá Anna að hún var komin upp að hlið systur sinnar. „Þetta var yndisleg stund og töfrum líkast að við gætum klárað maraþonið saman. Við vorum ekki að pæla í hvað við vorum að gera,“ sagði Anna. „Við höfum æft saman fyrir þetta hlaup í fjögur ár. Við vorum ekki ánægðar með tímann eða í hvaða sæti við lentum en við vorum ánægðir með að hafa lagt okkur allar fram,“ sagði hún enn fremur en systurnar lentu í 81. og 82. sæti í hlaupinu.„Sigrar og verðlaunapeningar eiga ekki að vera einu markmið íþróttamanna á Ólympíuleikum,“ sagði Thomas Kurschilgen, íþróttastjóri þýska frjálsíþróttasambandsins, í tölvupósti sem hann sendi vegna málsins. „Hver einasti keppandi á að gera sitt allra besta og stefna að bestu mögulegu niðurstöðunni,“ sagði hann enn fremur og sakaði tvíburana um að fara með maraþonkeppni á Ólympíuleikum eins og skemmtiskokk. „Markmið þeirra var að ná sér í athygli fjölmiðla. Það er það sem við gagnrýnum.“ Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Brjálaðist og grét er lyfta var dæmd ógild | Myndir Íranski lyftingakappinn Behdad Salimikordasiabi gerði allt vitlaust og þurfti að kalla til öryggisgæslu er lyfta hjá honum var dæmd ógild. 17. ágúst 2016 23:00 Nýjasta hlaupastjarna Jamaíka náði því sem engin hefur gert á ÓL í 28 ár Elaine Thompson frá Jamaíka fylgdi á eftir sigri sínum í 100 metra hlaupi kvenna með því að vinna einnig 200 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 18. ágúst 2016 02:07 Elda veislumáltíðir fyrir hina fátæku í Ríó úr ólympíuafgöngum Eigandi besta veitingastaðar í heiminum er mættur til Ríó og eldar veislumáltíðir fyrir hina fátæku úr matarafgöngum. 17. ágúst 2016 11:29 Bolt og De Grasse brostu til hvors annars en Gatlin komst ekki úrslit Jamaíkamaðurinn Usain Bolt komst í nótt einu skrefi nær því að vinna 200 metra hlaup karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð þegar hann vann undanúrslitin í 200 metra hlaupinu á Ólympíuleikvanginum í Ríó. 18. ágúst 2016 01:54 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Þýsku hlaupararnir Anna og Lisa Hahner, sem eru tvíburar, héldust í hendur þegar þær komu í mark í maraþonhlaupi kvenna á Ólympíuleikunum á sunnudag. Atvikið hefur vakið athygli víða. Mörgum þótti Ólympíuandinn vera í fyrirrúmi en forráðamenn þýska frjálsíþróttasambandsins voru ekki hrifnir. Sjálfar sögðu systurnar að þetta hefði ekki verið undirbúið. Þær höfðu ekki hlaupið hlið við hlið allt hlaupið en 300 metrum áður en kom að marklínunni sá Anna að hún var komin upp að hlið systur sinnar. „Þetta var yndisleg stund og töfrum líkast að við gætum klárað maraþonið saman. Við vorum ekki að pæla í hvað við vorum að gera,“ sagði Anna. „Við höfum æft saman fyrir þetta hlaup í fjögur ár. Við vorum ekki ánægðar með tímann eða í hvaða sæti við lentum en við vorum ánægðir með að hafa lagt okkur allar fram,“ sagði hún enn fremur en systurnar lentu í 81. og 82. sæti í hlaupinu.„Sigrar og verðlaunapeningar eiga ekki að vera einu markmið íþróttamanna á Ólympíuleikum,“ sagði Thomas Kurschilgen, íþróttastjóri þýska frjálsíþróttasambandsins, í tölvupósti sem hann sendi vegna málsins. „Hver einasti keppandi á að gera sitt allra besta og stefna að bestu mögulegu niðurstöðunni,“ sagði hann enn fremur og sakaði tvíburana um að fara með maraþonkeppni á Ólympíuleikum eins og skemmtiskokk. „Markmið þeirra var að ná sér í athygli fjölmiðla. Það er það sem við gagnrýnum.“
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Brjálaðist og grét er lyfta var dæmd ógild | Myndir Íranski lyftingakappinn Behdad Salimikordasiabi gerði allt vitlaust og þurfti að kalla til öryggisgæslu er lyfta hjá honum var dæmd ógild. 17. ágúst 2016 23:00 Nýjasta hlaupastjarna Jamaíka náði því sem engin hefur gert á ÓL í 28 ár Elaine Thompson frá Jamaíka fylgdi á eftir sigri sínum í 100 metra hlaupi kvenna með því að vinna einnig 200 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 18. ágúst 2016 02:07 Elda veislumáltíðir fyrir hina fátæku í Ríó úr ólympíuafgöngum Eigandi besta veitingastaðar í heiminum er mættur til Ríó og eldar veislumáltíðir fyrir hina fátæku úr matarafgöngum. 17. ágúst 2016 11:29 Bolt og De Grasse brostu til hvors annars en Gatlin komst ekki úrslit Jamaíkamaðurinn Usain Bolt komst í nótt einu skrefi nær því að vinna 200 metra hlaup karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð þegar hann vann undanúrslitin í 200 metra hlaupinu á Ólympíuleikvanginum í Ríó. 18. ágúst 2016 01:54 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Brjálaðist og grét er lyfta var dæmd ógild | Myndir Íranski lyftingakappinn Behdad Salimikordasiabi gerði allt vitlaust og þurfti að kalla til öryggisgæslu er lyfta hjá honum var dæmd ógild. 17. ágúst 2016 23:00
Nýjasta hlaupastjarna Jamaíka náði því sem engin hefur gert á ÓL í 28 ár Elaine Thompson frá Jamaíka fylgdi á eftir sigri sínum í 100 metra hlaupi kvenna með því að vinna einnig 200 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 18. ágúst 2016 02:07
Elda veislumáltíðir fyrir hina fátæku í Ríó úr ólympíuafgöngum Eigandi besta veitingastaðar í heiminum er mættur til Ríó og eldar veislumáltíðir fyrir hina fátæku úr matarafgöngum. 17. ágúst 2016 11:29
Bolt og De Grasse brostu til hvors annars en Gatlin komst ekki úrslit Jamaíkamaðurinn Usain Bolt komst í nótt einu skrefi nær því að vinna 200 metra hlaup karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð þegar hann vann undanúrslitin í 200 metra hlaupinu á Ólympíuleikvanginum í Ríó. 18. ágúst 2016 01:54