Skoðun eða trúboð Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. ágúst 2016 00:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum af stöðu íslenskra fjölmiðla á Facebook-síðu sinni á dögunum. Hann hefur áhyggjur af því að fjölmiðla skorti stefnu, markmið eða skilaboð. Þeir hefðu því nánast ekki annan tilgang en að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Tilefni skrifa Bjarna er að í ritstjórnarskrifum Fréttablaðsins hafi undanfarið birst mismunandi skoðanir á framtíð Íslands í gjaldeyrismálum. Þennan blæbrigðamun túlkar Bjarni sem vísbendingu um að Fréttablaðið skorti „stefnu, markmið eða skilaboð“. Rétt er hjá Bjarna að starfsmenn Fréttablaðsins hafa ekki sérstök markmið í leiðaraskrifum. Við stundum ekki trúboð. Við lýsum okkar skoðunum undir fullu nafni og höfum frelsi til að tjá þær eftir því sem formið leyfir ef þær stríða ekki gegn almennum ritstjórnarlínum, meðal annars um athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja. Línan útilokar til dæmis kynþáttaníð, en skoðanir á gjaldeyrismálum eru frjálsar. Þess vegna ber leiðarasíðan titilinn „Skoðun“. Það er fullkomlega eðlilegt að skoðanir sem birtast í leiðurum stangist á frá degi til dags. Hugsandi fólk kemst að niðurstöðu og myndar sér skoðun, en ekki dauðir hlutir eins og dagblöð – nema útgáfan þjóni duldum sérhagsmunum. Stundum skiptir fólk um skoðun. Bjarni gerði það í afstöðu sinni til Evrópusambandsins. Haustið 2008 vildi hann aðildarviðræður enda væri krónan „fjötur um fót“ Íslendinga. Ef sinnaskipti í stjórnmálum byggjast á nýjum upplýsingum og breyttum forsendum eru þau lofsverð. Ef þjónkun við sérhagsmuni ræður för eru sinnaskipti ámælisverð. Ummæli Bjarna benda til að hann sakni tíma flokksblaðanna þegar Morgunblaðið var í yfirburðastöðu, fór inn á flest heimili og hafði dagskrárvald stjórnmálanna í hendi sér. Það væri vissulega þægilegra fyrir Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn, en ekki gott fyrir þjóðlífið. Stundum saka pólitískir keppinautar Bjarna Fréttablaðið um að draga taum hans í ritstjórnarskrifum. Það er ekki rétt. En leiðarahöfundar hafa oft hrósað ráðherranum fyrir stjórn efnahagsmála. Hann fær hrós ef hann er talinn verðskulda hrósið. Ekki hefur Bjarni kvartað yfir því. Bjarni hlýtur að taka undir þá skoðun að frjáls skoðanaskipti séu mikilvæg þjóðlífinu þó að einstök skrif hugnist honum ekki. Vonandi fellur hann ekki í þá gryfju að gruna fjölmiðla sýknt og heilagt um að sitja um sig, eins og dæmi eru um. Fjölmiðlar eiga ekki að hafa markmið önnur en þau að segja fréttir og vera farvegur fyrir skoðanir og upplýsingar á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Það er ekki keppikefli Fréttablaðsins að Ísland taki upp evru eða annan gjaldmiðil. Kannski hafa einhverjir leiðarahöfundar blaðsins þá skoðun, kannski ekki. Þeim er algerlega frjálst að tjá skoðunina á hvorn veginn sem er. Hvað sem Bjarni kann að hafa um málið að segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum af stöðu íslenskra fjölmiðla á Facebook-síðu sinni á dögunum. Hann hefur áhyggjur af því að fjölmiðla skorti stefnu, markmið eða skilaboð. Þeir hefðu því nánast ekki annan tilgang en að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Tilefni skrifa Bjarna er að í ritstjórnarskrifum Fréttablaðsins hafi undanfarið birst mismunandi skoðanir á framtíð Íslands í gjaldeyrismálum. Þennan blæbrigðamun túlkar Bjarni sem vísbendingu um að Fréttablaðið skorti „stefnu, markmið eða skilaboð“. Rétt er hjá Bjarna að starfsmenn Fréttablaðsins hafa ekki sérstök markmið í leiðaraskrifum. Við stundum ekki trúboð. Við lýsum okkar skoðunum undir fullu nafni og höfum frelsi til að tjá þær eftir því sem formið leyfir ef þær stríða ekki gegn almennum ritstjórnarlínum, meðal annars um athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja. Línan útilokar til dæmis kynþáttaníð, en skoðanir á gjaldeyrismálum eru frjálsar. Þess vegna ber leiðarasíðan titilinn „Skoðun“. Það er fullkomlega eðlilegt að skoðanir sem birtast í leiðurum stangist á frá degi til dags. Hugsandi fólk kemst að niðurstöðu og myndar sér skoðun, en ekki dauðir hlutir eins og dagblöð – nema útgáfan þjóni duldum sérhagsmunum. Stundum skiptir fólk um skoðun. Bjarni gerði það í afstöðu sinni til Evrópusambandsins. Haustið 2008 vildi hann aðildarviðræður enda væri krónan „fjötur um fót“ Íslendinga. Ef sinnaskipti í stjórnmálum byggjast á nýjum upplýsingum og breyttum forsendum eru þau lofsverð. Ef þjónkun við sérhagsmuni ræður för eru sinnaskipti ámælisverð. Ummæli Bjarna benda til að hann sakni tíma flokksblaðanna þegar Morgunblaðið var í yfirburðastöðu, fór inn á flest heimili og hafði dagskrárvald stjórnmálanna í hendi sér. Það væri vissulega þægilegra fyrir Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn, en ekki gott fyrir þjóðlífið. Stundum saka pólitískir keppinautar Bjarna Fréttablaðið um að draga taum hans í ritstjórnarskrifum. Það er ekki rétt. En leiðarahöfundar hafa oft hrósað ráðherranum fyrir stjórn efnahagsmála. Hann fær hrós ef hann er talinn verðskulda hrósið. Ekki hefur Bjarni kvartað yfir því. Bjarni hlýtur að taka undir þá skoðun að frjáls skoðanaskipti séu mikilvæg þjóðlífinu þó að einstök skrif hugnist honum ekki. Vonandi fellur hann ekki í þá gryfju að gruna fjölmiðla sýknt og heilagt um að sitja um sig, eins og dæmi eru um. Fjölmiðlar eiga ekki að hafa markmið önnur en þau að segja fréttir og vera farvegur fyrir skoðanir og upplýsingar á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Það er ekki keppikefli Fréttablaðsins að Ísland taki upp evru eða annan gjaldmiðil. Kannski hafa einhverjir leiðarahöfundar blaðsins þá skoðun, kannski ekki. Þeim er algerlega frjálst að tjá skoðunina á hvorn veginn sem er. Hvað sem Bjarni kann að hafa um málið að segja.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun