Á annað hundrað manns fögnuðu með Guðna og Elizu í veislu á Bessastöðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Guðni og Eliza stíga úr forsetabílnum, komin á Austurvöll, og heilsa viðstöddum. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson, nýr forseti Íslands, var settur í embætti í Alþingishúsinu í gær. Hundruð mættu á Austurvöll til að fylgjast með athöfninni en fyrri hluti hennar fór fram í Dómkirkjunni. Eftir messu fluttu gestir sig um set yfir í þingsalinn. Honum hafði verið breytt svo fleiri myndu rúmast innan salarins. Á meðal gesta voru ráðherrar, þingmenn, borgarstjóri, biskup, forseti Hæstaréttar og fyrrverandi forsetarnir Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir. Þá voru allir formenn stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi viðstaddir fyrir utan Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins.Guðni og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttarvísir/EyþórMikil gleði ríkti á meðal þeirra sem komnir voru að fylgjast með. Sjá mátti íslenska fánann á lofti og enginn lét það trufla sig að ský hefðu dregið fyrir sólu eftir veðurblíðu undanfarinna daga. Eftir formlega athöfn skrifaði Guðni undir kjörbréf sem Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, rétti honum. Því næst hélt hann út á svalir Alþingishússins og heilsaði viðstöddum. Að því loknu flutti hann innsetningarræðu sína í þingsal. Guðni stiklaði á stóru í ræðu sinni og sagði meðal annars að sér væri efst í huga þakklæti fyrir það traust sem honum hefði verið sýnt að taka við embættinu.Eliza horfir hlýlega til forsetans á svölum Alþingishússins. vísir/EyþórHann sagði að forseti réði sjaldan úrslitum einn síns liðs en að hann teldi að hann eigi að standa utan sviðs stjórnmálanna. Hann eigi að vera óháður flokkum og fylkingum. Hann sagði hins vegar að hann myndi vekja máls á því sem honum byggi í brjósti, því sem vel væri gert en einnig því sem betur mætti fara. Guðni sagði að Ísland væri gott og friðsælt land og þar nytum við góðs af því sem eldri kynslóðir hefðu gert. Hins vegar mætti margt fara betur. Fólk ætti ekki að líða skort, allir ættu að eiga aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og enn væri ekki í land komið í jafnréttisbaráttunni. „Mér stendur nærri að nefna menntakerfið. Innan þess eiga allir að geta fundið sér farveg og nám við hæfi án þess að fjárhagur hamli för,“ sagði Guðni.Guðni og Eliza koma bakdyramegin heim til Bessastaða í fyrsta skipti sem forsetahjón. vísir/EyþórGuðni minntist á það í ræðu sinni að kosið yrði til þings í haust. Í viðtali við Ríkisútvarpið sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra það ekki hafa komið sér á óvart, enda hafi þeir rætt kosningar sín á milli. Að athöfninni lokinni bauð Guðni fjölda gesta til veislu á Bessastöðum, nýju heimili sínu. Starfsmaður forsetaembættisins sagði í samtali við Fréttablaðið að um 160 gestum hafi verið boðið, þó sé óvíst hversu margir hafi mætt. Á meðal gesta var fjölskylda Guðna sem og sjálfboðaliðar sem aðstoðuðu við framboð hans.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuGuðni tekur á móti sínum fyrsta gesti sem forseti. vísir/Eyþór Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Verðandi forseti flaggaði í heila í tilefni dagsins Guðni Th. Jóhannesson verður settur inn í embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 11:21 Jakobína Thorarensen baldýraði borðana á treyju Elizu með gullþræði Eliza Reid var stórglæsileg í skautbúningi samsettum úr tveimur skautbúningum. 1. ágúst 2016 17:23 Innsetningarræða Guðna Th.: Ég á margt eftir ólært og mér gæti orðið á Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti íslenska lýðveldisins. Hann ávarpaði þjóðina við innsetningarathöfn sína í dag. 1. ágúst 2016 17:12 Hátíðleg stund í þinghúsinu Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 16:01 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, nýr forseti Íslands, var settur í embætti í Alþingishúsinu í gær. Hundruð mættu á Austurvöll til að fylgjast með athöfninni en fyrri hluti hennar fór fram í Dómkirkjunni. Eftir messu fluttu gestir sig um set yfir í þingsalinn. Honum hafði verið breytt svo fleiri myndu rúmast innan salarins. Á meðal gesta voru ráðherrar, þingmenn, borgarstjóri, biskup, forseti Hæstaréttar og fyrrverandi forsetarnir Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir. Þá voru allir formenn stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi viðstaddir fyrir utan Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins.Guðni og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttarvísir/EyþórMikil gleði ríkti á meðal þeirra sem komnir voru að fylgjast með. Sjá mátti íslenska fánann á lofti og enginn lét það trufla sig að ský hefðu dregið fyrir sólu eftir veðurblíðu undanfarinna daga. Eftir formlega athöfn skrifaði Guðni undir kjörbréf sem Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, rétti honum. Því næst hélt hann út á svalir Alþingishússins og heilsaði viðstöddum. Að því loknu flutti hann innsetningarræðu sína í þingsal. Guðni stiklaði á stóru í ræðu sinni og sagði meðal annars að sér væri efst í huga þakklæti fyrir það traust sem honum hefði verið sýnt að taka við embættinu.Eliza horfir hlýlega til forsetans á svölum Alþingishússins. vísir/EyþórHann sagði að forseti réði sjaldan úrslitum einn síns liðs en að hann teldi að hann eigi að standa utan sviðs stjórnmálanna. Hann eigi að vera óháður flokkum og fylkingum. Hann sagði hins vegar að hann myndi vekja máls á því sem honum byggi í brjósti, því sem vel væri gert en einnig því sem betur mætti fara. Guðni sagði að Ísland væri gott og friðsælt land og þar nytum við góðs af því sem eldri kynslóðir hefðu gert. Hins vegar mætti margt fara betur. Fólk ætti ekki að líða skort, allir ættu að eiga aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og enn væri ekki í land komið í jafnréttisbaráttunni. „Mér stendur nærri að nefna menntakerfið. Innan þess eiga allir að geta fundið sér farveg og nám við hæfi án þess að fjárhagur hamli för,“ sagði Guðni.Guðni og Eliza koma bakdyramegin heim til Bessastaða í fyrsta skipti sem forsetahjón. vísir/EyþórGuðni minntist á það í ræðu sinni að kosið yrði til þings í haust. Í viðtali við Ríkisútvarpið sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra það ekki hafa komið sér á óvart, enda hafi þeir rætt kosningar sín á milli. Að athöfninni lokinni bauð Guðni fjölda gesta til veislu á Bessastöðum, nýju heimili sínu. Starfsmaður forsetaembættisins sagði í samtali við Fréttablaðið að um 160 gestum hafi verið boðið, þó sé óvíst hversu margir hafi mætt. Á meðal gesta var fjölskylda Guðna sem og sjálfboðaliðar sem aðstoðuðu við framboð hans.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuGuðni tekur á móti sínum fyrsta gesti sem forseti. vísir/Eyþór
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Verðandi forseti flaggaði í heila í tilefni dagsins Guðni Th. Jóhannesson verður settur inn í embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 11:21 Jakobína Thorarensen baldýraði borðana á treyju Elizu með gullþræði Eliza Reid var stórglæsileg í skautbúningi samsettum úr tveimur skautbúningum. 1. ágúst 2016 17:23 Innsetningarræða Guðna Th.: Ég á margt eftir ólært og mér gæti orðið á Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti íslenska lýðveldisins. Hann ávarpaði þjóðina við innsetningarathöfn sína í dag. 1. ágúst 2016 17:12 Hátíðleg stund í þinghúsinu Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 16:01 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Verðandi forseti flaggaði í heila í tilefni dagsins Guðni Th. Jóhannesson verður settur inn í embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 11:21
Jakobína Thorarensen baldýraði borðana á treyju Elizu með gullþræði Eliza Reid var stórglæsileg í skautbúningi samsettum úr tveimur skautbúningum. 1. ágúst 2016 17:23
Innsetningarræða Guðna Th.: Ég á margt eftir ólært og mér gæti orðið á Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti íslenska lýðveldisins. Hann ávarpaði þjóðina við innsetningarathöfn sína í dag. 1. ágúst 2016 17:12
Hátíðleg stund í þinghúsinu Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 16:01