Erlendir ferðamenn skoða hrefnurnar og borða þær Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. ágúst 2016 18:53 Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. Nýting á hvalaafurðum er þáttur í hefðum og sögu Íslendinga og hafa þær verið mikilvæg fæða á borðum á Íslandi í margar aldir. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að meira en 70 prósent Íslendinga hafa stutt og styðja sjálfbærar hvalveiðar. Þegar Ísland gekk að nýju í Alþjóðahvalveiðiráðið árið 2002 setti íslenska ríkið lögmætan fyrirvara gagnvart banni við hvalveiðum í vísindaskyni. Frá þessum tíma hafa verið stundaðar sjálfbærar veiðar á hvalategundum eins og langreyði og hrefnu innan efnahagslögsögunnar.Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með forsvarsmönnum söfnunarinnar í gær þegar undirskriftirnar voru afhentar.Í gær afhentu International Fund for Animal Welfare og Hvalaskoðunarsamtök Íslands Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegsráðherra 88.500 undirskriftir með áskorun um að hætta hvalveiðum. Stór hluti þeirra sem skrifuðu undir eru erlendir ferðamenn. Sigursteinn Másson er talsmaður söfnunarinnar. „Þetta spillir fyrir hvalaskoðun. Það eru aldrei færri hrefnur sem sjást núna á þessu ári og síðasta ári. Það eru allir sammála um þetta. Önnur rök eru veiðiaðferðirnar. Þær eru gamaldags og það getur tekið langan tíma að deyða dýrin. Frá dýravelferðarsjónarmiði er það ekki ásættanlegt,“ segir Sigursteinn. Það er hins vegar staðreynd að ferðamönnum hefur fjölgað mikið á Íslandi á sama tíma og sjálfbærar hvalveiðar eru stundaðar. Þetta þýðir að hvalveiðar Íslendingar hafa lítið að segja þegar ferðamenn taka ákvörðun um að koma hingað. Mjög lítið er veitt af hrefnu í dag eða 20-30 dýr árlega. Sigursteinn segir þetta „gagnslausar veiðar“ sem séu bara til ama fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki. „Núna erum við að horfa upp á að það eru túristar sem halda uppi hrefnuveiðum með neyslu á hrefnukjöti. Kjötið á veitingastöðunum er allt saman markaðssett fyrir ferðamennina,“ segir Sigursteinn. Þetta þýðir efnislega að sú einkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að hætta hvalveiðum og halda þeim áfram því það eru ferðamenn sem skoða hvalina og það eru ferðamenn sem neyta þeirra. Nokkrir veitingastaðir í miðbæ Reykjavíkur bjóða upp á hrefnusteik. Þá var um tíma í boði hrefnuborgari á Hamborgarafabrikkunni en hann er ekki lengur á matseðlinum. Hrefnukjöt þykir herramanns matur ef það er rétt eldað. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. Nýting á hvalaafurðum er þáttur í hefðum og sögu Íslendinga og hafa þær verið mikilvæg fæða á borðum á Íslandi í margar aldir. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að meira en 70 prósent Íslendinga hafa stutt og styðja sjálfbærar hvalveiðar. Þegar Ísland gekk að nýju í Alþjóðahvalveiðiráðið árið 2002 setti íslenska ríkið lögmætan fyrirvara gagnvart banni við hvalveiðum í vísindaskyni. Frá þessum tíma hafa verið stundaðar sjálfbærar veiðar á hvalategundum eins og langreyði og hrefnu innan efnahagslögsögunnar.Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með forsvarsmönnum söfnunarinnar í gær þegar undirskriftirnar voru afhentar.Í gær afhentu International Fund for Animal Welfare og Hvalaskoðunarsamtök Íslands Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegsráðherra 88.500 undirskriftir með áskorun um að hætta hvalveiðum. Stór hluti þeirra sem skrifuðu undir eru erlendir ferðamenn. Sigursteinn Másson er talsmaður söfnunarinnar. „Þetta spillir fyrir hvalaskoðun. Það eru aldrei færri hrefnur sem sjást núna á þessu ári og síðasta ári. Það eru allir sammála um þetta. Önnur rök eru veiðiaðferðirnar. Þær eru gamaldags og það getur tekið langan tíma að deyða dýrin. Frá dýravelferðarsjónarmiði er það ekki ásættanlegt,“ segir Sigursteinn. Það er hins vegar staðreynd að ferðamönnum hefur fjölgað mikið á Íslandi á sama tíma og sjálfbærar hvalveiðar eru stundaðar. Þetta þýðir að hvalveiðar Íslendingar hafa lítið að segja þegar ferðamenn taka ákvörðun um að koma hingað. Mjög lítið er veitt af hrefnu í dag eða 20-30 dýr árlega. Sigursteinn segir þetta „gagnslausar veiðar“ sem séu bara til ama fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki. „Núna erum við að horfa upp á að það eru túristar sem halda uppi hrefnuveiðum með neyslu á hrefnukjöti. Kjötið á veitingastöðunum er allt saman markaðssett fyrir ferðamennina,“ segir Sigursteinn. Þetta þýðir efnislega að sú einkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að hætta hvalveiðum og halda þeim áfram því það eru ferðamenn sem skoða hvalina og það eru ferðamenn sem neyta þeirra. Nokkrir veitingastaðir í miðbæ Reykjavíkur bjóða upp á hrefnusteik. Þá var um tíma í boði hrefnuborgari á Hamborgarafabrikkunni en hann er ekki lengur á matseðlinum. Hrefnukjöt þykir herramanns matur ef það er rétt eldað.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent