Hvers vegna Norðurlönd? Elín Björg Jónasdóttir skrifar 20. júlí 2016 09:00 Hvað er það við Noreg, Svíþjóð og Danmörku sem ekki bara dregur unga Íslendinga til þessara landa, heldur fær marga þeirra til að setjast þar að með fjölskyldum sínum? Þetta er spurning sem nauðsynlegt er að svara, enda eftirsjá í hverri einustu íslensku fjölskyldu sem ákveður að setjast varanlega að utan Íslands. Eitt af því sem heyrist aftur og aftur er að áherslurnar séu aðrar hjá þessum nágrannaþjóðum okkar. Í stað þess að þurfa að vinna myrkranna á milli gefist tími til að eyða með fjölskyldu og vinum. Það er þetta fjölskylduvæna samfélag sem við Íslendingar þurfum að reyna að nálgast. Félagsmenn aðildarfélaga BSRB nefna jafnan styttingu vinnuvikunnar sem eitt af mikilvægustu málunum sem bandalagið berst fyrir. Við fyrstu sýn virðist það eingöngu launafólki í hag að stytta vinnutímann án þess að skerða laun, en niðurstöður tilraunaverkefna hér á landi og víðar sýna að það er ekki síður hagur launagreiðandans að stytta vinnuvikuna.Tilraunaverkefni í gang í haust Þetta má til dæmis lesa úr tilraunum fyrirtækja og stofnana með styttingu vinnuvikunnar í Svíþjóð. Hér á Íslandi hefur Reykjavíkurborg, í samstarfi við BSRB, staðið fyrir tilraunaverkefni þar sem vinnuvikan á tveimur vinnustöðum var stytt. Niðurstöður eftir rúmt eitt ár voru kynntar í vor og lofa afar góðu. Starfsmenn merkja betri líðan, starfsánægja hefur aukist og dregið hefur úr veikindum. Ekkert bendir til þess að dregið hafi úr afköstum þó unnið sé í færri klukkustundir. Nú að loknum sumarleyfum fer í gang tilraunaverkefni ríkisins og BSRB þar sem áhrif styttingar vinnuvikunnar verða rannsökuð enn frekar. Valdir verða nokkrir vinnustaðir til að taka þátt í verkefninu, þar á meðal vinnustaður þar sem unnið er í vaktavinnu. Það verður afar áhugavert að sjá niðurstöður verkefnisins, enda er það bjargföst trú okkar hjá BSRB að stytting vinnuvikunnar komi öllum til góða, bæði starfsmönnum og launagreiðendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hvað er það við Noreg, Svíþjóð og Danmörku sem ekki bara dregur unga Íslendinga til þessara landa, heldur fær marga þeirra til að setjast þar að með fjölskyldum sínum? Þetta er spurning sem nauðsynlegt er að svara, enda eftirsjá í hverri einustu íslensku fjölskyldu sem ákveður að setjast varanlega að utan Íslands. Eitt af því sem heyrist aftur og aftur er að áherslurnar séu aðrar hjá þessum nágrannaþjóðum okkar. Í stað þess að þurfa að vinna myrkranna á milli gefist tími til að eyða með fjölskyldu og vinum. Það er þetta fjölskylduvæna samfélag sem við Íslendingar þurfum að reyna að nálgast. Félagsmenn aðildarfélaga BSRB nefna jafnan styttingu vinnuvikunnar sem eitt af mikilvægustu málunum sem bandalagið berst fyrir. Við fyrstu sýn virðist það eingöngu launafólki í hag að stytta vinnutímann án þess að skerða laun, en niðurstöður tilraunaverkefna hér á landi og víðar sýna að það er ekki síður hagur launagreiðandans að stytta vinnuvikuna.Tilraunaverkefni í gang í haust Þetta má til dæmis lesa úr tilraunum fyrirtækja og stofnana með styttingu vinnuvikunnar í Svíþjóð. Hér á Íslandi hefur Reykjavíkurborg, í samstarfi við BSRB, staðið fyrir tilraunaverkefni þar sem vinnuvikan á tveimur vinnustöðum var stytt. Niðurstöður eftir rúmt eitt ár voru kynntar í vor og lofa afar góðu. Starfsmenn merkja betri líðan, starfsánægja hefur aukist og dregið hefur úr veikindum. Ekkert bendir til þess að dregið hafi úr afköstum þó unnið sé í færri klukkustundir. Nú að loknum sumarleyfum fer í gang tilraunaverkefni ríkisins og BSRB þar sem áhrif styttingar vinnuvikunnar verða rannsökuð enn frekar. Valdir verða nokkrir vinnustaðir til að taka þátt í verkefninu, þar á meðal vinnustaður þar sem unnið er í vaktavinnu. Það verður afar áhugavert að sjá niðurstöður verkefnisins, enda er það bjargföst trú okkar hjá BSRB að stytting vinnuvikunnar komi öllum til góða, bæði starfsmönnum og launagreiðendum.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun