Hvers vegna Norðurlönd? Elín Björg Jónasdóttir skrifar 20. júlí 2016 09:00 Hvað er það við Noreg, Svíþjóð og Danmörku sem ekki bara dregur unga Íslendinga til þessara landa, heldur fær marga þeirra til að setjast þar að með fjölskyldum sínum? Þetta er spurning sem nauðsynlegt er að svara, enda eftirsjá í hverri einustu íslensku fjölskyldu sem ákveður að setjast varanlega að utan Íslands. Eitt af því sem heyrist aftur og aftur er að áherslurnar séu aðrar hjá þessum nágrannaþjóðum okkar. Í stað þess að þurfa að vinna myrkranna á milli gefist tími til að eyða með fjölskyldu og vinum. Það er þetta fjölskylduvæna samfélag sem við Íslendingar þurfum að reyna að nálgast. Félagsmenn aðildarfélaga BSRB nefna jafnan styttingu vinnuvikunnar sem eitt af mikilvægustu málunum sem bandalagið berst fyrir. Við fyrstu sýn virðist það eingöngu launafólki í hag að stytta vinnutímann án þess að skerða laun, en niðurstöður tilraunaverkefna hér á landi og víðar sýna að það er ekki síður hagur launagreiðandans að stytta vinnuvikuna.Tilraunaverkefni í gang í haust Þetta má til dæmis lesa úr tilraunum fyrirtækja og stofnana með styttingu vinnuvikunnar í Svíþjóð. Hér á Íslandi hefur Reykjavíkurborg, í samstarfi við BSRB, staðið fyrir tilraunaverkefni þar sem vinnuvikan á tveimur vinnustöðum var stytt. Niðurstöður eftir rúmt eitt ár voru kynntar í vor og lofa afar góðu. Starfsmenn merkja betri líðan, starfsánægja hefur aukist og dregið hefur úr veikindum. Ekkert bendir til þess að dregið hafi úr afköstum þó unnið sé í færri klukkustundir. Nú að loknum sumarleyfum fer í gang tilraunaverkefni ríkisins og BSRB þar sem áhrif styttingar vinnuvikunnar verða rannsökuð enn frekar. Valdir verða nokkrir vinnustaðir til að taka þátt í verkefninu, þar á meðal vinnustaður þar sem unnið er í vaktavinnu. Það verður afar áhugavert að sjá niðurstöður verkefnisins, enda er það bjargföst trú okkar hjá BSRB að stytting vinnuvikunnar komi öllum til góða, bæði starfsmönnum og launagreiðendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er það við Noreg, Svíþjóð og Danmörku sem ekki bara dregur unga Íslendinga til þessara landa, heldur fær marga þeirra til að setjast þar að með fjölskyldum sínum? Þetta er spurning sem nauðsynlegt er að svara, enda eftirsjá í hverri einustu íslensku fjölskyldu sem ákveður að setjast varanlega að utan Íslands. Eitt af því sem heyrist aftur og aftur er að áherslurnar séu aðrar hjá þessum nágrannaþjóðum okkar. Í stað þess að þurfa að vinna myrkranna á milli gefist tími til að eyða með fjölskyldu og vinum. Það er þetta fjölskylduvæna samfélag sem við Íslendingar þurfum að reyna að nálgast. Félagsmenn aðildarfélaga BSRB nefna jafnan styttingu vinnuvikunnar sem eitt af mikilvægustu málunum sem bandalagið berst fyrir. Við fyrstu sýn virðist það eingöngu launafólki í hag að stytta vinnutímann án þess að skerða laun, en niðurstöður tilraunaverkefna hér á landi og víðar sýna að það er ekki síður hagur launagreiðandans að stytta vinnuvikuna.Tilraunaverkefni í gang í haust Þetta má til dæmis lesa úr tilraunum fyrirtækja og stofnana með styttingu vinnuvikunnar í Svíþjóð. Hér á Íslandi hefur Reykjavíkurborg, í samstarfi við BSRB, staðið fyrir tilraunaverkefni þar sem vinnuvikan á tveimur vinnustöðum var stytt. Niðurstöður eftir rúmt eitt ár voru kynntar í vor og lofa afar góðu. Starfsmenn merkja betri líðan, starfsánægja hefur aukist og dregið hefur úr veikindum. Ekkert bendir til þess að dregið hafi úr afköstum þó unnið sé í færri klukkustundir. Nú að loknum sumarleyfum fer í gang tilraunaverkefni ríkisins og BSRB þar sem áhrif styttingar vinnuvikunnar verða rannsökuð enn frekar. Valdir verða nokkrir vinnustaðir til að taka þátt í verkefninu, þar á meðal vinnustaður þar sem unnið er í vaktavinnu. Það verður afar áhugavert að sjá niðurstöður verkefnisins, enda er það bjargföst trú okkar hjá BSRB að stytting vinnuvikunnar komi öllum til góða, bæði starfsmönnum og launagreiðendum.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun