Varnarvísitala lágtekjufólks Ögmundur Jónasson skrifar 25. júlí 2016 07:00 Tillaga: Samið verði um vísitölubundið launabil. Fjármálaráðuneytið eða stofnanir sem undir það heyra semji á þann veg í kjarasamningum að lægstu föstu launagreiðslur verði aldrei lægri en þriðjungur af hæstu föstu launagreiðslum. Krafan um hækkun lægstu launa er virðingarverð og ber að styðja af alefli. Viðleitni okkar á hins vegar ekki einvörðungu að snúa að lægstu töxtum heldur að því að gera launakerfið í heild sinni réttlátara með því að tryggja að lægstu laun fylgi að lágmarki þróun hæstu launa. Ákjósanlegast væri að launabilið yrði talsvert minna en nemur þreföldum mun en með þessari launastefnu yrði engu að síður dregið úr kjaramisréttinu. Í stað þess að beðið sé eftir því að gengið hafi verið frá samningum láglaunamannsins svo smyrja megi á kjör hátekjufólksins, þá yrði nú byggð inn í kerfið eins konar varnarvísitala fyrir lægstu launin. Annar kostur og betri væri að ákveða fyrst kjör hinn hæstu og ganga að því búnu frá almennum kjarasamningum. Ella kæmi til kasta varnarvísitölunnar. Þegar vísað er til fastra greiðslna er ekki einvörðungu átt við sjálfan launataxtann heldur einnig aðrar fastar greiðslur, þ.e. hvers kyns álag og fríðindi sem flokka má til ávinnings. Sveitarfélögin verði hvött til þess að fylgja einnig þessari stefnu. Enda þótt launabilið hjá hinu opinbera sé óásættanlega mikið, þá er ranglætið hjóm eitt miðað við almenna markaðinn þar sem sjálftökumenn skammta sér í mánaðartekjur jafnvel margföld árslaun verkafólks. Með löggjöf verður þetta ekki lagað en fordæmi almannaþjónustunnar gæti orðið siðferðilegur vegvísir. Þá má ætla að samningamenn reyndu að koma ákvæðum um varnarvísitölu lágtekjufólks inn í kjarasamninga á almenna markaðnum. Viðmiðið gæti verið meðaltalslaun stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Án öryggistappa af þessu tagi yrði víðtækt handjárnað samflot á launamarkaði alltaf á forsendum hátekjufólksins. Enda mikill ákafi þar á bæ að koma slíku fyrirkomulagi á. Síðan kæmu hátekjuskattar til sögunnar til að draga úr grófasta misréttinu sem út af stæði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Tillaga: Samið verði um vísitölubundið launabil. Fjármálaráðuneytið eða stofnanir sem undir það heyra semji á þann veg í kjarasamningum að lægstu föstu launagreiðslur verði aldrei lægri en þriðjungur af hæstu föstu launagreiðslum. Krafan um hækkun lægstu launa er virðingarverð og ber að styðja af alefli. Viðleitni okkar á hins vegar ekki einvörðungu að snúa að lægstu töxtum heldur að því að gera launakerfið í heild sinni réttlátara með því að tryggja að lægstu laun fylgi að lágmarki þróun hæstu launa. Ákjósanlegast væri að launabilið yrði talsvert minna en nemur þreföldum mun en með þessari launastefnu yrði engu að síður dregið úr kjaramisréttinu. Í stað þess að beðið sé eftir því að gengið hafi verið frá samningum láglaunamannsins svo smyrja megi á kjör hátekjufólksins, þá yrði nú byggð inn í kerfið eins konar varnarvísitala fyrir lægstu launin. Annar kostur og betri væri að ákveða fyrst kjör hinn hæstu og ganga að því búnu frá almennum kjarasamningum. Ella kæmi til kasta varnarvísitölunnar. Þegar vísað er til fastra greiðslna er ekki einvörðungu átt við sjálfan launataxtann heldur einnig aðrar fastar greiðslur, þ.e. hvers kyns álag og fríðindi sem flokka má til ávinnings. Sveitarfélögin verði hvött til þess að fylgja einnig þessari stefnu. Enda þótt launabilið hjá hinu opinbera sé óásættanlega mikið, þá er ranglætið hjóm eitt miðað við almenna markaðinn þar sem sjálftökumenn skammta sér í mánaðartekjur jafnvel margföld árslaun verkafólks. Með löggjöf verður þetta ekki lagað en fordæmi almannaþjónustunnar gæti orðið siðferðilegur vegvísir. Þá má ætla að samningamenn reyndu að koma ákvæðum um varnarvísitölu lágtekjufólks inn í kjarasamninga á almenna markaðnum. Viðmiðið gæti verið meðaltalslaun stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Án öryggistappa af þessu tagi yrði víðtækt handjárnað samflot á launamarkaði alltaf á forsendum hátekjufólksins. Enda mikill ákafi þar á bæ að koma slíku fyrirkomulagi á. Síðan kæmu hátekjuskattar til sögunnar til að draga úr grófasta misréttinu sem út af stæði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun