Límonaði í umferðinni Ívar Halldórsson skrifar 25. júlí 2016 15:03 Þegar ég staðnæmist við gatnamót á rauðu ljósi á bifreið minni, eða keyri samhliða öðru ökutæki í umferðinni, verður mér oft litið inn í þá bíla sem eru tímabundið samferða mér. Oft sé ég bílstjóra, algjörlega í sínum eigin heimi, syngja af lífi og sál með einhverju stuðlagi í útvarpinu. Þetta hefur gríðarlega góð áhrif á mig. Að sjá ökumenn taka hressilega undir með Queen í „Bohemian Rhapsody“ eða elta af sálarkrafti söngslaufur Justin Timberlake í „Can't Stop the Feeling“ með tilheyrandi innlifunarhreyfingum, minnir mig á það hversu mikilla forréttinda við njótum hér á eyjunni okkar í miðju Atlantshafinu. Ég fyllist þakklæti fyrir það að vera Íslendingur, og átta mig um leið á hversu gott við öll höfum það hér í okkar frjálsa lýðræðisríki. Við erum hamingjusöm þjóð. Auðvitað má alltaf finna ýmislegt sem betur má fara, en bjartsýni sú sem býr í þjóðarsál okkar rekur flesta svarta bölsýnisskugga á flótta. Við höfum ríka ástæðu til að syngja, því að hér á landi njótum við frelsis sem því miður er ekki lengur sjálfsagður hlutur. Þegar litið er í heimsins mörgu horn sjáum við margt slæmt. Fjölmargar þjóðir bugast fjötraðar undan byrði ótta og fátæktar, mannréttindi er víða í molum og frelsi er víða af skornum skammti. Á sumum stöðum í heiminum má ekki einu sinni spila tónlist opinberlega, hvað þá syngja með. Ísland fagnar fjölbreyttri tónlist og tekur henni svo sannarlega opnum örmum; þessum magnaða gleðigjafa sem ekki er hægt að ímynda sér lífið án. Mér líður vel þegar ég sé svona lifandi og lífsglatt fólk í kringum mig. Það kemur stundum fyrir að maður pirrar sig á hálftómu gæfuglasinu. Á slíkum stundum er ómetanlegt að sjá svona „Ford Idol“ bifreið aka hjá með keppanda í bílstjórasætinu sem er staðráðinn í að heilla ósýnilega dómnefndina, alveg hreint upp úr öskubakkanum. Allt í einu sýnist manni glasið ekki lengur vera hálf tómt, og maður fer jafnvel að sjá vatnið í glasinu breytast í girnilegt límonaði. Maður man allt í einu eftir bjartsýnis-klökunum, sem maður setur þá út í gæfuglasið og allt í einu tekur yfirborðið að hækka. Glasið er skyndilega orðið meira en hálf fullt. Þegar fólk gleymir sér á þennan hátt og gefur sig tónlistinni á vald í umferðinni, eru áhrifin smitandi. Fólk hefur þó tilhneigingu til að skammast sín fyrir tónlistartilþrifin þegar upp um það kemst – þ.e. þegar einhver eins og ég verð vitni að óauglýstum tónlistarviðburðinum í litlu fimm-sæta, fjögurra-hjóla hljómleikahöllinni. Augu okkar mætast og hinn bílstjórinn þykist hafa verið að geispa eða fer að athuga hvort hann hafi gleymt hafrakökunni í hanskahólfinu eða Shiseido maskaranum á bak við sólskyggnið. Enginn ætti þó að skammast sín fyrir að vera í góðu skapi í umferðinni. Umferðin gengur líka betur þegar fólk unir sér vel. Við þurfum einmitt færri fýlupoka og fleiri gleðigjafa á göturnar. Það er ekki asnalegt að syngja með góðri tónlist í bílnum. Það er heldur ekki asnalegt að nota hárburstann sem míkrafón eða stýrið sem sneriltrommu á rauðu ljósi. Svo er gott að muna að það dettur enginn úr þessari umferð fyrir að syngja falskt. Ég dáist að því fólki sem lætur eins og ég og aðrir ökumenn séum ekki til þegar það syngur í bílunum sínum, og er tilbúið að missa sig algjörlega óháð sönghæfileikum, í t.d. „Uptown Funk“ með Bruno Mars, og þá jafnvel með bílrúðuna skrúfaða niður. Þessir ánægðu ökumenn dreifa ánægju yfir á hinar akreinarnar, og við sem verðum vitni að þessum vítamínssprautum, smitumst af hressilegum tilþrifunum, og innst inni þökkum við kærlega fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég staðnæmist við gatnamót á rauðu ljósi á bifreið minni, eða keyri samhliða öðru ökutæki í umferðinni, verður mér oft litið inn í þá bíla sem eru tímabundið samferða mér. Oft sé ég bílstjóra, algjörlega í sínum eigin heimi, syngja af lífi og sál með einhverju stuðlagi í útvarpinu. Þetta hefur gríðarlega góð áhrif á mig. Að sjá ökumenn taka hressilega undir með Queen í „Bohemian Rhapsody“ eða elta af sálarkrafti söngslaufur Justin Timberlake í „Can't Stop the Feeling“ með tilheyrandi innlifunarhreyfingum, minnir mig á það hversu mikilla forréttinda við njótum hér á eyjunni okkar í miðju Atlantshafinu. Ég fyllist þakklæti fyrir það að vera Íslendingur, og átta mig um leið á hversu gott við öll höfum það hér í okkar frjálsa lýðræðisríki. Við erum hamingjusöm þjóð. Auðvitað má alltaf finna ýmislegt sem betur má fara, en bjartsýni sú sem býr í þjóðarsál okkar rekur flesta svarta bölsýnisskugga á flótta. Við höfum ríka ástæðu til að syngja, því að hér á landi njótum við frelsis sem því miður er ekki lengur sjálfsagður hlutur. Þegar litið er í heimsins mörgu horn sjáum við margt slæmt. Fjölmargar þjóðir bugast fjötraðar undan byrði ótta og fátæktar, mannréttindi er víða í molum og frelsi er víða af skornum skammti. Á sumum stöðum í heiminum má ekki einu sinni spila tónlist opinberlega, hvað þá syngja með. Ísland fagnar fjölbreyttri tónlist og tekur henni svo sannarlega opnum örmum; þessum magnaða gleðigjafa sem ekki er hægt að ímynda sér lífið án. Mér líður vel þegar ég sé svona lifandi og lífsglatt fólk í kringum mig. Það kemur stundum fyrir að maður pirrar sig á hálftómu gæfuglasinu. Á slíkum stundum er ómetanlegt að sjá svona „Ford Idol“ bifreið aka hjá með keppanda í bílstjórasætinu sem er staðráðinn í að heilla ósýnilega dómnefndina, alveg hreint upp úr öskubakkanum. Allt í einu sýnist manni glasið ekki lengur vera hálf tómt, og maður fer jafnvel að sjá vatnið í glasinu breytast í girnilegt límonaði. Maður man allt í einu eftir bjartsýnis-klökunum, sem maður setur þá út í gæfuglasið og allt í einu tekur yfirborðið að hækka. Glasið er skyndilega orðið meira en hálf fullt. Þegar fólk gleymir sér á þennan hátt og gefur sig tónlistinni á vald í umferðinni, eru áhrifin smitandi. Fólk hefur þó tilhneigingu til að skammast sín fyrir tónlistartilþrifin þegar upp um það kemst – þ.e. þegar einhver eins og ég verð vitni að óauglýstum tónlistarviðburðinum í litlu fimm-sæta, fjögurra-hjóla hljómleikahöllinni. Augu okkar mætast og hinn bílstjórinn þykist hafa verið að geispa eða fer að athuga hvort hann hafi gleymt hafrakökunni í hanskahólfinu eða Shiseido maskaranum á bak við sólskyggnið. Enginn ætti þó að skammast sín fyrir að vera í góðu skapi í umferðinni. Umferðin gengur líka betur þegar fólk unir sér vel. Við þurfum einmitt færri fýlupoka og fleiri gleðigjafa á göturnar. Það er ekki asnalegt að syngja með góðri tónlist í bílnum. Það er heldur ekki asnalegt að nota hárburstann sem míkrafón eða stýrið sem sneriltrommu á rauðu ljósi. Svo er gott að muna að það dettur enginn úr þessari umferð fyrir að syngja falskt. Ég dáist að því fólki sem lætur eins og ég og aðrir ökumenn séum ekki til þegar það syngur í bílunum sínum, og er tilbúið að missa sig algjörlega óháð sönghæfileikum, í t.d. „Uptown Funk“ með Bruno Mars, og þá jafnvel með bílrúðuna skrúfaða niður. Þessir ánægðu ökumenn dreifa ánægju yfir á hinar akreinarnar, og við sem verðum vitni að þessum vítamínssprautum, smitumst af hressilegum tilþrifunum, og innst inni þökkum við kærlega fyrir okkur.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun