Sáu 580 seli í selatalningu ársins Atli Ísleifsson skrifar 25. júlí 2016 15:44 Selatalningin fór fram í tíunda skiptið í ár. Vísir/Vilhelm Alls sáust 580 selir í selatalningunni sem fram fór í tíunda skipti þann 21. júlí síðastliðinn. Markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu sela á um 100 kílómetra strandlengju Vatnsness og Heggstaðarness á Norðurlandi vestra, en fjöldinn er meiri en síðustu tvö ár, en þó minni en árlegt meðaltal hefur gefið til kynna. Í tilkynningu frá Selasetri Íslands kemur fram að setrið vilji þakka öllum þeim 57 innlendu og erlendu sjálfboðaliðum sem þátt tóku í talningunni í ár. „Þau 10 ár sem Selatalningin mikla hefur farið fram hafa sést að meðaltali 760 selir hvert sinn. Árin 2008 og 2009 sáust flestir selir eða yfir 1.000 selir bæði árin en árið 2012 sáust aðeins 422 selir. Í ár sáust alls 580 selir sem er meira en síðustu tvö ár, en þó minna en árlegt meðaltal hefur gefið til kynna. Það er mikilvægt að taka fram að þessar tölur eiga aðeins við um fjölda sela á Vatnsnesi og Heggstaðarnesi á þeim tíma sem Selatalningin mikla fer fram. Þrátt fyrir að fækkun virðist eiga sér stað eru ýmsir þættir sem geta haft áhrif á fjölda þeirra sela sem sjást hvert sinn. Veður hefur mikil áhrif en líkt og við mennirnir kjósa selir helst að liggja á þurru í vindlitlu, heitu og sólríku veðri. Í ár var þokukennt, létt úrkoma, um 9 gráðu hiti og nokkur vindur en í slíkum aðstæðum getur verið ákjósanlegra fyrir suma seli að svamla um í sjónum frekar en að liggja á landi. Vinsamlegast athugið að Selatalningin mikla tekur aðeins til Vatnsness og Heggstaðarness. Selasetur Íslands stendur nú fyrir stofnstærðarmati landsela á Íslandi sem er framkvæmd með því að telja seli á allri strandlengju Íslands úr flugvél. Síðasta skiptið sem slík talning fór fram var árið 2011 þar sem stofnstærð landsela var metin um 11-12.000 dýr.“ Fréttir af flugi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Sjá meira
Alls sáust 580 selir í selatalningunni sem fram fór í tíunda skipti þann 21. júlí síðastliðinn. Markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu sela á um 100 kílómetra strandlengju Vatnsness og Heggstaðarness á Norðurlandi vestra, en fjöldinn er meiri en síðustu tvö ár, en þó minni en árlegt meðaltal hefur gefið til kynna. Í tilkynningu frá Selasetri Íslands kemur fram að setrið vilji þakka öllum þeim 57 innlendu og erlendu sjálfboðaliðum sem þátt tóku í talningunni í ár. „Þau 10 ár sem Selatalningin mikla hefur farið fram hafa sést að meðaltali 760 selir hvert sinn. Árin 2008 og 2009 sáust flestir selir eða yfir 1.000 selir bæði árin en árið 2012 sáust aðeins 422 selir. Í ár sáust alls 580 selir sem er meira en síðustu tvö ár, en þó minna en árlegt meðaltal hefur gefið til kynna. Það er mikilvægt að taka fram að þessar tölur eiga aðeins við um fjölda sela á Vatnsnesi og Heggstaðarnesi á þeim tíma sem Selatalningin mikla fer fram. Þrátt fyrir að fækkun virðist eiga sér stað eru ýmsir þættir sem geta haft áhrif á fjölda þeirra sela sem sjást hvert sinn. Veður hefur mikil áhrif en líkt og við mennirnir kjósa selir helst að liggja á þurru í vindlitlu, heitu og sólríku veðri. Í ár var þokukennt, létt úrkoma, um 9 gráðu hiti og nokkur vindur en í slíkum aðstæðum getur verið ákjósanlegra fyrir suma seli að svamla um í sjónum frekar en að liggja á landi. Vinsamlegast athugið að Selatalningin mikla tekur aðeins til Vatnsness og Heggstaðarness. Selasetur Íslands stendur nú fyrir stofnstærðarmati landsela á Íslandi sem er framkvæmd með því að telja seli á allri strandlengju Íslands úr flugvél. Síðasta skiptið sem slík talning fór fram var árið 2011 þar sem stofnstærð landsela var metin um 11-12.000 dýr.“
Fréttir af flugi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Sjá meira