Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Jakob Bjarnar skrifar 25. júlí 2016 16:22 Sigmundur Davíð fær það óþvegið á Facebook og víst er að hann fær engan afslátt hjá Pírötum á þingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi Framsóknarfólki reffilegt bréf fyrr í dag, eins og Vísir greindi samviskusamlega frá, þar sem hann boðaði endurkomu sína eftir dágott hlé af stóra sviðinu í pólitíkinni. Í bréfinu, þar sem hann boðar nú fulla þátttöku sína í stjórnmálabaráttunni, segir hann að vænta megi viðbragða, jafnvel ofsafenginna, gegn sér. En það sé til „marks um að andstæðingar telja að sér standi ógn að okkur.“Háðsglósur fremur en húrrahrópEn, frekar eru það nú háðsglósur sem einkenna viðbrögðin ef marka má fólkið á Facebook, en að viðbrögð séu heiftarleg. Vísir skautaði yfir samfélagsmiðilinn mikla og hér má sjá nokkur dæmi. „Átaksverkefnið „Framsóknarlaust Ísland árið 2016" fær byr undir báða vængi,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður og Baldur Hermannsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari sem löngum hefur talist aðdáandi Sigmundar segir: „Það fer um mig notalegur ylur þegar hann birtist aftur á sviðinu, kominn heim úr sinni Bjarmalandsför, hjartaprúður sem fyrr og hörfar ekki fyrir ofsafengnum viðbrögðum. Undir hans forystu mun Framsókn naga skósólana og nötra í ystu myrkrum, það vill þá enginn, þeir eru rúnir öllu trausti, en hvað gerir það til ... sorphaugar sögunnar eru fullar af pólitískum kviðristum og það munar ekkert um eina í tilbót.“Píratar ætla ekki að gefa SDG neinn afsláttÍ áðurnefndu bréfinu segir Sigmundur Davíð að engin ástæða sé að kjósa, því enn eigi eftir að uppfylla ýmis kosningaloforð. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, gefur Sigmundi engan afslátt með slíkan málatilbúnað: „Við skulum hafa eitt á hreinu - það munu engin mál komast í gegn ef við fáum ekki kjördag um leið og þing kemur aftur saman. Það er alveg kýrskýrt afhverju það þarf að boða til kosninga og það er vegna þess að fólk er komið með nóg af mikilmennskubrjálæði, lögleysi og siðleysi stjórnmálamanna. Þetta er kúltúr sem við erum að reyna að uppræta. Það er ekki lengur hægt að komast upp með allt og halda áfram eins og ekkert sé. Stundum þarf að taka afleiðingum gjörða sinna.“Hjálp!Þó þeir séu til sem fagna endurkomu Sigmundar Davíðs verður að segjast að þeir eru í miklum minnihluta. Sigurður G. Tómasson fyrrum fjölmiðlamaður vill gjalda varhug við Sigmundi: „Ekki er von að siðferðiskennd almennings sé sterk þegar forystumönnum þjóðarinnar sæmir að eiga fé í skattaskjólum og þykir hæfa að skrá sig til heimilis þar sem þeir búa ekki eða eru kvæntir fólki sem skráir sig annars staðar "af skattalegum ástæðum".“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri leggur út af lokaorðum Sigmundar, „Ísland allt!“ og segir: „UMFÍ kvaraði sáran undan því á sínum tíma að ég tengdi Framsóknarflokkinn við UMFÍ með því að spyrða "Íslandi allt!" við flokkinn.“ Heiða B. Heiðars auglýsingastjóri segir: „„Íslandi allt“ #hjálp.“ Og Bryndís Björgvinsdóttir rithöfundur segir: „Og nú: ekki aðeins í sitthvorum skónum.“Íslandi flest!Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður segir: „Velkominn bangsi!“ En, Gunnar Smári Egilsson ritstjóri spyr: „Væri ekki réttara af SDG að segja Íslandi flest! en Íslandi allt!? Svona í ljósi þess að hann á nokkrar rætur á Tortóla.“ Og, Ragnar Þór Pétursson kennari er á svipuðu róli, þar sem hann tjáir sig á Facebook um þessi stórpólitísku tíðindi dagsins: „Doldið sniðugt hjá Sigmundi Davíð að skrifa „Íslandi allt!“ í endurkomupóstinn. Allt til þess að tryggja að Wintrismálið verði ekki í of skýrum brennidepli þegar allt verður vitlaust um leið og hann kemur til baka og hefur kosningabaráttu (og reynir að koma í veg fyrir kosningar í haust eða í öllu falli að sprengja ríkisstjórn á skipulagðan hátt).“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi Framsóknarfólki reffilegt bréf fyrr í dag, eins og Vísir greindi samviskusamlega frá, þar sem hann boðaði endurkomu sína eftir dágott hlé af stóra sviðinu í pólitíkinni. Í bréfinu, þar sem hann boðar nú fulla þátttöku sína í stjórnmálabaráttunni, segir hann að vænta megi viðbragða, jafnvel ofsafenginna, gegn sér. En það sé til „marks um að andstæðingar telja að sér standi ógn að okkur.“Háðsglósur fremur en húrrahrópEn, frekar eru það nú háðsglósur sem einkenna viðbrögðin ef marka má fólkið á Facebook, en að viðbrögð séu heiftarleg. Vísir skautaði yfir samfélagsmiðilinn mikla og hér má sjá nokkur dæmi. „Átaksverkefnið „Framsóknarlaust Ísland árið 2016" fær byr undir báða vængi,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður og Baldur Hermannsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari sem löngum hefur talist aðdáandi Sigmundar segir: „Það fer um mig notalegur ylur þegar hann birtist aftur á sviðinu, kominn heim úr sinni Bjarmalandsför, hjartaprúður sem fyrr og hörfar ekki fyrir ofsafengnum viðbrögðum. Undir hans forystu mun Framsókn naga skósólana og nötra í ystu myrkrum, það vill þá enginn, þeir eru rúnir öllu trausti, en hvað gerir það til ... sorphaugar sögunnar eru fullar af pólitískum kviðristum og það munar ekkert um eina í tilbót.“Píratar ætla ekki að gefa SDG neinn afsláttÍ áðurnefndu bréfinu segir Sigmundur Davíð að engin ástæða sé að kjósa, því enn eigi eftir að uppfylla ýmis kosningaloforð. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, gefur Sigmundi engan afslátt með slíkan málatilbúnað: „Við skulum hafa eitt á hreinu - það munu engin mál komast í gegn ef við fáum ekki kjördag um leið og þing kemur aftur saman. Það er alveg kýrskýrt afhverju það þarf að boða til kosninga og það er vegna þess að fólk er komið með nóg af mikilmennskubrjálæði, lögleysi og siðleysi stjórnmálamanna. Þetta er kúltúr sem við erum að reyna að uppræta. Það er ekki lengur hægt að komast upp með allt og halda áfram eins og ekkert sé. Stundum þarf að taka afleiðingum gjörða sinna.“Hjálp!Þó þeir séu til sem fagna endurkomu Sigmundar Davíðs verður að segjast að þeir eru í miklum minnihluta. Sigurður G. Tómasson fyrrum fjölmiðlamaður vill gjalda varhug við Sigmundi: „Ekki er von að siðferðiskennd almennings sé sterk þegar forystumönnum þjóðarinnar sæmir að eiga fé í skattaskjólum og þykir hæfa að skrá sig til heimilis þar sem þeir búa ekki eða eru kvæntir fólki sem skráir sig annars staðar "af skattalegum ástæðum".“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri leggur út af lokaorðum Sigmundar, „Ísland allt!“ og segir: „UMFÍ kvaraði sáran undan því á sínum tíma að ég tengdi Framsóknarflokkinn við UMFÍ með því að spyrða "Íslandi allt!" við flokkinn.“ Heiða B. Heiðars auglýsingastjóri segir: „„Íslandi allt“ #hjálp.“ Og Bryndís Björgvinsdóttir rithöfundur segir: „Og nú: ekki aðeins í sitthvorum skónum.“Íslandi flest!Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður segir: „Velkominn bangsi!“ En, Gunnar Smári Egilsson ritstjóri spyr: „Væri ekki réttara af SDG að segja Íslandi flest! en Íslandi allt!? Svona í ljósi þess að hann á nokkrar rætur á Tortóla.“ Og, Ragnar Þór Pétursson kennari er á svipuðu róli, þar sem hann tjáir sig á Facebook um þessi stórpólitísku tíðindi dagsins: „Doldið sniðugt hjá Sigmundi Davíð að skrifa „Íslandi allt!“ í endurkomupóstinn. Allt til þess að tryggja að Wintrismálið verði ekki í of skýrum brennidepli þegar allt verður vitlaust um leið og hann kemur til baka og hefur kosningabaráttu (og reynir að koma í veg fyrir kosningar í haust eða í öllu falli að sprengja ríkisstjórn á skipulagðan hátt).“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32