Nýr veruleiki vegna ferðaþjónustunnar Ólöf Ýrr Atladóttir og ferðamálastjóri skrifa 26. júlí 2016 07:00 Ferðaþjónustan er mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar. Hún er sú atvinnugrein sem í dag aflar mestu gjaldeyristeknanna, skapar flest störf, stuðlar helst að atvinnusköpun og byggðafestu um landið allt, hefur mest áhrif á hagvöxt og tryggir fjölbreytilega þjónustu við íbúa landsins. Á sama tíma felast í vexti og viðgangi ferðaþjónustunnar mestu áskoranirnar sem íslensk samfélagsgerð hefur staðið frammi fyrir áratugum saman, vegna þess að eðli ferðaþjónustunnar, þær auðlindir sem hún nýtir og náin, gagnkvæm samskipti hennar við okkur sem hér búum og sinnum okkar daglega amstri eru margþættari og flóknari heldur en gengur og gerist með aðrar atvinnugreinar. Þar vega þungt áhrif á náttúru landsins, álag á ýmsa innviði almannaþjónustunnar og upplifun íbúa af því að þrengt sé að þeirra daglega lífi. Einnig og ekki síður miklar eru áskoranir innan atvinnugreinarinnar sjálfrar við að mæta væntingum og kröfum gesta okkar – hvernig skal tryggja framboð gistingar og afþreyingar, en ekki síður, hvernig skal tryggja gæði innan greinarinnar, fagmennsku starfsfólks og örugga upplifun viðskiptavina? Nú þegar ferðaþjónustan er tryggilega búin að festa sig í sessi sem ein allra mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar sýnir það sig að ef vel á að vera þarf þessi atvinnugrein skýra, faglega og framsýna umgjörð ekki síður en aðrar. Ný stefna, Vegvísir í ferðaþjónustu, var birt í október 2015 og voru þar skilgreind mörg þörf verkefni fyrir vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar á næstu árum. Stærstu tíðindin voru þó, að í stefnunni birtist með skýrum, formlegum hætti sá nauðsynlegi skilningur að ferðaþjónustan sé þess eðlis að viðgangur hennar og þróun kalli á víðtæka samvinnu og samþættingu á öllum sviðum. Ferðaþjónustan hefur nefnilega í sumum efnum sérstöðu umfram aðrar atvinnugreinar: hún á í margþættara og flóknara gagnkvæmu sambandi við samfélagið sem hún starfar innan. Auk þess að nýta sér þá dýrmætu sameign þjóðarinnar sem felst í náttúrugæðum landsins, koma ferðamenn hingað til að hitta fyrir fólkið sjálft; menningu þess og daglegt líf, um leið og þeir nýta sér margvíslega þjónustu sem við heimafólk höfum til daglegs brúks. Kallar á breytingarÞróun ferðaþjónustunnar til framtíðar kallar þess vegna á viðamiklar breytingar á því hvernig við rekum samfélag okkar. Þá almannaþjónustu sem ferðaþjónustan nýtir þarf að endurskipuleggja til þess að atvinnugreinin fái þrifist jafnframt því sem þarfir landsmanna eru uppfylltar. Það þarf að samhæfa verkefni hins opinbera til að tryggja skynsamlega nýtingu fjármuna og faglega úrlausn verkefna. Atvinnugreinin þarf að sýna aðgát í nærveru þjóðarsálarinnar, en ekki síður þurfum við Íslendingar að vera meðvituð um það áfram hversu mikil gæði geta falist í því að vera gestgjafar. Þannig þarf hið opinbera vissulega að endurskipuleggja fjármögnun verkefna sinna og þjónustu með þarfir ferðamanna og ferðaþjónustunnar í huga og tryggja nauðsynlegt framkvæmda- og rekstrarfé. Jafnframt og ekki síður þurfum við að gera okkur grein fyrir nauðsyn hinna mannlegu tengsla til að ná markmiðum um örugga og eftirsóknarverða upplifun gesta okkar. Það verður ekki gert án þess að tryggja t.d. samhæfðan rekstur, mönnun og viðveru í þjóðgörðum og á friðuðum svæðum, en ekki síður á svæðum í eigu og umsjón sveitarfélaga. Á sama tíma gerum við sem samfélag auknar kröfur um ábyrga hegðun fyrirtækja; að þau ræki samfélagslega ábyrgð sína, umgangist auðlindir með virðingu, og sinni gestgjafahlutverki sínu af fagmennsku. Þannig starfa enda langflest fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar. PirringurÁ undanförnum misserum er farið að bera á gagnrýni meðal Íslendinga á vöxt ferðaþjónustunnar og hvert hún sé að stefna. Þrátt fyrir að því betur séu þetta ekki raddir meirihluta landsmanna ber okkur að hlusta á þær og meta með hvaða hætti við getum gert betur. Rannsóknir Ferðamálastofu sýna að sá pirringur sem þær eru lýsandi fyrir beinist ekki að gestum okkar, því að við viljum enn upp til hópa að gestir okkar njóti dvalarinnar og gleðjumst yfir því að fólk vilji koma í heimsókn. Gagnrýnin beinist frekar að atvinnugreininni og athöfnum hennar, sem og aðgerðum og aðgerðaleysi opinberra aðila. Þetta er ágætt; Íslendingar eru sem sé áfram gestrisnir og vilja gestum sínum vel, en hafa áhyggjur af því með hvaða hætti er verið að taka á móti þeim og hvernig búið er að áfangastaðnum. Í þessu felast verkefni sem hægt er að leysa með samstilltu átaki og vilja til verka og fjármögnunar. Það versta sem gæti gerst er að Íslendingar missi þolinmæði gagnvart atvinnugreininni og að það fari að bitna á viðmóti gagnvart gestum okkar – það er svo margfalt erfiðara að vinda ofan af slíkum viðhorfsbreytingum. Og í þeim vandræðum megum við ekki lenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skoðun Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar. Hún er sú atvinnugrein sem í dag aflar mestu gjaldeyristeknanna, skapar flest störf, stuðlar helst að atvinnusköpun og byggðafestu um landið allt, hefur mest áhrif á hagvöxt og tryggir fjölbreytilega þjónustu við íbúa landsins. Á sama tíma felast í vexti og viðgangi ferðaþjónustunnar mestu áskoranirnar sem íslensk samfélagsgerð hefur staðið frammi fyrir áratugum saman, vegna þess að eðli ferðaþjónustunnar, þær auðlindir sem hún nýtir og náin, gagnkvæm samskipti hennar við okkur sem hér búum og sinnum okkar daglega amstri eru margþættari og flóknari heldur en gengur og gerist með aðrar atvinnugreinar. Þar vega þungt áhrif á náttúru landsins, álag á ýmsa innviði almannaþjónustunnar og upplifun íbúa af því að þrengt sé að þeirra daglega lífi. Einnig og ekki síður miklar eru áskoranir innan atvinnugreinarinnar sjálfrar við að mæta væntingum og kröfum gesta okkar – hvernig skal tryggja framboð gistingar og afþreyingar, en ekki síður, hvernig skal tryggja gæði innan greinarinnar, fagmennsku starfsfólks og örugga upplifun viðskiptavina? Nú þegar ferðaþjónustan er tryggilega búin að festa sig í sessi sem ein allra mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar sýnir það sig að ef vel á að vera þarf þessi atvinnugrein skýra, faglega og framsýna umgjörð ekki síður en aðrar. Ný stefna, Vegvísir í ferðaþjónustu, var birt í október 2015 og voru þar skilgreind mörg þörf verkefni fyrir vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar á næstu árum. Stærstu tíðindin voru þó, að í stefnunni birtist með skýrum, formlegum hætti sá nauðsynlegi skilningur að ferðaþjónustan sé þess eðlis að viðgangur hennar og þróun kalli á víðtæka samvinnu og samþættingu á öllum sviðum. Ferðaþjónustan hefur nefnilega í sumum efnum sérstöðu umfram aðrar atvinnugreinar: hún á í margþættara og flóknara gagnkvæmu sambandi við samfélagið sem hún starfar innan. Auk þess að nýta sér þá dýrmætu sameign þjóðarinnar sem felst í náttúrugæðum landsins, koma ferðamenn hingað til að hitta fyrir fólkið sjálft; menningu þess og daglegt líf, um leið og þeir nýta sér margvíslega þjónustu sem við heimafólk höfum til daglegs brúks. Kallar á breytingarÞróun ferðaþjónustunnar til framtíðar kallar þess vegna á viðamiklar breytingar á því hvernig við rekum samfélag okkar. Þá almannaþjónustu sem ferðaþjónustan nýtir þarf að endurskipuleggja til þess að atvinnugreinin fái þrifist jafnframt því sem þarfir landsmanna eru uppfylltar. Það þarf að samhæfa verkefni hins opinbera til að tryggja skynsamlega nýtingu fjármuna og faglega úrlausn verkefna. Atvinnugreinin þarf að sýna aðgát í nærveru þjóðarsálarinnar, en ekki síður þurfum við Íslendingar að vera meðvituð um það áfram hversu mikil gæði geta falist í því að vera gestgjafar. Þannig þarf hið opinbera vissulega að endurskipuleggja fjármögnun verkefna sinna og þjónustu með þarfir ferðamanna og ferðaþjónustunnar í huga og tryggja nauðsynlegt framkvæmda- og rekstrarfé. Jafnframt og ekki síður þurfum við að gera okkur grein fyrir nauðsyn hinna mannlegu tengsla til að ná markmiðum um örugga og eftirsóknarverða upplifun gesta okkar. Það verður ekki gert án þess að tryggja t.d. samhæfðan rekstur, mönnun og viðveru í þjóðgörðum og á friðuðum svæðum, en ekki síður á svæðum í eigu og umsjón sveitarfélaga. Á sama tíma gerum við sem samfélag auknar kröfur um ábyrga hegðun fyrirtækja; að þau ræki samfélagslega ábyrgð sína, umgangist auðlindir með virðingu, og sinni gestgjafahlutverki sínu af fagmennsku. Þannig starfa enda langflest fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar. PirringurÁ undanförnum misserum er farið að bera á gagnrýni meðal Íslendinga á vöxt ferðaþjónustunnar og hvert hún sé að stefna. Þrátt fyrir að því betur séu þetta ekki raddir meirihluta landsmanna ber okkur að hlusta á þær og meta með hvaða hætti við getum gert betur. Rannsóknir Ferðamálastofu sýna að sá pirringur sem þær eru lýsandi fyrir beinist ekki að gestum okkar, því að við viljum enn upp til hópa að gestir okkar njóti dvalarinnar og gleðjumst yfir því að fólk vilji koma í heimsókn. Gagnrýnin beinist frekar að atvinnugreininni og athöfnum hennar, sem og aðgerðum og aðgerðaleysi opinberra aðila. Þetta er ágætt; Íslendingar eru sem sé áfram gestrisnir og vilja gestum sínum vel, en hafa áhyggjur af því með hvaða hætti er verið að taka á móti þeim og hvernig búið er að áfangastaðnum. Í þessu felast verkefni sem hægt er að leysa með samstilltu átaki og vilja til verka og fjármögnunar. Það versta sem gæti gerst er að Íslendingar missi þolinmæði gagnvart atvinnugreininni og að það fari að bitna á viðmóti gagnvart gestum okkar – það er svo margfalt erfiðara að vinda ofan af slíkum viðhorfsbreytingum. Og í þeim vandræðum megum við ekki lenda.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun