Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Jakob Bjarnar skrifar 26. júlí 2016 10:01 Einar Kárason vandar Pírötum ekki kveðjurnar og hann kann að kreista pennann. Einar Kárason rithöfundur vandar Deildu.net og Pírötum ekki kveðjurnar; og hann kann að koma orðum að því. „Þeir hjá deildu.is settu inn merkileg skilaboð í framhaldi af dómi í máli sem STEF og fleiri höfðuðu, því hún minnir á að Píratar eru ekki bara einhverjir góðir krakkar með áhuga á framförum og mannréttindum, heldur samtök um þjófnað og gripdeildir, sem á uppruna sinn hjá illa innrættu fólki t.d. í Þýskalandi og Svíþjóð,“ skrifar Einar á Facebook-vegg sinn. Fjölmargir listamenn hafa tekið í sama streng og Jakob Frímann Magnússon, sem löngum hefur farið fyrir tónlistarmönnum í þessum efnum hefur deilt hinum köldu kveðjum Einars. Þá vekur athygli að Sjálfstæðismennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Óli Björn Kárason gefa merki um að vera Einari hjartanlega sammála.Vísir hefur fjallað um málið en félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. Þá hefur FRÍSK eitt og sér lagt fram kæru á hendur nokkrum af notendum síðunnar sem hafa hlaðið upp á hana íslenskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.Píratar sökka Einar vitnar í orðsendingu sem finna má á Deildu. „Kæru notendur. Mig langar að biðja ykkur um að deila inn öllu íslensku efni sem þið mögulega getið. Allt sem þið finnið/eigið endilega setjið það inn á síðuna. Sýnið að við erum öll Pirates Yarr!“Þessi skilaboð á Deildu finnst Einari Kárasyni, og reyndar fjölmörgum listamönnum öðrum, fyrir neðan allar hellur.Þetta þykir hinum grama rithöfundi fyrir neðan allar hellur, hann heldur áfram og mundar penna: „Í framhaldi hafa stuðningsmenn á facebook og víðar hellt sér yfir STEF og þannig samtök, og skipað þeim að skilja að 21. öldin sé upprunnin. Íslenskt efni hefur verið búið til með vinnu og eigum íslenskra listamanna og útgefenda, og að stela því og dreifa frítt er svipað og að hnupla launaumslögum vinnandi fólks. Píratar sökka!“Ef hægt er að stela er þetta í lagi Bjarni Bernharður Bjarnason rithöfundur bendir hinum grama Einari á að hinir íslensku Píratar hafi ekkert með Deildu að gera. „Reyndu að kynna þér málin áður en þú ferð með svona vitleysu.“ En ekki sljákkar í Einari við þessa ábendingu, nema síður sé: „Píratar kenna sig við þá iðju sem hefur alþjóðlega orðið ýmsum hugsjón, að stela og deila höfundavörðu efni; það athæfi er á ensku kallað "piracy". Af rótum þeirrar hugsjónar spretta líka flokkar í ýmsum löndum sem kenna sig við þessa iðju, og sömuleiðis "deilisíður" eins og "deildu" - það er kallað "piracy webs" á ensku. Réttlætingin er þessi: ef hægt er að stela því sem aðrir eiga, og eigendurnir geta ekki varið sig gegn þjófnaðinum, þá er þetta í lagi. Og hætti menn svo að heimskast með að Pírataflokkurinn íslenski hafi ekkert með þetta að gera.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bíður ákæru fyrir að setja Sönn íslensk sakamál á Deildu Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að haldlagningu raftækja hans yrði aflétt. Maðurinn er bíður ákæru fyrir að hafa deilt myndefni ólöglega. 8. júní 2016 19:45 Kæra stjórnanda Deildu Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Einar Kárason rithöfundur vandar Deildu.net og Pírötum ekki kveðjurnar; og hann kann að koma orðum að því. „Þeir hjá deildu.is settu inn merkileg skilaboð í framhaldi af dómi í máli sem STEF og fleiri höfðuðu, því hún minnir á að Píratar eru ekki bara einhverjir góðir krakkar með áhuga á framförum og mannréttindum, heldur samtök um þjófnað og gripdeildir, sem á uppruna sinn hjá illa innrættu fólki t.d. í Þýskalandi og Svíþjóð,“ skrifar Einar á Facebook-vegg sinn. Fjölmargir listamenn hafa tekið í sama streng og Jakob Frímann Magnússon, sem löngum hefur farið fyrir tónlistarmönnum í þessum efnum hefur deilt hinum köldu kveðjum Einars. Þá vekur athygli að Sjálfstæðismennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Óli Björn Kárason gefa merki um að vera Einari hjartanlega sammála.Vísir hefur fjallað um málið en félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. Þá hefur FRÍSK eitt og sér lagt fram kæru á hendur nokkrum af notendum síðunnar sem hafa hlaðið upp á hana íslenskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.Píratar sökka Einar vitnar í orðsendingu sem finna má á Deildu. „Kæru notendur. Mig langar að biðja ykkur um að deila inn öllu íslensku efni sem þið mögulega getið. Allt sem þið finnið/eigið endilega setjið það inn á síðuna. Sýnið að við erum öll Pirates Yarr!“Þessi skilaboð á Deildu finnst Einari Kárasyni, og reyndar fjölmörgum listamönnum öðrum, fyrir neðan allar hellur.Þetta þykir hinum grama rithöfundi fyrir neðan allar hellur, hann heldur áfram og mundar penna: „Í framhaldi hafa stuðningsmenn á facebook og víðar hellt sér yfir STEF og þannig samtök, og skipað þeim að skilja að 21. öldin sé upprunnin. Íslenskt efni hefur verið búið til með vinnu og eigum íslenskra listamanna og útgefenda, og að stela því og dreifa frítt er svipað og að hnupla launaumslögum vinnandi fólks. Píratar sökka!“Ef hægt er að stela er þetta í lagi Bjarni Bernharður Bjarnason rithöfundur bendir hinum grama Einari á að hinir íslensku Píratar hafi ekkert með Deildu að gera. „Reyndu að kynna þér málin áður en þú ferð með svona vitleysu.“ En ekki sljákkar í Einari við þessa ábendingu, nema síður sé: „Píratar kenna sig við þá iðju sem hefur alþjóðlega orðið ýmsum hugsjón, að stela og deila höfundavörðu efni; það athæfi er á ensku kallað "piracy". Af rótum þeirrar hugsjónar spretta líka flokkar í ýmsum löndum sem kenna sig við þessa iðju, og sömuleiðis "deilisíður" eins og "deildu" - það er kallað "piracy webs" á ensku. Réttlætingin er þessi: ef hægt er að stela því sem aðrir eiga, og eigendurnir geta ekki varið sig gegn þjófnaðinum, þá er þetta í lagi. Og hætti menn svo að heimskast með að Pírataflokkurinn íslenski hafi ekkert með þetta að gera.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bíður ákæru fyrir að setja Sönn íslensk sakamál á Deildu Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að haldlagningu raftækja hans yrði aflétt. Maðurinn er bíður ákæru fyrir að hafa deilt myndefni ólöglega. 8. júní 2016 19:45 Kæra stjórnanda Deildu Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Bíður ákæru fyrir að setja Sönn íslensk sakamál á Deildu Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að haldlagningu raftækja hans yrði aflétt. Maðurinn er bíður ákæru fyrir að hafa deilt myndefni ólöglega. 8. júní 2016 19:45
Kæra stjórnanda Deildu Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. 25. júlí 2016 07:00