Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Birgir Örn Steinarsson skrifar 26. júlí 2016 11:43 Birgitta furðar sig á orðum Sigmundar og spyr hvort hann sé í einhverju sambandi við forsætisráðherra. Vísir Birgitta Jónsdóttir furðar sig á orðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins í gær þar sem hann sagði að hluti Sjálfstæðismanna væri áhugasamur um að flýta alþingiskosningum. „Við höfum ætíð haldið því til haga að ef sú ætti að vera raunin þyrfti fyrst að klára þau verkefni sem fyrirheit hafa verið gefin um að leysa á þessu kjörtímabili. Ríkisstjórnin sem ekki nýtir tímann sem henni er veittur getur ekki gengið út frá því sem vísu að hún fái tækifæri til að klára verkefnin síðar.“ Birgitta vill meina að með þessu sé Framsóknarflokkurinn að halda þjóðinni og þinginu í óvissu sem skapi óstöðugleika og stjórnarkreppu. Loforð Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks í apríl hafi verið skýr. Að kjósa ætti í haust. Hún segir að ekki sé hægt að undirbúa kosningar þegar upplýsingar um tímasetningu þeirra liggur ekki fyrir.Annað hvort sambandsleysi eða svikBirgitta furðar sig á því að miðað við þessi orð sé eins og ekkert samráð hafi verið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Annað hvort er Sigmundur ekki í neinu sambandi við forsætisráðherra eða þá er Framsóknarflokkurinn að leggja til að svíkja tillögu um að hafa kosningar í haust,“ segir Birgitta. „Það er ómögulegt fyrir alla þá sem eru að undirbúa kosningar að vita ekki hvenær þær eiga að verða. Ef það á að fara draga þetta eitthvað þá finnst mér bara langheiðarlegast að það verði bara látið koma fram hvort það verði kosningar í október eða hvort þessir flokkar ætli sér að sitja út tímabilið.“Loforðið var viðbragð við stærstu mótmælum ÍslandssögunnarBirgitta leggur áherslu á að nauðsynlegt sé fyrir þjóðina og þingið að vita hvenær kosningar verði. „Það var þannig að það voru stjórnarflokkarnir sem lögðu til að það yrði kosið í haust og að kjörtímabilið yrði stytt sem viðbrögð við stærstu mótmælum Íslandssögunnar. Ef það á að ganga bak við það fá finnst mér brýnt að þjóðin fái að vita það sem allra fyrst og að þingið fái að vita það líka þannig að það sé hægt að gera ráð fyrir að vera að störfum fram í apríl. Það að ætla að hringla með eitthvað loforð sem búið er að setja fram af þeim sjálfum fram og til baka finnst mér vera svolítið einkennandi fyrir þá stjórnmál sem hér hafa fengið að viðgangast. Það er alltaf gert ráð fyrir því að það sé nóg að lofa fólki nógu miklu og svo svikið strax eftir kosningar.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22 Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir furðar sig á orðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins í gær þar sem hann sagði að hluti Sjálfstæðismanna væri áhugasamur um að flýta alþingiskosningum. „Við höfum ætíð haldið því til haga að ef sú ætti að vera raunin þyrfti fyrst að klára þau verkefni sem fyrirheit hafa verið gefin um að leysa á þessu kjörtímabili. Ríkisstjórnin sem ekki nýtir tímann sem henni er veittur getur ekki gengið út frá því sem vísu að hún fái tækifæri til að klára verkefnin síðar.“ Birgitta vill meina að með þessu sé Framsóknarflokkurinn að halda þjóðinni og þinginu í óvissu sem skapi óstöðugleika og stjórnarkreppu. Loforð Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks í apríl hafi verið skýr. Að kjósa ætti í haust. Hún segir að ekki sé hægt að undirbúa kosningar þegar upplýsingar um tímasetningu þeirra liggur ekki fyrir.Annað hvort sambandsleysi eða svikBirgitta furðar sig á því að miðað við þessi orð sé eins og ekkert samráð hafi verið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Annað hvort er Sigmundur ekki í neinu sambandi við forsætisráðherra eða þá er Framsóknarflokkurinn að leggja til að svíkja tillögu um að hafa kosningar í haust,“ segir Birgitta. „Það er ómögulegt fyrir alla þá sem eru að undirbúa kosningar að vita ekki hvenær þær eiga að verða. Ef það á að fara draga þetta eitthvað þá finnst mér bara langheiðarlegast að það verði bara látið koma fram hvort það verði kosningar í október eða hvort þessir flokkar ætli sér að sitja út tímabilið.“Loforðið var viðbragð við stærstu mótmælum ÍslandssögunnarBirgitta leggur áherslu á að nauðsynlegt sé fyrir þjóðina og þingið að vita hvenær kosningar verði. „Það var þannig að það voru stjórnarflokkarnir sem lögðu til að það yrði kosið í haust og að kjörtímabilið yrði stytt sem viðbrögð við stærstu mótmælum Íslandssögunnar. Ef það á að ganga bak við það fá finnst mér brýnt að þjóðin fái að vita það sem allra fyrst og að þingið fái að vita það líka þannig að það sé hægt að gera ráð fyrir að vera að störfum fram í apríl. Það að ætla að hringla með eitthvað loforð sem búið er að setja fram af þeim sjálfum fram og til baka finnst mér vera svolítið einkennandi fyrir þá stjórnmál sem hér hafa fengið að viðgangast. Það er alltaf gert ráð fyrir því að það sé nóg að lofa fólki nógu miklu og svo svikið strax eftir kosningar.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22 Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22
Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32